Ríkið beðið um aðstoð við að breyta sulli í gull í Árborg Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 25. september 2018 07:30 Mynd af tveggja þrepa hreinsistöð með beltasíun eins og verður í nýju tveggja þrepa hreinsistöðinni við bakka Ölfusár á Selfossi. Fráveitumál í Sveitarfélaginu Árborg hafa lengi verið til vandræða, ekki síst á Selfossi þar sem allt skolp fer óhreinsað út í Ölfusá. Nú á að fara að taka á málinu með byggingu tveggja þrepa hreinsistöðvar við bakka Ölfusár við Geitanes sem verður mun ódýrari framkvæmd vegna nýrra lausna á sviði fráveitna.Ölfusá skilgreind sem viðtaki „Síðustu ár hafa bæjaryfirvöld hér verið að lemja hausnum í stein og reynt að fá Ölfusá skilgreinda sem síður viðkvæman viðtaka gagnvart stjórnvöldum og eftirlitsaðilum, þegar áin er skilgreind sem venjulegur viðtaki samkvæmt lögum og reglugerðum. Fráveituvatn sem leitt er út í síður viðkvæman viðtaka þarf einungis eins þreps hreinsun eða grófhreinsun eins og það er stundum kallað og átti samkvæmt áætlunum fyrri bæjarstjórnarmeirihluta að setja upp við Ölfusá. En aftur á móti áður en fráveituvatn er leitt út í venjulegan viðtaka eins og Ölfusáin er skilgreind, þá þarf tveggja þrepa hreinsun,“ segir Tómas Ellert Tómasson, bæjarfulltrú í meirihlutanum og formaður framkvæmda og veitustjórnar í Árborg. Með tveggja þrepa hreinsun er fráveituvatn fyrst grófhreinsað, svo fer það í gegnum það sem kallað er annað þrep en það þrep miðar að því að ná niður magni svifagna og lífræns efnis í fráveituvatninu áður en það er losað í viðtakann.Tómas Ellert Tómasson, formaður framkvæmda og veitustjórnar Árborgar í pontu á fundi bæjarstjórnar Árborgar.Magnús Hlynur Hreiðarsson.„Það er svo hægt að ná niður magni þessara svifagna og lífræns efnis með ýmsum aðferðum svo sem setlaugum og slíku sem taka mikið pláss og eru kostnaðarsamar í framkvæmd. En nú er sem sagt komin fram tækni sem byggir á beltasíun sem er mun minni umfangs og töluvert ódýrari kostur en eldri lausnir. Það er svo mögulegt, ef þurfa þykir, að bæta við þriðja og síðasta hreinsunarþrepinu aftan við þetta hreinsivirki, sem myndi gera fráveituvatnið svo tært að það verði orðið drykkjarhæft áður en það er losað í Ölfusá,“ segir Tómas.Tveggja þrepa hreinsistöð fyrir 1,2 milljarð króna Nú hefur verið ákveðið að koma upp tveggja þrepa hreinsistöð við Ölfusá sem mun kosta 1,2 til 1,5 milljarða króna en áður var talið að þessi kostnaður yrði á bilinu 5 til 6 milljarðar króna. „Við gerum ráð fyrir því að framkvæmdir við tveggja þrepa hreinsistöðina muni hefjast næsta haust, þ.e. haustið 2019 og að stöðin muni verða tekin í notkun árið 2021. Samhliða byggingu hennar munum við vinna að framtíðarlausn á fráveitumálum við strandlengjuna og láta kanna hvort að beltasíun henti ekki einnig þar. Það er mikið fagnaðarefni fyrir bæjaryfirvöld og íbúa í Árborg að komin sé fram lausn á mesta fráveituvanda sveitarfélagsins á ásættanlegu verði. Komandi framkvæmdir eru þó engu að síður dýrar og það myndi hjálpa okkur og öðrum sveitarfélögum mikið sem standa í svipuðum sporum að ríkisstjórnin sem nú er við völd myndi hætta að rukka inn virðisaukaskatt af slíkum framkvæmdum líkt og gert var á árunum 1995 til 2008,“ segir Tómas Ellert. „Ég skora hér með á ríkisstjórnina og alþingismenn að koma nú til móts við byggðir landsins í komandi fjárlögum og fella niður virðisaukaskatt af fráveituframkvæmdum, enda í hæsta móti óeðlilegt að ríkið sé að hafa tekjur af skólpi. Aðstoðið okkur frekar við að breyta þessu sulli í gull.“ Stj.mál Sveitarstjórnarmál Umhverfismál Tengdar fréttir Fáar íbúðir í byggingu handa þeim sem hafa lítið eigið fé Hlutfall nýrra íbúða af íbúðaviðskiptum hefur farið stöðugt vaxandi síðustu ár og er fjórtán prósent nú samkvæmt nýrri greiningu Íbúðalánasjóðs. Fermetraverð nýrra íbúða í Reykjavík er um þriðjungi hærra en eldri íbúða. Stærstur hluti nýrra íbúða sem eru 120 fermetrar og minni seljast á eða yfir ásettu verði. 21. september 2018 08:00 Karlkyns kennarar kenni strákum kynfræðslu Ungmennaráð Árborgar vill að karlkynskennarar kenni líka strákum kynfræðslu. 20. september 2018 14:33 Nýr fimm milljóna króna bíll keyptur fyrir bæjarstjóra Árborgar Gísli Halldór Halldórsson, nýr bæjarstjóri í Árborg fær splunkunýjan bíl til afnota frá sveitarfélaginu. 8. september 2018 09:38 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Fráveitumál í Sveitarfélaginu Árborg hafa lengi verið til vandræða, ekki síst á Selfossi þar sem allt skolp fer óhreinsað út í Ölfusá. Nú á að fara að taka á málinu með byggingu tveggja þrepa hreinsistöðvar við bakka Ölfusár við Geitanes sem verður mun ódýrari framkvæmd vegna nýrra lausna á sviði fráveitna.Ölfusá skilgreind sem viðtaki „Síðustu ár hafa bæjaryfirvöld hér verið að lemja hausnum í stein og reynt að fá Ölfusá skilgreinda sem síður viðkvæman viðtaka gagnvart stjórnvöldum og eftirlitsaðilum, þegar áin er skilgreind sem venjulegur viðtaki samkvæmt lögum og reglugerðum. Fráveituvatn sem leitt er út í síður viðkvæman viðtaka þarf einungis eins þreps hreinsun eða grófhreinsun eins og það er stundum kallað og átti samkvæmt áætlunum fyrri bæjarstjórnarmeirihluta að setja upp við Ölfusá. En aftur á móti áður en fráveituvatn er leitt út í venjulegan viðtaka eins og Ölfusáin er skilgreind, þá þarf tveggja þrepa hreinsun,“ segir Tómas Ellert Tómasson, bæjarfulltrú í meirihlutanum og formaður framkvæmda og veitustjórnar í Árborg. Með tveggja þrepa hreinsun er fráveituvatn fyrst grófhreinsað, svo fer það í gegnum það sem kallað er annað þrep en það þrep miðar að því að ná niður magni svifagna og lífræns efnis í fráveituvatninu áður en það er losað í viðtakann.Tómas Ellert Tómasson, formaður framkvæmda og veitustjórnar Árborgar í pontu á fundi bæjarstjórnar Árborgar.Magnús Hlynur Hreiðarsson.„Það er svo hægt að ná niður magni þessara svifagna og lífræns efnis með ýmsum aðferðum svo sem setlaugum og slíku sem taka mikið pláss og eru kostnaðarsamar í framkvæmd. En nú er sem sagt komin fram tækni sem byggir á beltasíun sem er mun minni umfangs og töluvert ódýrari kostur en eldri lausnir. Það er svo mögulegt, ef þurfa þykir, að bæta við þriðja og síðasta hreinsunarþrepinu aftan við þetta hreinsivirki, sem myndi gera fráveituvatnið svo tært að það verði orðið drykkjarhæft áður en það er losað í Ölfusá,“ segir Tómas.Tveggja þrepa hreinsistöð fyrir 1,2 milljarð króna Nú hefur verið ákveðið að koma upp tveggja þrepa hreinsistöð við Ölfusá sem mun kosta 1,2 til 1,5 milljarða króna en áður var talið að þessi kostnaður yrði á bilinu 5 til 6 milljarðar króna. „Við gerum ráð fyrir því að framkvæmdir við tveggja þrepa hreinsistöðina muni hefjast næsta haust, þ.e. haustið 2019 og að stöðin muni verða tekin í notkun árið 2021. Samhliða byggingu hennar munum við vinna að framtíðarlausn á fráveitumálum við strandlengjuna og láta kanna hvort að beltasíun henti ekki einnig þar. Það er mikið fagnaðarefni fyrir bæjaryfirvöld og íbúa í Árborg að komin sé fram lausn á mesta fráveituvanda sveitarfélagsins á ásættanlegu verði. Komandi framkvæmdir eru þó engu að síður dýrar og það myndi hjálpa okkur og öðrum sveitarfélögum mikið sem standa í svipuðum sporum að ríkisstjórnin sem nú er við völd myndi hætta að rukka inn virðisaukaskatt af slíkum framkvæmdum líkt og gert var á árunum 1995 til 2008,“ segir Tómas Ellert. „Ég skora hér með á ríkisstjórnina og alþingismenn að koma nú til móts við byggðir landsins í komandi fjárlögum og fella niður virðisaukaskatt af fráveituframkvæmdum, enda í hæsta móti óeðlilegt að ríkið sé að hafa tekjur af skólpi. Aðstoðið okkur frekar við að breyta þessu sulli í gull.“
Stj.mál Sveitarstjórnarmál Umhverfismál Tengdar fréttir Fáar íbúðir í byggingu handa þeim sem hafa lítið eigið fé Hlutfall nýrra íbúða af íbúðaviðskiptum hefur farið stöðugt vaxandi síðustu ár og er fjórtán prósent nú samkvæmt nýrri greiningu Íbúðalánasjóðs. Fermetraverð nýrra íbúða í Reykjavík er um þriðjungi hærra en eldri íbúða. Stærstur hluti nýrra íbúða sem eru 120 fermetrar og minni seljast á eða yfir ásettu verði. 21. september 2018 08:00 Karlkyns kennarar kenni strákum kynfræðslu Ungmennaráð Árborgar vill að karlkynskennarar kenni líka strákum kynfræðslu. 20. september 2018 14:33 Nýr fimm milljóna króna bíll keyptur fyrir bæjarstjóra Árborgar Gísli Halldór Halldórsson, nýr bæjarstjóri í Árborg fær splunkunýjan bíl til afnota frá sveitarfélaginu. 8. september 2018 09:38 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Fáar íbúðir í byggingu handa þeim sem hafa lítið eigið fé Hlutfall nýrra íbúða af íbúðaviðskiptum hefur farið stöðugt vaxandi síðustu ár og er fjórtán prósent nú samkvæmt nýrri greiningu Íbúðalánasjóðs. Fermetraverð nýrra íbúða í Reykjavík er um þriðjungi hærra en eldri íbúða. Stærstur hluti nýrra íbúða sem eru 120 fermetrar og minni seljast á eða yfir ásettu verði. 21. september 2018 08:00
Karlkyns kennarar kenni strákum kynfræðslu Ungmennaráð Árborgar vill að karlkynskennarar kenni líka strákum kynfræðslu. 20. september 2018 14:33
Nýr fimm milljóna króna bíll keyptur fyrir bæjarstjóra Árborgar Gísli Halldór Halldórsson, nýr bæjarstjóri í Árborg fær splunkunýjan bíl til afnota frá sveitarfélaginu. 8. september 2018 09:38