Ætlum við virkilega að gefast upp? Þórir Garðarsson skrifar 24. september 2018 12:30 Erlendum fyrirtækjum og þjónustuaðilum fjölgar sem aldrei fyrr í ferðaþjónustunni hér á landi. Stór hluti þeirra starfar fyrir utan íslenska kerfið, skila ekki sköttum og borga ekki laun eftir kjarasamningum. Þannig hafa þau mun lægri kostnað en innlend fyrirtæki og hirða af þeim bein og óbein viðskipti. Þessi erlendu sníkjufyrirtæki breiðast út eins og kerfillinn; skilja eftir sig sviðna jörð líkt sú skaðræðisplanta. Við í ferðaþjónustunni sjáum þessa óskráðu erlendu þjónustuaðila út um allt, þar á meðal eru ferðaskrifstofur, ferðaskipuleggjendur, hópferðafyrirtæki, leiðsögumenn og verktakar. Nýverið hefur heyrst af kínverskum og indverskum ferðafyrirtækjum sem þjónusta landsmenn sína hér á landi með þessum hætti. Íslenska hagkerfið fær lítið sem ekkert út úr þessum fyrirtækjum. Arðurinn af upplifuninni sem Ísland hefur að bjóða fer úr landi. Vegna erlendra undirboða hafa íslensk fyrirtæki verið missa viðskipti og hafa neyðst til að segja upp starfsfólki. Þau eru ekki samkeppnisfær í þessum aðstæðum.Sofið á aðgerðunum Ferðamálaráð og starfshópur á vegum efnahags- og fjármálaráðherra lögðu síðasta sumar fram ítarlegar tillögur um aðgerðir til að taka á útbreiðslu erlendrar brotastarfsemi í ferðaþjónustunni. Meira en ár er liðið, en ekkert bólar á því að ráðherrar leggi fram nauðsynleg lagafrumvörp eða reglugerðir til að uppræta þessi lögbrot. Þetta er fullkomlega óþolandi sofandaháttur. Að sjálfsögðu eru þessi erlendu undirboð og skattsvik ólögleg. En eftirlit og eftirfylgni er í skötulíki. Sektarheimildir og viðurlög eru vart fyrir hendi. Úr því þarf að bæta, en ráðherrar láta bara reka á reiðanum. Erlendu fyrirtækin hafa fyrir löngu áttað sig á að þau hafa ekkert að óttast af hálfu svifaseinna og getulausra íslenskra stjórnvalda. Ágætt væri líka að heyra eitthvað frá SAF, Samtökum ferðaþjónustunnar og SA, Samtökum atvinnulífsins. Þessi samtök eiga að gæta hagsmuna íslenskra fyrirtækja. Við hljótum að geta gert þá kröfu til þeirra að spyrna við af festu og krefjast jafnræðis fyrir íslensk fyrirtæki í ferðaþjónustunni.Lélegri upplifun ferðamanna Lágur launakostnaður og skattaundanskot erlendu fyrirtækjanna skilar sér ekki nema að mjög takmörkuðu leyti til viðskiptavina þeirra. Fyrirtækin hagnast einfaldlega meira enda eru þau ekkert sérstaklega að lækka verðið til ferðamannsins. Vanþekking illa launaðra erlendra starfsmanna á Íslandi bitnar hins vegar á gæðum þjónustunnar. Fyrir ferðamanninn verður kostnaður við Íslandsferðina of hár miðað við gæði.Verðum frekar Singapúr norðursins Íslenska hagkerfið hagnast ekkert á erlendum ferðafyrirtækjum sem stunda félagsleg undirboð og sleppa við réttmætar skattgreiðslur. Ísland er dýrt ferðamannaland og svo hefur alltaf verið. Markmið okkar á að vera að Ísland sé gæðaáfangastaður sem standi undir þvi verði sem Íslandsferðin kostar. Ísland getur auðveldlega orðið Singapúr norðursins, sem fjöldi ferðamanna heimsækir í trausti þess að innviðir og gæði þjónustunnar standi undir hærra verði en margir áfangastaðir í norður og suður Evrópu. Hreint ótrúlegt er ef stjórnvöld ætla bara að leggjast á bakið og gera ekkert til að tryggja að við Íslendingar höldum réttmætum ávinningi af stærstu atvinnugrein þjóðarinnar.Höfundur er stjórnarformaður Gray Line. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórir Garðarsson Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Heimskasta þjóð í heimi. Sverrir Björnsson Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi. Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Ég býð mig fram fyrir framtíðarkynslóðir Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gera þarf skurk í búsetumálum eldri borgara Ólafur Ísleifsson skrifar Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Vilt þú breytingu á stjórn landsins? Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson skrifar Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar Skoðun Búsetufrelsi og lögheimilisskráning Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og aðrar villur í umræðunni um Evrópusambandið Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar Skoðun Þess vegna er ég á lista VG í Suðurkjördæmi Þorsteinn Ólafsson skrifar Skoðun Svínsleg mismunun gagnvart eldra fólki Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Hverjir myrða konur? Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Það sé ykkur til fæðu“ - hugleiðing um jólamat Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Ferðafrelsið er dýrmætt Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson skrifar Sjá meira
Erlendum fyrirtækjum og þjónustuaðilum fjölgar sem aldrei fyrr í ferðaþjónustunni hér á landi. Stór hluti þeirra starfar fyrir utan íslenska kerfið, skila ekki sköttum og borga ekki laun eftir kjarasamningum. Þannig hafa þau mun lægri kostnað en innlend fyrirtæki og hirða af þeim bein og óbein viðskipti. Þessi erlendu sníkjufyrirtæki breiðast út eins og kerfillinn; skilja eftir sig sviðna jörð líkt sú skaðræðisplanta. Við í ferðaþjónustunni sjáum þessa óskráðu erlendu þjónustuaðila út um allt, þar á meðal eru ferðaskrifstofur, ferðaskipuleggjendur, hópferðafyrirtæki, leiðsögumenn og verktakar. Nýverið hefur heyrst af kínverskum og indverskum ferðafyrirtækjum sem þjónusta landsmenn sína hér á landi með þessum hætti. Íslenska hagkerfið fær lítið sem ekkert út úr þessum fyrirtækjum. Arðurinn af upplifuninni sem Ísland hefur að bjóða fer úr landi. Vegna erlendra undirboða hafa íslensk fyrirtæki verið missa viðskipti og hafa neyðst til að segja upp starfsfólki. Þau eru ekki samkeppnisfær í þessum aðstæðum.Sofið á aðgerðunum Ferðamálaráð og starfshópur á vegum efnahags- og fjármálaráðherra lögðu síðasta sumar fram ítarlegar tillögur um aðgerðir til að taka á útbreiðslu erlendrar brotastarfsemi í ferðaþjónustunni. Meira en ár er liðið, en ekkert bólar á því að ráðherrar leggi fram nauðsynleg lagafrumvörp eða reglugerðir til að uppræta þessi lögbrot. Þetta er fullkomlega óþolandi sofandaháttur. Að sjálfsögðu eru þessi erlendu undirboð og skattsvik ólögleg. En eftirlit og eftirfylgni er í skötulíki. Sektarheimildir og viðurlög eru vart fyrir hendi. Úr því þarf að bæta, en ráðherrar láta bara reka á reiðanum. Erlendu fyrirtækin hafa fyrir löngu áttað sig á að þau hafa ekkert að óttast af hálfu svifaseinna og getulausra íslenskra stjórnvalda. Ágætt væri líka að heyra eitthvað frá SAF, Samtökum ferðaþjónustunnar og SA, Samtökum atvinnulífsins. Þessi samtök eiga að gæta hagsmuna íslenskra fyrirtækja. Við hljótum að geta gert þá kröfu til þeirra að spyrna við af festu og krefjast jafnræðis fyrir íslensk fyrirtæki í ferðaþjónustunni.Lélegri upplifun ferðamanna Lágur launakostnaður og skattaundanskot erlendu fyrirtækjanna skilar sér ekki nema að mjög takmörkuðu leyti til viðskiptavina þeirra. Fyrirtækin hagnast einfaldlega meira enda eru þau ekkert sérstaklega að lækka verðið til ferðamannsins. Vanþekking illa launaðra erlendra starfsmanna á Íslandi bitnar hins vegar á gæðum þjónustunnar. Fyrir ferðamanninn verður kostnaður við Íslandsferðina of hár miðað við gæði.Verðum frekar Singapúr norðursins Íslenska hagkerfið hagnast ekkert á erlendum ferðafyrirtækjum sem stunda félagsleg undirboð og sleppa við réttmætar skattgreiðslur. Ísland er dýrt ferðamannaland og svo hefur alltaf verið. Markmið okkar á að vera að Ísland sé gæðaáfangastaður sem standi undir þvi verði sem Íslandsferðin kostar. Ísland getur auðveldlega orðið Singapúr norðursins, sem fjöldi ferðamanna heimsækir í trausti þess að innviðir og gæði þjónustunnar standi undir hærra verði en margir áfangastaðir í norður og suður Evrópu. Hreint ótrúlegt er ef stjórnvöld ætla bara að leggjast á bakið og gera ekkert til að tryggja að við Íslendingar höldum réttmætum ávinningi af stærstu atvinnugrein þjóðarinnar.Höfundur er stjórnarformaður Gray Line.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar
Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar
Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun