Engum tekist að hrifsa stig af Liverpool Hjörvar Ólafsson skrifar 24. september 2018 07:30 Hollendingurinn Joel Matip skoraði eitt marka Liverpool um helgina vísir/getty Liverpool trónir taplaust á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu karla þegar sex umferðir hafa verið leiknar í deildinni. Liverpool sem hafði betur gegn Southampton er nú eina taplausa liðið á leiktíðinni þar sem Chelsea gerði markalaust jafntefli við West Ham United. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, gaf svissneska landsliðsframherjanum Xherdan Shaqiri tækifæri í byrjunarliðinu í leiknum gegn Southampton og hann þakkaði traustið með því að eiga þátt í tveimur af þremur mörkum liðsins í sannfærandi 3-0 sigri. Mohamed Salah batt svo endahnút á þriggja leikja markaþurrð sína þegar hann skoraði þriðja mark Liverpool í leiknum. Manchester City rak af sér slyðruorðið eftir tap gegn franska liðinu Lyon í fyrstu umferð í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í síðustu viku með því að gjörsigra Cardiff með fimm mörkum gegn engu. Manchester City og Chelsea fylgja fast á hæla Liverpool í toppbaráttu deildarinnar. Eins og staðan er núna stefnir í þriggja liða baráttu um enska meistaratitilinn, en Manchester United mistókst að hafa betur í þriðja deildarleik sínum í röð þegar liðið gerði 1-1 jafntelfi gegn Wolves. Arsenal bar hins vegar sigur úr býtum í fjórða deildarleik sínum í röð þegar liðið vann nokkuð þægilegan 2-0 sigur gegn Everton og Tottenham Hotspur komst aftur á sigurbraut með 2-1 sigri sínum gegn Brighton. Watford er svo áfram í námunda við toppliðin eftir 1-1 jafntefli gegn Fulham. José Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, sagði að leikmenn liðsins hefðu ekki sýnt nægilega löngun og ákefð til þess að fara með sigur af hólmi gegn nýliðunum í Wolves sem hafa nú náð í stig á móti bæði Manchester United og Manchester City. Manchester United er nú átta stigum á eftir toppliði deildarinnar, Liverpool, og má ekki misstíga sig mikið meira fram að jólum ætli liðið að vera með í titilbaráttunni eftir áramót. Það er huggun harmi gegn fyrir stuðningsmenn Manchester United að þrátt fyrir að ekki hafi ekki tekist að kreista fram sigur inni á vellinum vann Sir Alex Ferguson, fyrrverandi knattspyrnustjóri liðsins, persónulegan sigur með því að mæta á völlinn í fyrsta skipti eftir að hafa fengið heilablóðfall í vor. Jóhann Berg Guðmundsson lék einkar vel fyrir Burnley sem vann langþráðan sigur þegar liðið vann sannfærandi 4-0 sigur gegn Bournemouth. Þetta var fyrsti sigur liðsins í deildinni á yfirstandandi leiktíð og raunar fyrsti sigur liðsins í rúman mánuð. Síðasti sigurleikur liðsins var gegn tyrkneska liðinu Istanbul Basaksehir í seinni leik liðanna í forkeppni Evrópudeildarinnar um miðjan ágúst síðastliðinn. Jóhann Berg lagði upp annað mark Burnley í leiknum, en hann sendi þá hárnákvæma fyrirgjöf á Aaron Lennon sem kom aðvífandi á fjærstöngina og kláraði færið með góðu skoti. Þeir áttu báðir góðan leik á vængjunum hjá liðinu. Íslenski landsliðsmaðurinn átti svo skot í stöngina sem Ashley Barnes fylgdi eftir og skilaði boltanum í netið. Burnley kom sér upp úr fallsæti með þessum sigri, en liðið er með fjögur stig og er tveimur stigum á undan Huddersfield, Cardiff og Newcastle sem eru með tvö stig hvert lið í fallsætunum. Það er gleðilegt að Jóhann Berg sé kominn á fulla ferð eftir að hafa tognað aftan í læri í upphafi tímabilsins og það er mikilvægt bæði í þeirri baráttu sem fram undan er hjá Burnley við að fikra sig upp töfluna og fyrir íslenska landsliðið í komandi verkefnum. Hann var í nokkrum enskum fjölmiðlum valinn maður leiksins, en aðrir enskir fjölmiðlar heilluðust meira af frammistöðu Aarons Lennon. Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Körfubolti Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Enski boltinn Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Fótbolti Ófrískar afrekskonur með lifandi þyngingarvesti Sport „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ Körfubolti Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Fótbolti Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Fótbolti Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan Körfubolti Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Enski boltinn Fékk 720 þúsund króna sekt og bann fyrir að vera rekinn út úr húsi á EM Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Leeds - Newcastle | Hörkuleikur á Elland Road Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Vítaspyrnu í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Spurs að landa Xavi Simons Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Chelsea búið að kaupa Garnacho Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Sjá meira
Liverpool trónir taplaust á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu karla þegar sex umferðir hafa verið leiknar í deildinni. Liverpool sem hafði betur gegn Southampton er nú eina taplausa liðið á leiktíðinni þar sem Chelsea gerði markalaust jafntefli við West Ham United. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, gaf svissneska landsliðsframherjanum Xherdan Shaqiri tækifæri í byrjunarliðinu í leiknum gegn Southampton og hann þakkaði traustið með því að eiga þátt í tveimur af þremur mörkum liðsins í sannfærandi 3-0 sigri. Mohamed Salah batt svo endahnút á þriggja leikja markaþurrð sína þegar hann skoraði þriðja mark Liverpool í leiknum. Manchester City rak af sér slyðruorðið eftir tap gegn franska liðinu Lyon í fyrstu umferð í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í síðustu viku með því að gjörsigra Cardiff með fimm mörkum gegn engu. Manchester City og Chelsea fylgja fast á hæla Liverpool í toppbaráttu deildarinnar. Eins og staðan er núna stefnir í þriggja liða baráttu um enska meistaratitilinn, en Manchester United mistókst að hafa betur í þriðja deildarleik sínum í röð þegar liðið gerði 1-1 jafntelfi gegn Wolves. Arsenal bar hins vegar sigur úr býtum í fjórða deildarleik sínum í röð þegar liðið vann nokkuð þægilegan 2-0 sigur gegn Everton og Tottenham Hotspur komst aftur á sigurbraut með 2-1 sigri sínum gegn Brighton. Watford er svo áfram í námunda við toppliðin eftir 1-1 jafntefli gegn Fulham. José Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, sagði að leikmenn liðsins hefðu ekki sýnt nægilega löngun og ákefð til þess að fara með sigur af hólmi gegn nýliðunum í Wolves sem hafa nú náð í stig á móti bæði Manchester United og Manchester City. Manchester United er nú átta stigum á eftir toppliði deildarinnar, Liverpool, og má ekki misstíga sig mikið meira fram að jólum ætli liðið að vera með í titilbaráttunni eftir áramót. Það er huggun harmi gegn fyrir stuðningsmenn Manchester United að þrátt fyrir að ekki hafi ekki tekist að kreista fram sigur inni á vellinum vann Sir Alex Ferguson, fyrrverandi knattspyrnustjóri liðsins, persónulegan sigur með því að mæta á völlinn í fyrsta skipti eftir að hafa fengið heilablóðfall í vor. Jóhann Berg Guðmundsson lék einkar vel fyrir Burnley sem vann langþráðan sigur þegar liðið vann sannfærandi 4-0 sigur gegn Bournemouth. Þetta var fyrsti sigur liðsins í deildinni á yfirstandandi leiktíð og raunar fyrsti sigur liðsins í rúman mánuð. Síðasti sigurleikur liðsins var gegn tyrkneska liðinu Istanbul Basaksehir í seinni leik liðanna í forkeppni Evrópudeildarinnar um miðjan ágúst síðastliðinn. Jóhann Berg lagði upp annað mark Burnley í leiknum, en hann sendi þá hárnákvæma fyrirgjöf á Aaron Lennon sem kom aðvífandi á fjærstöngina og kláraði færið með góðu skoti. Þeir áttu báðir góðan leik á vængjunum hjá liðinu. Íslenski landsliðsmaðurinn átti svo skot í stöngina sem Ashley Barnes fylgdi eftir og skilaði boltanum í netið. Burnley kom sér upp úr fallsæti með þessum sigri, en liðið er með fjögur stig og er tveimur stigum á undan Huddersfield, Cardiff og Newcastle sem eru með tvö stig hvert lið í fallsætunum. Það er gleðilegt að Jóhann Berg sé kominn á fulla ferð eftir að hafa tognað aftan í læri í upphafi tímabilsins og það er mikilvægt bæði í þeirri baráttu sem fram undan er hjá Burnley við að fikra sig upp töfluna og fyrir íslenska landsliðið í komandi verkefnum. Hann var í nokkrum enskum fjölmiðlum valinn maður leiksins, en aðrir enskir fjölmiðlar heilluðust meira af frammistöðu Aarons Lennon.
Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Körfubolti Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Enski boltinn Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Fótbolti Ófrískar afrekskonur með lifandi þyngingarvesti Sport „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ Körfubolti Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Fótbolti Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Fótbolti Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan Körfubolti Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Enski boltinn Fékk 720 þúsund króna sekt og bann fyrir að vera rekinn út úr húsi á EM Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Leeds - Newcastle | Hörkuleikur á Elland Road Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Vítaspyrnu í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Spurs að landa Xavi Simons Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Chelsea búið að kaupa Garnacho Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Sjá meira