Sátt um gjöldin ekki í sjónmáli Sveinn Arnarsson skrifar 26. september 2018 09:00 Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra kynnti nýtt veiðigjaldafrumvarp í gær. Fréttablaðið/Eyþór Skiptar skoðanir eru um veiðigjaldafrumvarp Kristjáns Þórs Júlíussonar sem kynnt var í gær. Þingmenn og talsmaður samtaka sjávarútvegsfyrirtækja (SFS) lýsa vonbrigðum. Af ólíkum ástæðum. Frumvarpið á að taka gildi á nýju ári og mun að fullu verða virkt árið 2020. Vinnsla á sjávarafurðum, verður undanskilin veiðigjaldi þannig að afkoma veiðanna sjálfra verður aðeins gjaldskyld. Hið opinbera mun ekki leggja veiðigjald á afkomu fiskvinnslanna í landi. Formaður Viðreisnar undrast að VG ætli að gleypa við þessum breytingum sem að hennar mati séu alfarið í þágu stórútgerðar í landinu. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, segir frumvarpið valda sér vonbrigðum. „Fljótt á litið eru þetta nokkur vonbrigði. Verði frumvarpið að lögum verður veiðigjaldið áfram of hátt og ekki í takt við stöðu og horfur í sjávarútvegi. Talað er um í sáttmála ríkisstjórnarinnar að það eigi að tryggja samkeppnishæfni sjávarútvegs. Það er umhugsunarefni að þegar sverfur nú að útflutningsgreinum telji menn leiðina til að tryggja samkeppnishæfni þeirra að viðhalda gjaldtöku úr hófi og langt umfram það sem keppinautar á erlendum mörkuðum búa við. Inni í frumvarpinu eru þó ljósir punktar eins og að færa gjaldtöku nær í tíma, taka mið af rauntölum í rekstri og að hætta að horfa til vinnslu sjávarafurða. Það eru allt sanngirnismál og vonandi hafin yfir pólitískt dægurþras.“ Kristján Þór segir mikilvægt að menn greiði aðeins veiðigjald af veiddum afla og að tekið sé tillit til ýmiss kostnaðar við að veiða fiskinn. Einnig sé mikilvægt að taka aðeins gjald af veiðum en ekki vinnslu. „Við getum sagt að það sé tekið tillit til fjárfestinga í skipum og tækjum við útreikning á gjaldstofninum,“ segir Kristján Þór. „Við höfum ekki verið að velta fyrir okkur fjárhæðum í þessu sambandi heldur að sníða agnúa af núverandi kerfi og það ætti að geta nást góð sátt um aðferðina.“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar og fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, vill að auðlindagjaldið verði nýtt á þeim stöðum þar sem það verður til. „Ég hefði viljað sjá að gjaldið færi í uppbyggingu innviða þaðan sem gjaldið kemur, að mestu á landsbyggðinni, en það fylgir ekki. Í grunninn eru þetta æfingar sjávarútvegsráðherra að nýjum tekjuskatti þar sem menn geta dregið frá ýmsar fjárfestingar. Það er ekki sá þjóðarhlutur sem ég hefði viljað sjá,“ segir Þorgerður. „Það sem undrar mig er að VG haldi í þennan leiðangur og kokgleypi þessar breytingar sem eru fyrst og fremst í þágu sérhagsmuna. Af hálfu hinna stjórnarflokkanna er þetta frekar fyrirsjáanlegt.“ Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Tengdar fréttir Ekkert samráð við stjórnarandstöðuna um nýtt veiðigjaldafrumvarp Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar og fyrrverandi sjávarútvegsráðherra segir ekkert samráð hafa verið haft við stjórnarandstöðuna í sumar um nýtt frumvarp um veiðigjöldin sem Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra boðar í haust. 6. september 2018 12:15 Gjaldhlutfall óbreytt og veiðigjaldanefnd verður lögð niður Gjaldhlutfall veiðigjalds helst óbreytt og verður 33 prósent samkvæmt nýju frumvarpi um veiðigjöld. Aftur á móti verða færri tegundir gjaldskildar og hagnaður af vinnslu verður undanskilin gjaldi, ólíkt því sem nú er. Ráðherra hyggst mæla fyrir frumvarpinu á Alþingi í þessari viku. 25. september 2018 18:14 Málamiðlun tveggja gjörólíkra flokka "Þetta er málamiðlun tveggja gjörólíkra flokka sem vilja stefna í sitt hvora áttina," segir Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar um nýtt fjárlagafrumvarp og bætir við að fátt komi þar á óvart 11. september 2018 20:30 Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Sjá meira
Skiptar skoðanir eru um veiðigjaldafrumvarp Kristjáns Þórs Júlíussonar sem kynnt var í gær. Þingmenn og talsmaður samtaka sjávarútvegsfyrirtækja (SFS) lýsa vonbrigðum. Af ólíkum ástæðum. Frumvarpið á að taka gildi á nýju ári og mun að fullu verða virkt árið 2020. Vinnsla á sjávarafurðum, verður undanskilin veiðigjaldi þannig að afkoma veiðanna sjálfra verður aðeins gjaldskyld. Hið opinbera mun ekki leggja veiðigjald á afkomu fiskvinnslanna í landi. Formaður Viðreisnar undrast að VG ætli að gleypa við þessum breytingum sem að hennar mati séu alfarið í þágu stórútgerðar í landinu. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, segir frumvarpið valda sér vonbrigðum. „Fljótt á litið eru þetta nokkur vonbrigði. Verði frumvarpið að lögum verður veiðigjaldið áfram of hátt og ekki í takt við stöðu og horfur í sjávarútvegi. Talað er um í sáttmála ríkisstjórnarinnar að það eigi að tryggja samkeppnishæfni sjávarútvegs. Það er umhugsunarefni að þegar sverfur nú að útflutningsgreinum telji menn leiðina til að tryggja samkeppnishæfni þeirra að viðhalda gjaldtöku úr hófi og langt umfram það sem keppinautar á erlendum mörkuðum búa við. Inni í frumvarpinu eru þó ljósir punktar eins og að færa gjaldtöku nær í tíma, taka mið af rauntölum í rekstri og að hætta að horfa til vinnslu sjávarafurða. Það eru allt sanngirnismál og vonandi hafin yfir pólitískt dægurþras.“ Kristján Þór segir mikilvægt að menn greiði aðeins veiðigjald af veiddum afla og að tekið sé tillit til ýmiss kostnaðar við að veiða fiskinn. Einnig sé mikilvægt að taka aðeins gjald af veiðum en ekki vinnslu. „Við getum sagt að það sé tekið tillit til fjárfestinga í skipum og tækjum við útreikning á gjaldstofninum,“ segir Kristján Þór. „Við höfum ekki verið að velta fyrir okkur fjárhæðum í þessu sambandi heldur að sníða agnúa af núverandi kerfi og það ætti að geta nást góð sátt um aðferðina.“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar og fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, vill að auðlindagjaldið verði nýtt á þeim stöðum þar sem það verður til. „Ég hefði viljað sjá að gjaldið færi í uppbyggingu innviða þaðan sem gjaldið kemur, að mestu á landsbyggðinni, en það fylgir ekki. Í grunninn eru þetta æfingar sjávarútvegsráðherra að nýjum tekjuskatti þar sem menn geta dregið frá ýmsar fjárfestingar. Það er ekki sá þjóðarhlutur sem ég hefði viljað sjá,“ segir Þorgerður. „Það sem undrar mig er að VG haldi í þennan leiðangur og kokgleypi þessar breytingar sem eru fyrst og fremst í þágu sérhagsmuna. Af hálfu hinna stjórnarflokkanna er þetta frekar fyrirsjáanlegt.“
Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Tengdar fréttir Ekkert samráð við stjórnarandstöðuna um nýtt veiðigjaldafrumvarp Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar og fyrrverandi sjávarútvegsráðherra segir ekkert samráð hafa verið haft við stjórnarandstöðuna í sumar um nýtt frumvarp um veiðigjöldin sem Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra boðar í haust. 6. september 2018 12:15 Gjaldhlutfall óbreytt og veiðigjaldanefnd verður lögð niður Gjaldhlutfall veiðigjalds helst óbreytt og verður 33 prósent samkvæmt nýju frumvarpi um veiðigjöld. Aftur á móti verða færri tegundir gjaldskildar og hagnaður af vinnslu verður undanskilin gjaldi, ólíkt því sem nú er. Ráðherra hyggst mæla fyrir frumvarpinu á Alþingi í þessari viku. 25. september 2018 18:14 Málamiðlun tveggja gjörólíkra flokka "Þetta er málamiðlun tveggja gjörólíkra flokka sem vilja stefna í sitt hvora áttina," segir Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar um nýtt fjárlagafrumvarp og bætir við að fátt komi þar á óvart 11. september 2018 20:30 Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Sjá meira
Ekkert samráð við stjórnarandstöðuna um nýtt veiðigjaldafrumvarp Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar og fyrrverandi sjávarútvegsráðherra segir ekkert samráð hafa verið haft við stjórnarandstöðuna í sumar um nýtt frumvarp um veiðigjöldin sem Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra boðar í haust. 6. september 2018 12:15
Gjaldhlutfall óbreytt og veiðigjaldanefnd verður lögð niður Gjaldhlutfall veiðigjalds helst óbreytt og verður 33 prósent samkvæmt nýju frumvarpi um veiðigjöld. Aftur á móti verða færri tegundir gjaldskildar og hagnaður af vinnslu verður undanskilin gjaldi, ólíkt því sem nú er. Ráðherra hyggst mæla fyrir frumvarpinu á Alþingi í þessari viku. 25. september 2018 18:14
Málamiðlun tveggja gjörólíkra flokka "Þetta er málamiðlun tveggja gjörólíkra flokka sem vilja stefna í sitt hvora áttina," segir Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar um nýtt fjárlagafrumvarp og bætir við að fátt komi þar á óvart 11. september 2018 20:30