Telur veggjaldið of hátt Sveinn Arnarsson skrifar 25. september 2018 06:00 Vaðlaheiðargöng verða brátt opnuð. Fréttablaðið/Auðunn Samgöngur Tvö þúsund króna veggjald í Vaðlaheiðargöng er of hátt að mati Jóns Þorvaldar Heiðarssonar, lektors við viðskipta- og raunvísindasvið Háskólans á Akureyri, sem hefur í hátt á annan áratug rannsakað greiðsluvilja vegfarenda. Hann telur ólíklegt að margir nýti sér göngin á því verði. Rekstraraðili Vaðlaheiðarganga ætlar að mæta tryggum viðskiptavinum með ríkulegum afsláttarkjörum. „Ég gæti trúað því að stakt gjald, tæpar 2.000 krónur, sé of hátt og að fáir muni aka í gegnum göngin á því verði og fari þá frekar yfir Víkurskarð. Hins vegar munu vafalaust einhverjir annaðhvort slysast til að aka göngin á því verði eða neyðast til þess í einhverjum tilvikum,“ segir Jón Þorvaldur. Samkvæmt drögum að verðskrá Vaðlaheiðarganga, sem Fréttablaðið hefur undir höndum, nær 2.000 króna hæsta veggjaldið aðeins til þeirra sem ekki hafa forskráð ökutæki sitt á netinu áður en keyrt er í gegn og fá reikning þar að lútandi sendan heim. Ofan á það leggst innheimtukostnaður. Hundrað ferða áskriftarleið myndi kosta 40.000 krónur, eða 400 krónur á hverja ferð, sem er afsláttur upp á 80 prósent. Því gætu heimamenn fengið mikinn afslátt á meðan aðrir þyrftu að greiða hærra verð sökum fjarlægðar. „Þegar Hvalfjarðargöngin voru opnuð árið 1998 greiddu vegfarendur sem voru að fara hringveginn sem samsvarar 23,8 krónum á hvern sparaðan kílómetra. Með því að uppreikna þá tölu miðað við vísitölu neysluverðs og vegstyttingu um 15,6 kílómetra ætti gjaldið í Vaðlaheiðargöng að vera um 921 króna,“ bætir Jón Þorvaldur við. Þó aðrir mælikvarðar séu notaðir nær það ekki hinum umtöluðu 2.000 krónum. „Svo má spyrja sig hvort það sé réttur mælikvarði. Ef við uppreiknum gjaldið miðað við verð á bensíni ætti veggjaldið að vera um 1.100 krónur. Einnig ef við uppreiknum þetta miðað við launavísitölu ætti gjaldið að vera um 1.500 krónur.“ Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Tengdar fréttir Tvöfalt dýrara í Vaðlaheiðargöngin en Hvalfjarðargöngin Búast má við að veggjöld um Vaðlaheiðargöng sem opnuð verða á næstunni verði allt að tvöfalt hærri en verið hafi um Hvalfjarðargöng og muni skila um 800 milljónum króna á ári. 24. september 2018 13:03 Stefna á að taka Vaðlaheiðargöng í notkun í byrjun desember Framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga hf. segir að kostnaðurinn muni rúmast innan lánsheimildarinnar frá ríkinu. 7. september 2018 18:33 Sjáðu hvernig Vaðlaheiðargöng líta út í dag Um 70 manns vinna nú hörðum höndum að því að ljúka framkvæmdum við Vaðlaheiðargöngin. Verklok eru áætluð 30. nóvember næstkomandi og segir framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga að mikilvægt hafi verið að festa niður dagsetningu verkloka. 16. september 2018 10:00 Mest lesið Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Erlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent Fleiri fréttir Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Samningar í höfn við sveitarfélögin en ekki ríkið Sjá meira
Samgöngur Tvö þúsund króna veggjald í Vaðlaheiðargöng er of hátt að mati Jóns Þorvaldar Heiðarssonar, lektors við viðskipta- og raunvísindasvið Háskólans á Akureyri, sem hefur í hátt á annan áratug rannsakað greiðsluvilja vegfarenda. Hann telur ólíklegt að margir nýti sér göngin á því verði. Rekstraraðili Vaðlaheiðarganga ætlar að mæta tryggum viðskiptavinum með ríkulegum afsláttarkjörum. „Ég gæti trúað því að stakt gjald, tæpar 2.000 krónur, sé of hátt og að fáir muni aka í gegnum göngin á því verði og fari þá frekar yfir Víkurskarð. Hins vegar munu vafalaust einhverjir annaðhvort slysast til að aka göngin á því verði eða neyðast til þess í einhverjum tilvikum,“ segir Jón Þorvaldur. Samkvæmt drögum að verðskrá Vaðlaheiðarganga, sem Fréttablaðið hefur undir höndum, nær 2.000 króna hæsta veggjaldið aðeins til þeirra sem ekki hafa forskráð ökutæki sitt á netinu áður en keyrt er í gegn og fá reikning þar að lútandi sendan heim. Ofan á það leggst innheimtukostnaður. Hundrað ferða áskriftarleið myndi kosta 40.000 krónur, eða 400 krónur á hverja ferð, sem er afsláttur upp á 80 prósent. Því gætu heimamenn fengið mikinn afslátt á meðan aðrir þyrftu að greiða hærra verð sökum fjarlægðar. „Þegar Hvalfjarðargöngin voru opnuð árið 1998 greiddu vegfarendur sem voru að fara hringveginn sem samsvarar 23,8 krónum á hvern sparaðan kílómetra. Með því að uppreikna þá tölu miðað við vísitölu neysluverðs og vegstyttingu um 15,6 kílómetra ætti gjaldið í Vaðlaheiðargöng að vera um 921 króna,“ bætir Jón Þorvaldur við. Þó aðrir mælikvarðar séu notaðir nær það ekki hinum umtöluðu 2.000 krónum. „Svo má spyrja sig hvort það sé réttur mælikvarði. Ef við uppreiknum gjaldið miðað við verð á bensíni ætti veggjaldið að vera um 1.100 krónur. Einnig ef við uppreiknum þetta miðað við launavísitölu ætti gjaldið að vera um 1.500 krónur.“
Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Tengdar fréttir Tvöfalt dýrara í Vaðlaheiðargöngin en Hvalfjarðargöngin Búast má við að veggjöld um Vaðlaheiðargöng sem opnuð verða á næstunni verði allt að tvöfalt hærri en verið hafi um Hvalfjarðargöng og muni skila um 800 milljónum króna á ári. 24. september 2018 13:03 Stefna á að taka Vaðlaheiðargöng í notkun í byrjun desember Framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga hf. segir að kostnaðurinn muni rúmast innan lánsheimildarinnar frá ríkinu. 7. september 2018 18:33 Sjáðu hvernig Vaðlaheiðargöng líta út í dag Um 70 manns vinna nú hörðum höndum að því að ljúka framkvæmdum við Vaðlaheiðargöngin. Verklok eru áætluð 30. nóvember næstkomandi og segir framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga að mikilvægt hafi verið að festa niður dagsetningu verkloka. 16. september 2018 10:00 Mest lesið Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Erlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent Fleiri fréttir Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Samningar í höfn við sveitarfélögin en ekki ríkið Sjá meira
Tvöfalt dýrara í Vaðlaheiðargöngin en Hvalfjarðargöngin Búast má við að veggjöld um Vaðlaheiðargöng sem opnuð verða á næstunni verði allt að tvöfalt hærri en verið hafi um Hvalfjarðargöng og muni skila um 800 milljónum króna á ári. 24. september 2018 13:03
Stefna á að taka Vaðlaheiðargöng í notkun í byrjun desember Framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga hf. segir að kostnaðurinn muni rúmast innan lánsheimildarinnar frá ríkinu. 7. september 2018 18:33
Sjáðu hvernig Vaðlaheiðargöng líta út í dag Um 70 manns vinna nú hörðum höndum að því að ljúka framkvæmdum við Vaðlaheiðargöngin. Verklok eru áætluð 30. nóvember næstkomandi og segir framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga að mikilvægt hafi verið að festa niður dagsetningu verkloka. 16. september 2018 10:00