„Óheppilegt hefur formið verið“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. september 2018 18:15 Þingmenn stjórnarandstöðunnar beindu spjótum sínum að Sigurði Inga Jóhannssyni samgönguráðherra á Alþingi í dag. Vísir/Vilhelm Þingmenn stjórnarandstöðunnar lýstu óánægju sinni á Alþingi í dag með að innihald samgönguáætlunar hafi verið birt í fjölmiðlum, áður en drög voru kynnt þinginu. Samgönguráðherra segir óheppilegt að málið hafi komið fram með þessum hætti. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 á fimmtudaginn var greint frá helstu tillögum sem boðaðar eru í nýrri samgönguáætlun. Daginn eftir birti samgönguráðherra yfirlit yfir helstu framkvæmdir til næstu fimmtán ára, með fyrirvara um samþykkt stjórnarþingflokkanna. Fjöldi þingmanna stjórnarandstöðunnar kvöddu sér hljóðs á Alþingi í dag þar sem þeir gagnrýndu að þeim hafi ekki verið kynnt samgönguáætlun, áður en greint var frá innihaldi hennar í fjölmiðlum. Drögin höfðu verið kynnt þingmönnum stjórnarflokkanna. „Einhver, hvort sem það er nú ráðherra sjálfur eða þingmenn stjórnarflokkanna, hefur séð ástæðu til þess að leka þessari samgönguáætlun í fjölmiðla. Við höfum bara séð myndir af henni, líklega á Stöð 2 ef ég man rétt, úr þessum pappír. Á meðan hefur stjórnarandstaðan ekkert fengið að vita,“ sagði Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins. Fleiri tóku í sama streng, meðal annars Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. „Við höfum líka alla helgina þurft að vera að svara fyrir eitthvað sem að við höfum bara aldrei séð,“ sagði Helga Vala. „Ég er meðlimur í umhverfis- og samgöngunefnd og ég hef engin svör vegna þess að ég hef ekki fengið þessa samgönguáætlun sem allir aðrir virðast hafa fengið,“ sagði Karl Gauti Hjaltason, þingmaður Flokks fólksins. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra sagði eðlilegt að umfjöllun ljúki innan stjórnarflokkanna áður en samgönguáætlun verði kynnt í heild sinni. „Hins vegar þá væri það alveg í lófa lagið að boða til fundar í umhverfis- og samgöngunefnd og fara yfir þessi meginatriði, til að mynda á morgun ef að það væri flötur á því,“ sagði Sigurður Ingi. „En óheppilegt hefur formið verið.“ Tengdar fréttir Reykjanesbraut í Hafnarfirði næsta stórverkefni í vegagerð Tvöföldun Reykjanesbrautar við Hafnarfjörð, breikkun Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss og Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verða stærstu nýframkvæmdir næsta árs, samkvæmt samgönguáætlun. 19. september 2018 20:45 Austfirðingar ósáttir með samgönguáætlun Stjórn Sambands sveitarfélaga á Austurlandi segir framkvæmdir og viðhald vega í fjórðungnum hafa verið í algeru lágmarki á síðustu árum. 21. september 2018 17:59 Samgönguáætlun boðar lengri bið eftir stórverkum í vegagerð Tvöföldun Reykjanesbrautar klárast eftir fimmtán ár, jarðgöng til Seyðisfjarðar frestast um áratug, engin fjárveiting er í Sundabraut og minnst áratugur er í að Miklabraut fari í stokk. Þessi tíðindi birtast í nýrri samgönguáætlun. 20. september 2018 19:45 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Sjá meira
Þingmenn stjórnarandstöðunnar lýstu óánægju sinni á Alþingi í dag með að innihald samgönguáætlunar hafi verið birt í fjölmiðlum, áður en drög voru kynnt þinginu. Samgönguráðherra segir óheppilegt að málið hafi komið fram með þessum hætti. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 á fimmtudaginn var greint frá helstu tillögum sem boðaðar eru í nýrri samgönguáætlun. Daginn eftir birti samgönguráðherra yfirlit yfir helstu framkvæmdir til næstu fimmtán ára, með fyrirvara um samþykkt stjórnarþingflokkanna. Fjöldi þingmanna stjórnarandstöðunnar kvöddu sér hljóðs á Alþingi í dag þar sem þeir gagnrýndu að þeim hafi ekki verið kynnt samgönguáætlun, áður en greint var frá innihaldi hennar í fjölmiðlum. Drögin höfðu verið kynnt þingmönnum stjórnarflokkanna. „Einhver, hvort sem það er nú ráðherra sjálfur eða þingmenn stjórnarflokkanna, hefur séð ástæðu til þess að leka þessari samgönguáætlun í fjölmiðla. Við höfum bara séð myndir af henni, líklega á Stöð 2 ef ég man rétt, úr þessum pappír. Á meðan hefur stjórnarandstaðan ekkert fengið að vita,“ sagði Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins. Fleiri tóku í sama streng, meðal annars Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. „Við höfum líka alla helgina þurft að vera að svara fyrir eitthvað sem að við höfum bara aldrei séð,“ sagði Helga Vala. „Ég er meðlimur í umhverfis- og samgöngunefnd og ég hef engin svör vegna þess að ég hef ekki fengið þessa samgönguáætlun sem allir aðrir virðast hafa fengið,“ sagði Karl Gauti Hjaltason, þingmaður Flokks fólksins. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra sagði eðlilegt að umfjöllun ljúki innan stjórnarflokkanna áður en samgönguáætlun verði kynnt í heild sinni. „Hins vegar þá væri það alveg í lófa lagið að boða til fundar í umhverfis- og samgöngunefnd og fara yfir þessi meginatriði, til að mynda á morgun ef að það væri flötur á því,“ sagði Sigurður Ingi. „En óheppilegt hefur formið verið.“
Tengdar fréttir Reykjanesbraut í Hafnarfirði næsta stórverkefni í vegagerð Tvöföldun Reykjanesbrautar við Hafnarfjörð, breikkun Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss og Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verða stærstu nýframkvæmdir næsta árs, samkvæmt samgönguáætlun. 19. september 2018 20:45 Austfirðingar ósáttir með samgönguáætlun Stjórn Sambands sveitarfélaga á Austurlandi segir framkvæmdir og viðhald vega í fjórðungnum hafa verið í algeru lágmarki á síðustu árum. 21. september 2018 17:59 Samgönguáætlun boðar lengri bið eftir stórverkum í vegagerð Tvöföldun Reykjanesbrautar klárast eftir fimmtán ár, jarðgöng til Seyðisfjarðar frestast um áratug, engin fjárveiting er í Sundabraut og minnst áratugur er í að Miklabraut fari í stokk. Þessi tíðindi birtast í nýrri samgönguáætlun. 20. september 2018 19:45 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Sjá meira
Reykjanesbraut í Hafnarfirði næsta stórverkefni í vegagerð Tvöföldun Reykjanesbrautar við Hafnarfjörð, breikkun Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss og Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verða stærstu nýframkvæmdir næsta árs, samkvæmt samgönguáætlun. 19. september 2018 20:45
Austfirðingar ósáttir með samgönguáætlun Stjórn Sambands sveitarfélaga á Austurlandi segir framkvæmdir og viðhald vega í fjórðungnum hafa verið í algeru lágmarki á síðustu árum. 21. september 2018 17:59
Samgönguáætlun boðar lengri bið eftir stórverkum í vegagerð Tvöföldun Reykjanesbrautar klárast eftir fimmtán ár, jarðgöng til Seyðisfjarðar frestast um áratug, engin fjárveiting er í Sundabraut og minnst áratugur er í að Miklabraut fari í stokk. Þessi tíðindi birtast í nýrri samgönguáætlun. 20. september 2018 19:45