Umrætt fyrirbrigði hefur náð mikilli útbreiðslu í meðförum netverja undanfarin ár og er yfirleitt notað til að túlka glímu við ýmiss konar freistingar. Ókunnuga, rauðklædda konan á myndinni táknar iðulega freistinguna og hinn heillaði kærasti táknar oftast þann sem er við það að falla í freistni.
Bahnhof nýtti sér vinsældir myndarinnar til að auglýsa laus störf sem í boði voru hjá fyrirtækinu. Kærastinn var þar látinn vera vænlegir umsækjendur, þ.e. „þú“, sú rauðklædda var Bahnhof og hneykslaða kærastan tók sér stöðu núverandi vinnuveitanda. Lesendur geta glöggvað sig á auglýsingunni hér að neðan.
Úrskurðir auglýsingaeftirlitsins er þó aðeins ráðgefandi en samt sem er áður er gert ráð fyrir að sænsk fyrirtæki fari eftir þeim. Í yfirlýsingu frá Bahnhof segir að auglýsingunni hafi aðeins verið ætlað að varpa jákvæðu ljósi á fyrirtækið í augum umsækjenda.