Íbúar á Hlíð í efstu sætum alþjóðlegrar hjólakeppni Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. september 2018 21:15 Á öldrunarheimilum Akureyrar er mikið hjólað þessa dagana en öldrunarheimilin Hlíð og Lögmannshlíð taka nú þátt í Heimsleikum eldri borgara í hjólreiðum.Hjólreiðakeppnin hófst 3. september og stendur út mánuðinn. Verkefni keppenda er í sjálfu sér einfalt.„Þennan mánuðinn er keppni í að hjóla, hver geti verið duglegur að hjóla,“ segir Dýrleif Eggertsdóttir, íbúi á Hlíð.Og á Hlíð eru íbúarnir sannarlega duglegir enda hafa þeir hjólað yfir þúsund kílómetra og er Hlíð í fimmta sæti af 125 öldrunarheimilum sem taka þátt í fimm löndum. Íbúarnir eru mjög ánægðir með þátttökuna.„Það er tilbreyting í þessu, að hreyfa sig eins og maður gerði í gamla daga,“ segir Bogi Þórhallsson.Varstu mikið á hjóli þegar þú varst yngri„Jájájá, við búskapinn fram í sveit,“ segir Bogi.En hvað er það skemmtilegasta við þetta allt saman?„Það er hreyfingin og að vera inn um fólkið hérna, það er ákaflega gott,“ segir Elín Jónsdóttir.Sjúkraþjálfari sem hefur umsjón með verkefninu segir að hjólreiðarnir hafi mjög jákvæð áhrif á keppendurna.„Þetta bæði eykur úthald og þol og hefur liðkandi áhrif. Fólk hjólar lengur, þetta er áhugahvetjandi. Það reynir meira á sig, sérstaklega í svona keppni. Þetta vekur upp keppnisskapið og er bara mjög skemmtilegt“Myndum er varpað á skjá fyrir framan hjólreiðagarpana og þannig geta þeir ímyndað sér að þeir séu að hjóla úti. Keppendur sem fréttamaður ræddi við voru á því að þetta væri mjög gagnlegt en sumir beina þó allri athyglinni að hjólreiðunum sjálfum.„Veistu það að ég yfirleitt lít ekki á þetta. Ég segi þér alveg eins og ég er. Ég er með hugann við það sem ég er að gera,“ segir Jakobína Kristín Stefánsdóttir. Heilbrigðismál Mest lesið Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Innlent Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Innlent 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð Innlent Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Fleiri fréttir Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Sjá meira
Á öldrunarheimilum Akureyrar er mikið hjólað þessa dagana en öldrunarheimilin Hlíð og Lögmannshlíð taka nú þátt í Heimsleikum eldri borgara í hjólreiðum.Hjólreiðakeppnin hófst 3. september og stendur út mánuðinn. Verkefni keppenda er í sjálfu sér einfalt.„Þennan mánuðinn er keppni í að hjóla, hver geti verið duglegur að hjóla,“ segir Dýrleif Eggertsdóttir, íbúi á Hlíð.Og á Hlíð eru íbúarnir sannarlega duglegir enda hafa þeir hjólað yfir þúsund kílómetra og er Hlíð í fimmta sæti af 125 öldrunarheimilum sem taka þátt í fimm löndum. Íbúarnir eru mjög ánægðir með þátttökuna.„Það er tilbreyting í þessu, að hreyfa sig eins og maður gerði í gamla daga,“ segir Bogi Þórhallsson.Varstu mikið á hjóli þegar þú varst yngri„Jájájá, við búskapinn fram í sveit,“ segir Bogi.En hvað er það skemmtilegasta við þetta allt saman?„Það er hreyfingin og að vera inn um fólkið hérna, það er ákaflega gott,“ segir Elín Jónsdóttir.Sjúkraþjálfari sem hefur umsjón með verkefninu segir að hjólreiðarnir hafi mjög jákvæð áhrif á keppendurna.„Þetta bæði eykur úthald og þol og hefur liðkandi áhrif. Fólk hjólar lengur, þetta er áhugahvetjandi. Það reynir meira á sig, sérstaklega í svona keppni. Þetta vekur upp keppnisskapið og er bara mjög skemmtilegt“Myndum er varpað á skjá fyrir framan hjólreiðagarpana og þannig geta þeir ímyndað sér að þeir séu að hjóla úti. Keppendur sem fréttamaður ræddi við voru á því að þetta væri mjög gagnlegt en sumir beina þó allri athyglinni að hjólreiðunum sjálfum.„Veistu það að ég yfirleitt lít ekki á þetta. Ég segi þér alveg eins og ég er. Ég er með hugann við það sem ég er að gera,“ segir Jakobína Kristín Stefánsdóttir.
Heilbrigðismál Mest lesið Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Innlent Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Innlent 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð Innlent Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Fleiri fréttir Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Sjá meira