Vaxtahækkun vekur athygli Agnar Tómas Möller skrifar 26. september 2018 07:00 Í nýlegu viðtali tjáði Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði við Háskóla Ísland, sig um hækkun fastra óverðtryggðra vaxta á íbúðalánum hjá innlánsstofnunum og lífeyrissjóðum, sem hafa hækkað nokkuð undanfarið. Í því samhengi benti Gylfi á að launahækkanir langt umfram framleiðnivöxt muni að öðru óbreyttu leiða til hærri verðbólgu og vaxta og að skýringar á vaxtahækkunum undanfarið megi rekja til ótta um niðurstöðu komandi kjarasamninga. Undir það má taka, en þegar nánar er gáð eru fleiri kraftar að verki. Vextir á íbúðalánum bankanna eru ákvarðaðir í skuldabréfaútboðum á svokölluðum sértryggðum skuldabréfum, en vextir lífeyrissjóða taka mið af ríkisbréfum eða eru ákvarðaðir af stjórnum þeirra. Sértryggð skuldabréf eru bæði með veð í húsnæðislánum og á ábyrgð bankanna og fylgja auk þess stífum skilyrðum. Í Evrópu og víðar eru sértryggð skuldabréf talin vera svo gott sem jafnörugg og ríkisskuldabréf og algengt að þau beri einungis á bilinu 0,1-0,25% hærri vexti en sambærileg ríkisbréf. Á Íslandi er vaxtaálag þeirra nokkuð hærra, um 0,5% á óverðtryggð skuldabréf og um 0,8% ofan á verðtryggð. Ástæðan fyrir því er ekki sú að hér séu bréfin hlutfallslega áhættusamari heldur vegna þess sem oft hefur verið bent á: mikið útflæði innlendra fjárfesta eftir haftaafléttingu, stóraukin skuldabréfaútgáfa á markaði, einkum fyrirtækja, mikil aukning í veitingu fasteignalána banka og lífeyrissjóða vegna aukinnar íbúðafjárfestingar, og síðast en ekki síst vegna stífra innflæðishafta sem hefur stöðvað allar skuldabréfafjárfestingar erlendra aðila hér á landi.Vextir skiljast að Frá ágúst 2016 hefur Seðlabankinn lækkað stýrivexti úr 5,75% í 4,25%. Áður en vaxtalækkunarferlið hófst voru 4 ára óverðtryggðir ríkisbréfavextir 5,8% en lækkuðu svo hratt næstu misseri. Sú þróun hefur svo snúist við og eru sömu vextir um 5,6% í dag – talsverðar vaxtalækkanir Seðlabankans hafa því lítt skilað sér inn á skuldabréfamarkað fyrir óverðtryggða vexti sem mynda grunn að vöxtum óverðtryggðra fastavaxta íbúðalána. Framvirkir vextir 4 ára ríkisbréfa (þ.e. spá markaðarins um framtíðar skammtímavexti) gera ráð fyrir 1,25% hækkun vaxta næstu 12 mánuði, og um 0,5% árið 2020, þ.e. að skammtímavextir hækki úr 4,25% í 6,00% næstu 2 ár. Jafnframt er 4 ára verðbólguálag á skuldabréfamarkaði um 3,8% þegar þetta er skrifað. Þetta er í nokkru ósamræmi við niðurstöður síðustu könnunar Seðlabankans frá því í ágúst á væntingum markaðsaðila, sem að jafnaði vænta óbreyttra vaxta næsta árið og að verðbólga verði um 2,8% að jafnaði næstu 10 ár. Einnig í ljósi þess að áhyggjur markaðarins af WOW air virðast vera fyrir bí í bili sem og fréttir af kjaramálum benda til minni hættu á að launaliðurinn muni fara út fyrir öll mörk, einkum í ljósi versnandi stöðu ferðaþjónustunnar og þungs reksturs innlendra fyrirtækja.Fá óvænta aðstoð Í Danmörku hefur átt sér stað merkileg þróun undanfarið – japanskir fjárfestar hafa keypt dönsk sértryggð skuldabréf af miklum móð, í heildina yfir 8 milljarða dollara frá árinu 2016 og danskir húsnæðiskaupendur geta í dag fest óverðtryggða vexti til 30 ára í 1,5%, meðal annars með hjálp japanskra sparifjáreigenda. Líkt og Seðlabankinn hefur bent réttilega á, eru svo lágir vextir ekki æskilegir til lengri tíma og eru „sjúkdómseinkenni“ fyrir hagkerfi (eða réttara sagt myntbandalög) sem búa við lágan hagvöxt og verðbólgu. En erlendir fjárfestar hafa hins vegar í Danmörku og víðar þar sem hagkerfi standa traustum fótum með litlar skuldir og hátt lánshæfi, líkt og á litla Íslandi, átt þátt í að lækka vaxtakostnað heimila og fyrirtækja enn frekar. Slíkt ætti alltaf að vera eftirsótt fagnaðarefni, sama hvert vaxtastig viðkomandi lands er. En hér á landi höfum við annan hátt á, og sjáum merki þess undanfarið í hækkun óverðtryggðra fastvaxta húsnæðislána, sem virðast í litlu samræmi við traustar undirstöður hagkerfisins og vænta þróun skammtímavaxta. En yfirlýstur tilgangur hins svokallaða „fjárstreymistækis“ Seðlabankans hefur meðal annars verið fólginn í því að auka aðhald peningastefnunnar. Það hefur nú tekist svo vel, að tekið hefur verið eftir af fræðimönnum í Háskóla Íslands.Höfundur er framkvæmdastjóri sjóða hjá GAMMA. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Agnar Tómas Möller Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Sjá meira
Í nýlegu viðtali tjáði Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði við Háskóla Ísland, sig um hækkun fastra óverðtryggðra vaxta á íbúðalánum hjá innlánsstofnunum og lífeyrissjóðum, sem hafa hækkað nokkuð undanfarið. Í því samhengi benti Gylfi á að launahækkanir langt umfram framleiðnivöxt muni að öðru óbreyttu leiða til hærri verðbólgu og vaxta og að skýringar á vaxtahækkunum undanfarið megi rekja til ótta um niðurstöðu komandi kjarasamninga. Undir það má taka, en þegar nánar er gáð eru fleiri kraftar að verki. Vextir á íbúðalánum bankanna eru ákvarðaðir í skuldabréfaútboðum á svokölluðum sértryggðum skuldabréfum, en vextir lífeyrissjóða taka mið af ríkisbréfum eða eru ákvarðaðir af stjórnum þeirra. Sértryggð skuldabréf eru bæði með veð í húsnæðislánum og á ábyrgð bankanna og fylgja auk þess stífum skilyrðum. Í Evrópu og víðar eru sértryggð skuldabréf talin vera svo gott sem jafnörugg og ríkisskuldabréf og algengt að þau beri einungis á bilinu 0,1-0,25% hærri vexti en sambærileg ríkisbréf. Á Íslandi er vaxtaálag þeirra nokkuð hærra, um 0,5% á óverðtryggð skuldabréf og um 0,8% ofan á verðtryggð. Ástæðan fyrir því er ekki sú að hér séu bréfin hlutfallslega áhættusamari heldur vegna þess sem oft hefur verið bent á: mikið útflæði innlendra fjárfesta eftir haftaafléttingu, stóraukin skuldabréfaútgáfa á markaði, einkum fyrirtækja, mikil aukning í veitingu fasteignalána banka og lífeyrissjóða vegna aukinnar íbúðafjárfestingar, og síðast en ekki síst vegna stífra innflæðishafta sem hefur stöðvað allar skuldabréfafjárfestingar erlendra aðila hér á landi.Vextir skiljast að Frá ágúst 2016 hefur Seðlabankinn lækkað stýrivexti úr 5,75% í 4,25%. Áður en vaxtalækkunarferlið hófst voru 4 ára óverðtryggðir ríkisbréfavextir 5,8% en lækkuðu svo hratt næstu misseri. Sú þróun hefur svo snúist við og eru sömu vextir um 5,6% í dag – talsverðar vaxtalækkanir Seðlabankans hafa því lítt skilað sér inn á skuldabréfamarkað fyrir óverðtryggða vexti sem mynda grunn að vöxtum óverðtryggðra fastavaxta íbúðalána. Framvirkir vextir 4 ára ríkisbréfa (þ.e. spá markaðarins um framtíðar skammtímavexti) gera ráð fyrir 1,25% hækkun vaxta næstu 12 mánuði, og um 0,5% árið 2020, þ.e. að skammtímavextir hækki úr 4,25% í 6,00% næstu 2 ár. Jafnframt er 4 ára verðbólguálag á skuldabréfamarkaði um 3,8% þegar þetta er skrifað. Þetta er í nokkru ósamræmi við niðurstöður síðustu könnunar Seðlabankans frá því í ágúst á væntingum markaðsaðila, sem að jafnaði vænta óbreyttra vaxta næsta árið og að verðbólga verði um 2,8% að jafnaði næstu 10 ár. Einnig í ljósi þess að áhyggjur markaðarins af WOW air virðast vera fyrir bí í bili sem og fréttir af kjaramálum benda til minni hættu á að launaliðurinn muni fara út fyrir öll mörk, einkum í ljósi versnandi stöðu ferðaþjónustunnar og þungs reksturs innlendra fyrirtækja.Fá óvænta aðstoð Í Danmörku hefur átt sér stað merkileg þróun undanfarið – japanskir fjárfestar hafa keypt dönsk sértryggð skuldabréf af miklum móð, í heildina yfir 8 milljarða dollara frá árinu 2016 og danskir húsnæðiskaupendur geta í dag fest óverðtryggða vexti til 30 ára í 1,5%, meðal annars með hjálp japanskra sparifjáreigenda. Líkt og Seðlabankinn hefur bent réttilega á, eru svo lágir vextir ekki æskilegir til lengri tíma og eru „sjúkdómseinkenni“ fyrir hagkerfi (eða réttara sagt myntbandalög) sem búa við lágan hagvöxt og verðbólgu. En erlendir fjárfestar hafa hins vegar í Danmörku og víðar þar sem hagkerfi standa traustum fótum með litlar skuldir og hátt lánshæfi, líkt og á litla Íslandi, átt þátt í að lækka vaxtakostnað heimila og fyrirtækja enn frekar. Slíkt ætti alltaf að vera eftirsótt fagnaðarefni, sama hvert vaxtastig viðkomandi lands er. En hér á landi höfum við annan hátt á, og sjáum merki þess undanfarið í hækkun óverðtryggðra fastvaxta húsnæðislána, sem virðast í litlu samræmi við traustar undirstöður hagkerfisins og vænta þróun skammtímavaxta. En yfirlýstur tilgangur hins svokallaða „fjárstreymistækis“ Seðlabankans hefur meðal annars verið fólginn í því að auka aðhald peningastefnunnar. Það hefur nú tekist svo vel, að tekið hefur verið eftir af fræðimönnum í Háskóla Íslands.Höfundur er framkvæmdastjóri sjóða hjá GAMMA.
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar