Ýjar að því að starf Rosenstein sé í hættu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. september 2018 23:30 Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherra Bandaríkjanna. Vísir/Getty Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur ýjað að því í viðtali við Fox News að starf Rod Rosensteins, aðstoðardómsmálaráðherra og yfirmanns Roberts Muellers sem rannsakar meint afskipti Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum og tengsl þeirra við framboð Bandaríkjaforseta, sé í hættu.Þetta kemur fram í viðtali við Pompeo sem birt verður á sunnudaginn en bútar úr því hafa verið sýndir. Í viðtalinu er Pompeo spurður um frétt New York Times þar sem blaðið hafði eftir heimildarmönnum að Rosenstein hafi rætt möguleikann á að virkja ákvæði í stjórnarskrá Bandaríkjanna um að koma Bandaríkjaforseta frá völdum og lagt til hljóðrita Trump til að sýna fram á ringulreiðina sem ríki í Hvíta húsinu. Rosenstein hefur hafnað fréttaflutning blaðsins.Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna.Vísir/AP„Ef þú getur ekki verið einn af liðinu, ef þú styður ekki það sem við erum að gera, þá ættirðu kannski að vera að gera eitthvað annað,“ er haft eftir Pompeo í viðtalinu. Er hann þá spurður hvort að það sem Rosenstein er sagður hafa verið að áætla feli það í sér að vera liðsmaður í liðinu. „Ekki nálægt því,“ svarar Pompeo. Rannsókn Muellers hefur verið sem þyrnir í augum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna um lengri tíma og hefur sú reiði oftar en ekki beinst að Rosenstein sem varð yfirmaður hennar eftir að Jeff Session, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði sig frá rannsókninni.Trump hefur ítrekað verið sagður vilja losna við Rosenstein og eftir að frétt New York Times um Rosenstein birtist í vikunni hafa vangaveltur þess efnis að Trump muni láta verða að því að reka Rosenstein orðið fyrirferðarmeira. Sjálfur ýtti Trump undir slíkar vangaveltur á föstudaginn á fjöldafundi í Springfield í Missouri þar sem hann hét því að losa Bandarísku alríkislögreglunna og dómsmálaráðuneytið undan „óþef svikseminnar“.Chris asks Secretary of State Mike Pompeo about Deputy Attorney General Rosenstein reportedly talking about secretly recording President Trump. Full interview tomorrow 2PM / 7PM ET on Fox News Channel. Check your local listings for morning air times. pic.twitter.com/LYs3THF6u2 — FoxNewsSunday (@FoxNewsSunday) September 22, 2018 Donald Trump Tengdar fréttir Trump þrýsti á dómsmálaráðherrann að taka aftur yfir Rússarannsóknina Krafa forsetans um að dómsmálaráðherrann drægi yfirlýsingu sína um vanhæfi til baka er sögð óvenjuleg og mögulega óviðeigandi. Þrýstingur Trump um það er sagður til rannsóknar. 30. maí 2018 17:48 Hafnar fréttum um að hann hafi unnið að því að koma Trump frá völdum Aðstoðardómsmálaráðherra Bandaríkjanna, Rod Rosenstein, hefur hafnað fréttum um að hann hafi rætt möguleikann á að virkja ákvæði í stjórnarskrá Bandaríkjanna um að koma Bandaríkjaforseta frá völdum. 21. september 2018 22:07 Vilja bola umsjónarmanni Rússarannsóknarinnar úr embætti Tveir af íhaldsamari meðlimum bandaríska Repúblikanaflokksins vinna nú að því að víkja aðstoðardómsmálaráðherra Bandaríkjanna, Rod Rosenstein, úr starfi. 26. júlí 2018 06:48 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira
Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur ýjað að því í viðtali við Fox News að starf Rod Rosensteins, aðstoðardómsmálaráðherra og yfirmanns Roberts Muellers sem rannsakar meint afskipti Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum og tengsl þeirra við framboð Bandaríkjaforseta, sé í hættu.Þetta kemur fram í viðtali við Pompeo sem birt verður á sunnudaginn en bútar úr því hafa verið sýndir. Í viðtalinu er Pompeo spurður um frétt New York Times þar sem blaðið hafði eftir heimildarmönnum að Rosenstein hafi rætt möguleikann á að virkja ákvæði í stjórnarskrá Bandaríkjanna um að koma Bandaríkjaforseta frá völdum og lagt til hljóðrita Trump til að sýna fram á ringulreiðina sem ríki í Hvíta húsinu. Rosenstein hefur hafnað fréttaflutning blaðsins.Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna.Vísir/AP„Ef þú getur ekki verið einn af liðinu, ef þú styður ekki það sem við erum að gera, þá ættirðu kannski að vera að gera eitthvað annað,“ er haft eftir Pompeo í viðtalinu. Er hann þá spurður hvort að það sem Rosenstein er sagður hafa verið að áætla feli það í sér að vera liðsmaður í liðinu. „Ekki nálægt því,“ svarar Pompeo. Rannsókn Muellers hefur verið sem þyrnir í augum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna um lengri tíma og hefur sú reiði oftar en ekki beinst að Rosenstein sem varð yfirmaður hennar eftir að Jeff Session, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði sig frá rannsókninni.Trump hefur ítrekað verið sagður vilja losna við Rosenstein og eftir að frétt New York Times um Rosenstein birtist í vikunni hafa vangaveltur þess efnis að Trump muni láta verða að því að reka Rosenstein orðið fyrirferðarmeira. Sjálfur ýtti Trump undir slíkar vangaveltur á föstudaginn á fjöldafundi í Springfield í Missouri þar sem hann hét því að losa Bandarísku alríkislögreglunna og dómsmálaráðuneytið undan „óþef svikseminnar“.Chris asks Secretary of State Mike Pompeo about Deputy Attorney General Rosenstein reportedly talking about secretly recording President Trump. Full interview tomorrow 2PM / 7PM ET on Fox News Channel. Check your local listings for morning air times. pic.twitter.com/LYs3THF6u2 — FoxNewsSunday (@FoxNewsSunday) September 22, 2018
Donald Trump Tengdar fréttir Trump þrýsti á dómsmálaráðherrann að taka aftur yfir Rússarannsóknina Krafa forsetans um að dómsmálaráðherrann drægi yfirlýsingu sína um vanhæfi til baka er sögð óvenjuleg og mögulega óviðeigandi. Þrýstingur Trump um það er sagður til rannsóknar. 30. maí 2018 17:48 Hafnar fréttum um að hann hafi unnið að því að koma Trump frá völdum Aðstoðardómsmálaráðherra Bandaríkjanna, Rod Rosenstein, hefur hafnað fréttum um að hann hafi rætt möguleikann á að virkja ákvæði í stjórnarskrá Bandaríkjanna um að koma Bandaríkjaforseta frá völdum. 21. september 2018 22:07 Vilja bola umsjónarmanni Rússarannsóknarinnar úr embætti Tveir af íhaldsamari meðlimum bandaríska Repúblikanaflokksins vinna nú að því að víkja aðstoðardómsmálaráðherra Bandaríkjanna, Rod Rosenstein, úr starfi. 26. júlí 2018 06:48 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira
Trump þrýsti á dómsmálaráðherrann að taka aftur yfir Rússarannsóknina Krafa forsetans um að dómsmálaráðherrann drægi yfirlýsingu sína um vanhæfi til baka er sögð óvenjuleg og mögulega óviðeigandi. Þrýstingur Trump um það er sagður til rannsóknar. 30. maí 2018 17:48
Hafnar fréttum um að hann hafi unnið að því að koma Trump frá völdum Aðstoðardómsmálaráðherra Bandaríkjanna, Rod Rosenstein, hefur hafnað fréttum um að hann hafi rætt möguleikann á að virkja ákvæði í stjórnarskrá Bandaríkjanna um að koma Bandaríkjaforseta frá völdum. 21. september 2018 22:07
Vilja bola umsjónarmanni Rússarannsóknarinnar úr embætti Tveir af íhaldsamari meðlimum bandaríska Repúblikanaflokksins vinna nú að því að víkja aðstoðardómsmálaráðherra Bandaríkjanna, Rod Rosenstein, úr starfi. 26. júlí 2018 06:48