Kortaþjónustan segir upp meira en tug starfsmanna Helgi Vífill Júlíusson skrifar 28. september 2018 06:00 Björgvin Skúli Sigurðsson, framkvæmdastjóri Kortaþjónustunnar. Viðskipti Kortaþjónustan hefur sagt upp meira en tug starfsmanna eða um fimmtungi starfsmanna fyrirtækisins, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Björgvin Skúli Sigurðsson, framkvæmdastjóri Kortaþjónustunnar, vildi ekki staðfesta uppsagnirnar í samtali við Fréttablaðið. „Kortaþjónustan var í mikilli sókn á erlenda markaði og því fylgdi verulegur rekstrar- og hugbúnaðarkostnaður. Við höfum ákveðið að rifa seglin í útrásinni en einbeita okkur aftur að greiðsluþjónustu fyrir íslensk fyrirtæki. Það kunnum við best og með aðhaldi í kostnaði getum við áfram boðið hagstæðustu kjörin í færsluhirðingu á Íslandi,“ segir Björgvin Skúli sem tók við starfi framkvæmdastjóra í janúar. Kortaþjónustan hefur vaxið hratt á umliðnum árum. Til að mynda nánast tvöfölduðust tekjurnar á milli áranna 2016 og 2017 og námu 4,5 milljörðum króna í fyrra. Sama ár var fyrirtækið rekið með 1,6 milljarða króna tapi. Kortaþjónustan stóð frammi fyrir alvarlegum fjárhagsvanda í kjölfar greiðslustöðvunar breska flugfélagsins Monarch síðasta haust. Íslenska félagið var á meðal átta félaga sem sáu um færsluhirðingu fyrir Monarch. Það var í ábyrgðum vegna greiðslna fyrir flugferðir sem aldrei voru farnar. Kvika banki og hópur einkafjárfesta keyptu Kortaþjónustuna á eina krónu í fyrra og lögðu félaginu um leið til nærri 1,5 milljarða króna í nýtt hlutafé. Á meðal fjárfesta eru hjónin Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir og Guðmundur Örn Þórðarson, stórir hluthafar í Kviku og VÍS, bræðurnir Ágúst og Lýður Guðmundssynir og Sigurður Bollason. Birtist í Fréttablaðinu Viðskipti Tengdar fréttir Geta eignast fjórðungshlut í Kortaþjónustunni Fyrrverandi eigendur Kortaþjónustunnar munu geta eignast allt að fjórðungshlut í fyrirtækinu samkvæmt breytingum sem gerðar voru á samþykktum færsluhirðingarfyrirtækisins í byrjun ársins. 25. apríl 2018 06:00 Björgvin Skúli ráðinn framkvæmdastjóri Kortaþjónustunnar Björgvin Skúli Sigurðsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri markaðs- og viðskiptaþróunarsviðs Landsvirkjunar, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Kortaþjónustunnar. Þetta var tilkynnt á starfsmannafundi hjá fyrirtækinu síðastliðinn föstudag, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. 9. janúar 2018 12:19 Velta Kortaþjónustunnar tvöfaldaðist ortaþjónustan tapaði 1,6 milljörðum króna í fyrra, eins og áður hefur verið upplýst um. 26. september 2018 06:00 Mest lesið Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Neytendur Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Viðskipti innlent Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Viðskipti innlent Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Viðskipti innlent Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Viðskipti innlent Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Viðskipti innlent „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ Viðskipti innlent „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Viðskipti innlent Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Sjá meira
Viðskipti Kortaþjónustan hefur sagt upp meira en tug starfsmanna eða um fimmtungi starfsmanna fyrirtækisins, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Björgvin Skúli Sigurðsson, framkvæmdastjóri Kortaþjónustunnar, vildi ekki staðfesta uppsagnirnar í samtali við Fréttablaðið. „Kortaþjónustan var í mikilli sókn á erlenda markaði og því fylgdi verulegur rekstrar- og hugbúnaðarkostnaður. Við höfum ákveðið að rifa seglin í útrásinni en einbeita okkur aftur að greiðsluþjónustu fyrir íslensk fyrirtæki. Það kunnum við best og með aðhaldi í kostnaði getum við áfram boðið hagstæðustu kjörin í færsluhirðingu á Íslandi,“ segir Björgvin Skúli sem tók við starfi framkvæmdastjóra í janúar. Kortaþjónustan hefur vaxið hratt á umliðnum árum. Til að mynda nánast tvöfölduðust tekjurnar á milli áranna 2016 og 2017 og námu 4,5 milljörðum króna í fyrra. Sama ár var fyrirtækið rekið með 1,6 milljarða króna tapi. Kortaþjónustan stóð frammi fyrir alvarlegum fjárhagsvanda í kjölfar greiðslustöðvunar breska flugfélagsins Monarch síðasta haust. Íslenska félagið var á meðal átta félaga sem sáu um færsluhirðingu fyrir Monarch. Það var í ábyrgðum vegna greiðslna fyrir flugferðir sem aldrei voru farnar. Kvika banki og hópur einkafjárfesta keyptu Kortaþjónustuna á eina krónu í fyrra og lögðu félaginu um leið til nærri 1,5 milljarða króna í nýtt hlutafé. Á meðal fjárfesta eru hjónin Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir og Guðmundur Örn Þórðarson, stórir hluthafar í Kviku og VÍS, bræðurnir Ágúst og Lýður Guðmundssynir og Sigurður Bollason.
Birtist í Fréttablaðinu Viðskipti Tengdar fréttir Geta eignast fjórðungshlut í Kortaþjónustunni Fyrrverandi eigendur Kortaþjónustunnar munu geta eignast allt að fjórðungshlut í fyrirtækinu samkvæmt breytingum sem gerðar voru á samþykktum færsluhirðingarfyrirtækisins í byrjun ársins. 25. apríl 2018 06:00 Björgvin Skúli ráðinn framkvæmdastjóri Kortaþjónustunnar Björgvin Skúli Sigurðsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri markaðs- og viðskiptaþróunarsviðs Landsvirkjunar, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Kortaþjónustunnar. Þetta var tilkynnt á starfsmannafundi hjá fyrirtækinu síðastliðinn föstudag, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. 9. janúar 2018 12:19 Velta Kortaþjónustunnar tvöfaldaðist ortaþjónustan tapaði 1,6 milljörðum króna í fyrra, eins og áður hefur verið upplýst um. 26. september 2018 06:00 Mest lesið Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Neytendur Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Viðskipti innlent Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Viðskipti innlent Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Viðskipti innlent Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Viðskipti innlent Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Viðskipti innlent „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ Viðskipti innlent „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Viðskipti innlent Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Sjá meira
Geta eignast fjórðungshlut í Kortaþjónustunni Fyrrverandi eigendur Kortaþjónustunnar munu geta eignast allt að fjórðungshlut í fyrirtækinu samkvæmt breytingum sem gerðar voru á samþykktum færsluhirðingarfyrirtækisins í byrjun ársins. 25. apríl 2018 06:00
Björgvin Skúli ráðinn framkvæmdastjóri Kortaþjónustunnar Björgvin Skúli Sigurðsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri markaðs- og viðskiptaþróunarsviðs Landsvirkjunar, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Kortaþjónustunnar. Þetta var tilkynnt á starfsmannafundi hjá fyrirtækinu síðastliðinn föstudag, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. 9. janúar 2018 12:19
Velta Kortaþjónustunnar tvöfaldaðist ortaþjónustan tapaði 1,6 milljörðum króna í fyrra, eins og áður hefur verið upplýst um. 26. september 2018 06:00