Hvetur þá sem synjað er um ferðaþjónustu til að áfrýja 22. september 2018 20:30 Íbúar á hjúkrunarheimilum hafa ekki rétt á að nýta ferðaþjónustu fatlaðra hjá Reykjavíkurborg en geta átt rétt á akstursþjónustu fyrir aldraða, að uppfylltum skilyrðum. Framkvæmdastjóri þjónustumiðstöðvar Laugardals og Háaleitis hvetur þá sem synjað er um þjónustu til að áfrýja til velferðarráðs.Í fréttum okkar í vikunni var rætt við eiginkonu manns sem lamaðist eftir heilablóðfallen hefur ítrekað verið synjað um ferðaþjónustu fatlaðra hjá Reykjavíkurborg. Hún kveðst hafa litlar sem engar skýringar hafa fengið á því af hverju manni hennar hafi verið synjað um þjónustuna.„Það getur verið eins og í þessu dæmi að viðkomandi sé búsettur á hjúkrunarheimili. Þá fellur það ekki að reglununum en það er samt sem áður alltaf hægt að áfrýja því til velferðarráðs,“ segir Sigtryggur Jónsson, Framkvæmdastjóri þjónustumiðstöðvar Laugardals og Háaleitis.Ætti það að skipta máli því nú eru hjúkrunarheimili alveg jafn mikil heimili fólks eins og önnur búseta?„Ég get ekki svarað því, við setjum ekki reglurnar. Okkur er bara skylt að fara eftir ákveðnum reglum sem okkur eru settar,“ segir Sigtryggur.Þjónustumiðstöðvar borgarinnar sjá um að afgreiða umsóknir, bæði um ferðaþjónustu fyrir fatlaðra og akstursþjónustu fyrir aldraða. Meðal skilyrða sem þarf að uppfylla til þess að eiga rétt á akstursþjónstu aldraðra er að viðkomandi búi í eigin húsnæði.„Þegar fólk er fatlað sækir það um í ferðaþjónustu fatlaðra, annars sækir það um í akstursþjónustu eldri borgara. Hvað þetta mál varðar, eftir fréttirnar, þá var strax haft samband við aðstandana og honum leiðbeint hvernig ætti að fara að þessu,“ segir Sigtryggur.Umsóknum þarf að skila inn skriflega sem krefst heimsóknar í þjónustumiðstöð. Fljótlega verður þó hægt að sækja um rafrænt.„Ef að það kemur í ljós í samtalinu að skilyrði eru ekki uppfyllt er fólki samt leiðbeint um að sækja samt um vegna þess að það er alltaf hægt að áfrýja allri höfnun á þjónustu,“ segir Sigtryggur. Ferðaþjónusta fatlaðra Tengdar fréttir Meinað um ferðaþjónustu fatlaðra án skýringa Maður sem lamaðist í helmingi líkamans eftir að hafa fengið heilablóðfall hefur ekki rétt á því að nýta ferðaþjónustu fatlaðra. Eiginkona mannsins segist engin skýr svör hafa fengið við því hvers vegna manni hennar er synjað um þjónustuna. 20. september 2018 21:00 Mest lesið Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Fleiri fréttir Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Sjá meira
Íbúar á hjúkrunarheimilum hafa ekki rétt á að nýta ferðaþjónustu fatlaðra hjá Reykjavíkurborg en geta átt rétt á akstursþjónustu fyrir aldraða, að uppfylltum skilyrðum. Framkvæmdastjóri þjónustumiðstöðvar Laugardals og Háaleitis hvetur þá sem synjað er um þjónustu til að áfrýja til velferðarráðs.Í fréttum okkar í vikunni var rætt við eiginkonu manns sem lamaðist eftir heilablóðfallen hefur ítrekað verið synjað um ferðaþjónustu fatlaðra hjá Reykjavíkurborg. Hún kveðst hafa litlar sem engar skýringar hafa fengið á því af hverju manni hennar hafi verið synjað um þjónustuna.„Það getur verið eins og í þessu dæmi að viðkomandi sé búsettur á hjúkrunarheimili. Þá fellur það ekki að reglununum en það er samt sem áður alltaf hægt að áfrýja því til velferðarráðs,“ segir Sigtryggur Jónsson, Framkvæmdastjóri þjónustumiðstöðvar Laugardals og Háaleitis.Ætti það að skipta máli því nú eru hjúkrunarheimili alveg jafn mikil heimili fólks eins og önnur búseta?„Ég get ekki svarað því, við setjum ekki reglurnar. Okkur er bara skylt að fara eftir ákveðnum reglum sem okkur eru settar,“ segir Sigtryggur.Þjónustumiðstöðvar borgarinnar sjá um að afgreiða umsóknir, bæði um ferðaþjónustu fyrir fatlaðra og akstursþjónustu fyrir aldraða. Meðal skilyrða sem þarf að uppfylla til þess að eiga rétt á akstursþjónstu aldraðra er að viðkomandi búi í eigin húsnæði.„Þegar fólk er fatlað sækir það um í ferðaþjónustu fatlaðra, annars sækir það um í akstursþjónustu eldri borgara. Hvað þetta mál varðar, eftir fréttirnar, þá var strax haft samband við aðstandana og honum leiðbeint hvernig ætti að fara að þessu,“ segir Sigtryggur.Umsóknum þarf að skila inn skriflega sem krefst heimsóknar í þjónustumiðstöð. Fljótlega verður þó hægt að sækja um rafrænt.„Ef að það kemur í ljós í samtalinu að skilyrði eru ekki uppfyllt er fólki samt leiðbeint um að sækja samt um vegna þess að það er alltaf hægt að áfrýja allri höfnun á þjónustu,“ segir Sigtryggur.
Ferðaþjónusta fatlaðra Tengdar fréttir Meinað um ferðaþjónustu fatlaðra án skýringa Maður sem lamaðist í helmingi líkamans eftir að hafa fengið heilablóðfall hefur ekki rétt á því að nýta ferðaþjónustu fatlaðra. Eiginkona mannsins segist engin skýr svör hafa fengið við því hvers vegna manni hennar er synjað um þjónustuna. 20. september 2018 21:00 Mest lesið Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Fleiri fréttir Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Sjá meira
Meinað um ferðaþjónustu fatlaðra án skýringa Maður sem lamaðist í helmingi líkamans eftir að hafa fengið heilablóðfall hefur ekki rétt á því að nýta ferðaþjónustu fatlaðra. Eiginkona mannsins segist engin skýr svör hafa fengið við því hvers vegna manni hennar er synjað um þjónustuna. 20. september 2018 21:00