Lögmaður númer 109 Davíð Þorláksson skrifar 26. september 2018 08:00 Dómsmálaráðuneyti auglýsir laus til umsóknar tuttugu leyfi til að stunda lögmennsku á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum og þrjú leyfi á Akureyri.“ Það er erfitt að ímynda sér nútímalegt vestrænt ríkisvald sem myndi láta sér detta í hug að senda frá sér svona auglýsingu. Eða hvað? Íslenska ríkið auglýsti reyndar síðastliðinn fimmtudag laus til umsóknar tuttugu leyfi til leiguaksturs fólksbifreiða á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum og þrjú á Akureyri. Leigubílstjórar eru eina starfsstéttin á Íslandi sem nýtur verndar með fjöldatakmörkunum. Þessar reglur er nefnilega ekki settar neytendum til hagsbóta, heldur þeim nokkrum hundruðum sem hafa leyfi til að aka leigubílum. Engum hefur tekist að útskýra hvernig stendur á því og af hverju lögmál um framboð og eftirspurn ættu ekki að gilda um þessa atvinnugrein. Aðrir atvinnubílstjórar, svo sem sendi- og rútubílstjórar, virðast ekki vera í vandræðum með að rata um öngstræti hins frjálsa markaðar. Afnám hindrananna myndi hafa margvísleg jákvæð áhrif í för með sér fyrir neytendur og efnahagslífið í heild. Dyr myndu opnast fyrir farveitur, eins og Uber og Lyft sem hafa það að markmiði að greiða fyrir umferð, til að koma inn á markaðinn. Verð mun lækka, þjónusta batna, engin þörf verður fyrir leigubílastæði, sveigjanleiki og öryggi eykst auk þess sem afnámið mun fela í sér þjóðhagslegan ábata. Eftirlitsstofnun EFTA er búin að benda íslenskum stjórnvöldum á að þetta fyrirkomulag standist ekki. Samkeppni og frjáls markaður á nefnilega erindi alls staðar. Það gilda engin sérstök hagfræðilögmál um íslenska leigubílamarkaðinn sem kalla á aðgangshindranir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Davíð Þorláksson Mest lesið Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Skoðun Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Viska bendir á ójöfnuð kynslóðanna Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Dómsmálaráðuneyti auglýsir laus til umsóknar tuttugu leyfi til að stunda lögmennsku á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum og þrjú leyfi á Akureyri.“ Það er erfitt að ímynda sér nútímalegt vestrænt ríkisvald sem myndi láta sér detta í hug að senda frá sér svona auglýsingu. Eða hvað? Íslenska ríkið auglýsti reyndar síðastliðinn fimmtudag laus til umsóknar tuttugu leyfi til leiguaksturs fólksbifreiða á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum og þrjú á Akureyri. Leigubílstjórar eru eina starfsstéttin á Íslandi sem nýtur verndar með fjöldatakmörkunum. Þessar reglur er nefnilega ekki settar neytendum til hagsbóta, heldur þeim nokkrum hundruðum sem hafa leyfi til að aka leigubílum. Engum hefur tekist að útskýra hvernig stendur á því og af hverju lögmál um framboð og eftirspurn ættu ekki að gilda um þessa atvinnugrein. Aðrir atvinnubílstjórar, svo sem sendi- og rútubílstjórar, virðast ekki vera í vandræðum með að rata um öngstræti hins frjálsa markaðar. Afnám hindrananna myndi hafa margvísleg jákvæð áhrif í för með sér fyrir neytendur og efnahagslífið í heild. Dyr myndu opnast fyrir farveitur, eins og Uber og Lyft sem hafa það að markmiði að greiða fyrir umferð, til að koma inn á markaðinn. Verð mun lækka, þjónusta batna, engin þörf verður fyrir leigubílastæði, sveigjanleiki og öryggi eykst auk þess sem afnámið mun fela í sér þjóðhagslegan ábata. Eftirlitsstofnun EFTA er búin að benda íslenskum stjórnvöldum á að þetta fyrirkomulag standist ekki. Samkeppni og frjáls markaður á nefnilega erindi alls staðar. Það gilda engin sérstök hagfræðilögmál um íslenska leigubílamarkaðinn sem kalla á aðgangshindranir.
Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar