„Þeir hlógu ekki að mér, þeir hlógu með mér“ Samúel Karl Ólason skrifar 26. september 2018 22:42 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Evan Vucci Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir það „falskar fréttir“ að þjóðarleiðtogar hafi hlegið að honum á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gær. Þess í stað hafi þeir hlegið með honum. Þegar Trump hélt því fram í gær að ríkisstjórn hans hefði náð meiri árangri en nánast allar aðrar ríkisstjórnir í sögu Bandaríkjanna hefðu náð, brast út hlátur í salnum. „Svo satt,“ sagði hann í gær og hláturinn varð meiri. „Ég bjóst ekki við þessum viðbrögðum, en það er allt í lagi.“ Sjá einnig: Hlegið að grobbi Trump hjá Sameinuðu þjóðunum „Þeir voru ekki að hlæja að mér,“ sagði Trump á blaðamannafundi í kvöld. „Þeir voru að hlæja með mér. Við vorum að skemmta okkur.“Trump says it's "fake news" that world leaders laughed at him at #UNGA. "They weren't laughing at me. They were laughing with me." https://t.co/Sp3cbiY6vYpic.twitter.com/0vG2Y9zy8m — POLITICO (@politico) September 26, 2018 Trump fór víða um á blaðamannafundinum og sagði meðal annars að ef hann hefði ekki verið kosinn væru Bandaríkin nú í stríði við Norður-Kóreu og að hann hefði neitað að hitta Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, en Bandaríkin og Kanada eiga í viðskiptadeilum. „Við erum mjög óánægðir með samningaviðræðurnar og samningastíl Kanada. Okkur líkar ekki vel við fulltrúa þeirra,“ sagði Trump. Talskona Trudeau segir þetta ekki rétt hjá Trump. Ekki hafi verið beðið um fund á milli hans og forsætisráðherrans.President Trump says he rejected a one-on-one meeting with Canadian PM Trudeau: "We're very unhappy with negotiations and the negotiating style of Canada. We don't like their representative very much." pic.twitter.com/fdt7CAAhKR — MSNBC (@MSNBC) September 26, 2018 Trump ræddi einnig um ásakanirnar gegn Brett Kavanaugh, sem hann hefur tilnefnt til Hæstaréttar Bandaríkjanna. Þrjár konur hafa stigið fram og sakað um kynferðisbrot á árum áður. Trump sagði aftur að allar ásakanirnar væru „svikamylla“ sem runnin væri undan rifjum Demókrataflokksins.Sjá einnig: Eins og í Twilight Zone segir Kavanaugh um ásakanir þriðju konunnarHann sagði ásakanirnar hafa áhrif á skoðun sína gagnvart Kavanaugh og vísaði til þess að hann sjálfur hefði orðið fórnarlamb „falskra ásakana“ og að margir vinir hans hefðu lent í því sömuleiðis. „Fólk er að sækjast eftir frægð, peningum og hverju sem er. Þegar ég sé þetta lít ég á þetta öðrum augum en aðrir sem sitja heima og sjá þetta í sjónvarpinu. Þetta hefur margsinnis komið fyrir mig,“ sagði Trump. Hann bætti við að „fjórar eða fimm“ konur hefðu fengið mikla peninga fyrir að saka sig um kynferðisbrot.President Trump says the allegations against him impact his opinion on those against Kavanaugh: “It does impact my opinion. You know why? Because I’ve had a lot of false charges made against me. I’m a very famous person, unfortunately.” pic.twitter.com/8Wlp6ayAZ5 — MSNBC (@MSNBC) September 26, 2018 Eins og AP fréttaveitan bendir á stigu minnst tólf konur fram í kosningabaráttunni 2016 og sökuðu Trump um kynferðisbrot. Þá var opinberað myndband frá árinu 2005 þar sem Trump stærði sig af því að geta kysst kvenur og gripið í kynfæri þeirra án samþykkis þeirra vegna þess að hann væri frægur. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Svarar Trump með frásögn af nauðgun, skömm og þöggun Bandaríska sjónvarpskonan Padma Lakshmi greinir frá því hvers vegna hún tilkynnti ekki um það þegar henni var nauðgað á unglingsárunum í pistli sem birtist í dagblaðinu New York Times í morgun. 26. september 2018 07:17 Réðu konu til að ræða við meint fórnarlamb Kavanaugh Allir ellefu þingmenn Repúblikanaflokksins í dómsmálanefndinni eru eldri karlar og hafa þeir óttast hvernig það myndi líta út að þeir myndu spyrja hana út í ásakanir hennar og óttast að tapa atkvæðum kvenna þegar svo stutt er í þingkosningar. 25. september 2018 23:05 Sífellt fleiri trúa að Kavanaugh sé sekur um kynferðisbrot Kannanir sýna að sífellt fleiri kjósendur í Bandaríkjunum snúast gegn Brett Kavanaugh, sem er tilnefndur sem hæstaréttadómari, en hann er sakaður um kynferðisbrot á yngri árum. Hann segist þó alls ekki ætla að draga sig í hlé, enda sé ekkert hæft í þeim ásökunum. 25. september 2018 11:49 Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Fleiri fréttir Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir það „falskar fréttir“ að þjóðarleiðtogar hafi hlegið að honum á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gær. Þess í stað hafi þeir hlegið með honum. Þegar Trump hélt því fram í gær að ríkisstjórn hans hefði náð meiri árangri en nánast allar aðrar ríkisstjórnir í sögu Bandaríkjanna hefðu náð, brast út hlátur í salnum. „Svo satt,“ sagði hann í gær og hláturinn varð meiri. „Ég bjóst ekki við þessum viðbrögðum, en það er allt í lagi.“ Sjá einnig: Hlegið að grobbi Trump hjá Sameinuðu þjóðunum „Þeir voru ekki að hlæja að mér,“ sagði Trump á blaðamannafundi í kvöld. „Þeir voru að hlæja með mér. Við vorum að skemmta okkur.“Trump says it's "fake news" that world leaders laughed at him at #UNGA. "They weren't laughing at me. They were laughing with me." https://t.co/Sp3cbiY6vYpic.twitter.com/0vG2Y9zy8m — POLITICO (@politico) September 26, 2018 Trump fór víða um á blaðamannafundinum og sagði meðal annars að ef hann hefði ekki verið kosinn væru Bandaríkin nú í stríði við Norður-Kóreu og að hann hefði neitað að hitta Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, en Bandaríkin og Kanada eiga í viðskiptadeilum. „Við erum mjög óánægðir með samningaviðræðurnar og samningastíl Kanada. Okkur líkar ekki vel við fulltrúa þeirra,“ sagði Trump. Talskona Trudeau segir þetta ekki rétt hjá Trump. Ekki hafi verið beðið um fund á milli hans og forsætisráðherrans.President Trump says he rejected a one-on-one meeting with Canadian PM Trudeau: "We're very unhappy with negotiations and the negotiating style of Canada. We don't like their representative very much." pic.twitter.com/fdt7CAAhKR — MSNBC (@MSNBC) September 26, 2018 Trump ræddi einnig um ásakanirnar gegn Brett Kavanaugh, sem hann hefur tilnefnt til Hæstaréttar Bandaríkjanna. Þrjár konur hafa stigið fram og sakað um kynferðisbrot á árum áður. Trump sagði aftur að allar ásakanirnar væru „svikamylla“ sem runnin væri undan rifjum Demókrataflokksins.Sjá einnig: Eins og í Twilight Zone segir Kavanaugh um ásakanir þriðju konunnarHann sagði ásakanirnar hafa áhrif á skoðun sína gagnvart Kavanaugh og vísaði til þess að hann sjálfur hefði orðið fórnarlamb „falskra ásakana“ og að margir vinir hans hefðu lent í því sömuleiðis. „Fólk er að sækjast eftir frægð, peningum og hverju sem er. Þegar ég sé þetta lít ég á þetta öðrum augum en aðrir sem sitja heima og sjá þetta í sjónvarpinu. Þetta hefur margsinnis komið fyrir mig,“ sagði Trump. Hann bætti við að „fjórar eða fimm“ konur hefðu fengið mikla peninga fyrir að saka sig um kynferðisbrot.President Trump says the allegations against him impact his opinion on those against Kavanaugh: “It does impact my opinion. You know why? Because I’ve had a lot of false charges made against me. I’m a very famous person, unfortunately.” pic.twitter.com/8Wlp6ayAZ5 — MSNBC (@MSNBC) September 26, 2018 Eins og AP fréttaveitan bendir á stigu minnst tólf konur fram í kosningabaráttunni 2016 og sökuðu Trump um kynferðisbrot. Þá var opinberað myndband frá árinu 2005 þar sem Trump stærði sig af því að geta kysst kvenur og gripið í kynfæri þeirra án samþykkis þeirra vegna þess að hann væri frægur.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Svarar Trump með frásögn af nauðgun, skömm og þöggun Bandaríska sjónvarpskonan Padma Lakshmi greinir frá því hvers vegna hún tilkynnti ekki um það þegar henni var nauðgað á unglingsárunum í pistli sem birtist í dagblaðinu New York Times í morgun. 26. september 2018 07:17 Réðu konu til að ræða við meint fórnarlamb Kavanaugh Allir ellefu þingmenn Repúblikanaflokksins í dómsmálanefndinni eru eldri karlar og hafa þeir óttast hvernig það myndi líta út að þeir myndu spyrja hana út í ásakanir hennar og óttast að tapa atkvæðum kvenna þegar svo stutt er í þingkosningar. 25. september 2018 23:05 Sífellt fleiri trúa að Kavanaugh sé sekur um kynferðisbrot Kannanir sýna að sífellt fleiri kjósendur í Bandaríkjunum snúast gegn Brett Kavanaugh, sem er tilnefndur sem hæstaréttadómari, en hann er sakaður um kynferðisbrot á yngri árum. Hann segist þó alls ekki ætla að draga sig í hlé, enda sé ekkert hæft í þeim ásökunum. 25. september 2018 11:49 Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Fleiri fréttir Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Sjá meira
Svarar Trump með frásögn af nauðgun, skömm og þöggun Bandaríska sjónvarpskonan Padma Lakshmi greinir frá því hvers vegna hún tilkynnti ekki um það þegar henni var nauðgað á unglingsárunum í pistli sem birtist í dagblaðinu New York Times í morgun. 26. september 2018 07:17
Réðu konu til að ræða við meint fórnarlamb Kavanaugh Allir ellefu þingmenn Repúblikanaflokksins í dómsmálanefndinni eru eldri karlar og hafa þeir óttast hvernig það myndi líta út að þeir myndu spyrja hana út í ásakanir hennar og óttast að tapa atkvæðum kvenna þegar svo stutt er í þingkosningar. 25. september 2018 23:05
Sífellt fleiri trúa að Kavanaugh sé sekur um kynferðisbrot Kannanir sýna að sífellt fleiri kjósendur í Bandaríkjunum snúast gegn Brett Kavanaugh, sem er tilnefndur sem hæstaréttadómari, en hann er sakaður um kynferðisbrot á yngri árum. Hann segist þó alls ekki ætla að draga sig í hlé, enda sé ekkert hæft í þeim ásökunum. 25. september 2018 11:49