Sárvantar fagfólk á Landspítala Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 24. september 2018 19:53 Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri flæðisviðs Landspítala. Fjörutíu sjúkrarúm á Landspítalanum standa ónotuð vegna manneklu og ekki var hægt að leggja inn hátt í 40 sjúklinga í morgun. Um tvö hundruð manns bíða eftir að komast inn á hjúkrunarheimili og farið er að bera á ákveðnu vonleysi hjá starfsfólki vegna vandans, að sögn framkvæmdastjóra flæðissviðs spítalans. Landspítalinn sendi frá sér tilkynningu fyrir helgi þar sem kom fram að forgangsraðað væri á bráðamóttöku vegna álags. Í morgun var ekki hægt að taka á móti 38 einstaklingum sem þurftu innlögn á Landsspítalann. Þá eru 40 rúm eru lokuð vegna skorts á hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum. Loks er ekki hægt að útskrifa stóran hóp fólks vegna skorts á hjúkrunarheimilum að sögn framkvæmdastjóra flæðissviðs. „131 einstaklingur sem annars vegar er á biðdeild, sem er þá Vífilsstaðir eða biðdeildin á Akranesi. Síðan eru 66 sjúklingar sem bíða á bráðadeildunum eftir að komast inn á hjúkrunarheimili. Þetta er hluti af vandanum,“ segir Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri flæðisviðs Landspítala. „Annað er líka mönnun. Það hefur komið ítrekað fram í fjölmiðlum. Það er skortur á fagfólki. Sérstaklega hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum. Það er mikil vöntun á þessum stéttum og það gefur í ef eitthvað er.“ Haustið hefur verið óvenju erfitt á Landspítalanum og segir Guðlaug margar ástæður fyrir því. Þjóðin sé að eldast og það séu of fáir hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar að útskrifast. Allt samfélagið þurfi að taka á þessum vanda. Guðlaug segir þetta vanda spítalans í heild. „Ég veit ekki til þess að nein deild sé undanskilin. Við erum öll að takast á við þetta verkefni.“ Hún segir gríðarlegt álag á starfsfólk. „Þetta hefur þau áhrif að fólk, ég myndi ekki segja örmagnast, en það verður svona ákveðið vonleysi.“ Heilbrigðismál Mest lesið Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð Innlent Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Innlent Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Fleiri fréttir Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Sjá meira
Fjörutíu sjúkrarúm á Landspítalanum standa ónotuð vegna manneklu og ekki var hægt að leggja inn hátt í 40 sjúklinga í morgun. Um tvö hundruð manns bíða eftir að komast inn á hjúkrunarheimili og farið er að bera á ákveðnu vonleysi hjá starfsfólki vegna vandans, að sögn framkvæmdastjóra flæðissviðs spítalans. Landspítalinn sendi frá sér tilkynningu fyrir helgi þar sem kom fram að forgangsraðað væri á bráðamóttöku vegna álags. Í morgun var ekki hægt að taka á móti 38 einstaklingum sem þurftu innlögn á Landsspítalann. Þá eru 40 rúm eru lokuð vegna skorts á hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum. Loks er ekki hægt að útskrifa stóran hóp fólks vegna skorts á hjúkrunarheimilum að sögn framkvæmdastjóra flæðissviðs. „131 einstaklingur sem annars vegar er á biðdeild, sem er þá Vífilsstaðir eða biðdeildin á Akranesi. Síðan eru 66 sjúklingar sem bíða á bráðadeildunum eftir að komast inn á hjúkrunarheimili. Þetta er hluti af vandanum,“ segir Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri flæðisviðs Landspítala. „Annað er líka mönnun. Það hefur komið ítrekað fram í fjölmiðlum. Það er skortur á fagfólki. Sérstaklega hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum. Það er mikil vöntun á þessum stéttum og það gefur í ef eitthvað er.“ Haustið hefur verið óvenju erfitt á Landspítalanum og segir Guðlaug margar ástæður fyrir því. Þjóðin sé að eldast og það séu of fáir hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar að útskrifast. Allt samfélagið þurfi að taka á þessum vanda. Guðlaug segir þetta vanda spítalans í heild. „Ég veit ekki til þess að nein deild sé undanskilin. Við erum öll að takast á við þetta verkefni.“ Hún segir gríðarlegt álag á starfsfólk. „Þetta hefur þau áhrif að fólk, ég myndi ekki segja örmagnast, en það verður svona ákveðið vonleysi.“
Heilbrigðismál Mest lesið Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð Innlent Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Innlent Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Fleiri fréttir Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Sjá meira