Allt að tíu manns vísað frá gistiskýlinu við Lindargötu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 26. september 2018 20:00 Vísa hefur þurft allt að tíu einstaklingum frá gistiskýlinu við Lindargötu undanfarna daga vegna plássleysis. Aðsóknin eykst þegar líða tekur á veturinn og forstöðumaður gistiskýlisins segir til mikils að vinna sé málaflokknum vel sinnt. Aðsóknin í gistiskýlið fer vaxandi með kólnandi veðri en þar er pláss fyrir 25 manns í senn og er fólk yfirleitt komið í röð fyrir utan síðdegis í von um að komast að. „Það hefur aukist undanfarnar vikur og því miður þá höfum við verið að vísa aðeins frá, fleirum núna en yfir sumarmánuðina. Þetta eru gjarnan kannski tveir þrír og það sem versta var upp í tíu sem við höfum þurft að vísa frá undanfarnar nætur,“ segir Þór Gíslason, forstöðumaður gistiskýlisins við Lindargötu. Ungur maður sem fréttastofa ræddi við utan við gistiskýlið í dag kveðst hafa áhyggjur af vetrinum. Sjálfur hafi hann lent í því að komast ekki að og endaði á að sofa í tjaldi í Öskjuhlíð. „Það að sinna hópnum vel, með margvíslegum úrræðum, það mun náttúrlega bæta lífsgæði þeirra. Þó að við björgum ekki öllum en þá verða lífsgæði þeirra betri. Það dregur úr heilsufarslegum vandamálum þeirra sem að hefur bein áhrif inn í heilbrigðiskerfið, það dregur úr vanda þeirra gagnvart lögreglunni og fangelsum og öðru slíku og ekki síður bara samfélagsins, það verður minna áreiti og árekstrar gagnvart hópnum. Þannig að það er allt til að vinna að sinna málaflokknum,“ segir Þór. Til stendur að opna nýtt neyðarskýli á næstunni sem hugsað er fyrir þá sem eru í harðari fíkniefnaneyslu. „Þegar nýtt gistiskýli hefur verið opnað þá þurfum við bara að sjá hvernig þróunin verður hér, hversu mikið við getum dregið úr starfseminni hér akkúrat á þennan stað og breytt henni jafnvel í einhver önnur úrræði,“ segir Þór. Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Sjá meira
Vísa hefur þurft allt að tíu einstaklingum frá gistiskýlinu við Lindargötu undanfarna daga vegna plássleysis. Aðsóknin eykst þegar líða tekur á veturinn og forstöðumaður gistiskýlisins segir til mikils að vinna sé málaflokknum vel sinnt. Aðsóknin í gistiskýlið fer vaxandi með kólnandi veðri en þar er pláss fyrir 25 manns í senn og er fólk yfirleitt komið í röð fyrir utan síðdegis í von um að komast að. „Það hefur aukist undanfarnar vikur og því miður þá höfum við verið að vísa aðeins frá, fleirum núna en yfir sumarmánuðina. Þetta eru gjarnan kannski tveir þrír og það sem versta var upp í tíu sem við höfum þurft að vísa frá undanfarnar nætur,“ segir Þór Gíslason, forstöðumaður gistiskýlisins við Lindargötu. Ungur maður sem fréttastofa ræddi við utan við gistiskýlið í dag kveðst hafa áhyggjur af vetrinum. Sjálfur hafi hann lent í því að komast ekki að og endaði á að sofa í tjaldi í Öskjuhlíð. „Það að sinna hópnum vel, með margvíslegum úrræðum, það mun náttúrlega bæta lífsgæði þeirra. Þó að við björgum ekki öllum en þá verða lífsgæði þeirra betri. Það dregur úr heilsufarslegum vandamálum þeirra sem að hefur bein áhrif inn í heilbrigðiskerfið, það dregur úr vanda þeirra gagnvart lögreglunni og fangelsum og öðru slíku og ekki síður bara samfélagsins, það verður minna áreiti og árekstrar gagnvart hópnum. Þannig að það er allt til að vinna að sinna málaflokknum,“ segir Þór. Til stendur að opna nýtt neyðarskýli á næstunni sem hugsað er fyrir þá sem eru í harðari fíkniefnaneyslu. „Þegar nýtt gistiskýli hefur verið opnað þá þurfum við bara að sjá hvernig þróunin verður hér, hversu mikið við getum dregið úr starfseminni hér akkúrat á þennan stað og breytt henni jafnvel í einhver önnur úrræði,“ segir Þór.
Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Sjá meira