Vara kjósendur við tómlæti Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 22. september 2018 08:00 Dyggir stuðningsmenn flokks Repúblikana verða að vara sig á tómlætinu, ef marka má orð frambjóðenda. Hér má sjá nokkra slíka stuðningsmenn sem sóttu Value Voters-fundinn í höfuðborginni Washington í gær. Vísir/AP Frambjóðendur Repúblikana og aðrir flokksmenn tóku margir í sama streng í gær og vöruðu íhaldssama kjósendur við tómlæti hvað varðar komandi þingkosningar. Fjölmargir flokksmenn sóttu hinn árlega Value Voters-fund í höfuðborginni Washington og sendu frá sér þessa viðvörun en á fundinum hittast alla jafna íhaldssamir áhrifamenn og kjörnir fulltrúar. Reuters greindi frá fundinum í gær. Viðvörunin er reyndar ekki ný af nálinni. Repúblikanar og stuðningsmenn flokksins hafa varað við andvaraleysi undanfarnar vikur. Óttinn við að kjósendur skili sér ekki á kjörstað vegna fullvissu um að Repúblikanar muni bera sigur úr býtum stafar að miklu leyti af því að heitir stuðningsmenn flokksins, og einkum Donalds Trump forseta, hafa upp til hópa hafnað skoðanakönnunum alfarið eftir að Hillary Clinton mældist með meira fylgi í aðdraganda forsetakosninganna 2016. Clinton mældist til að mynda með þriggja prósentustiga forskot í könnunum Bloomberg og Reuters sem birtist degi fyrir kjördag og fjögurra prósentustiga forskot í könnunum CBS, Fox News og Economist svo fátt eitt sé nefnt. Sigur Trumps leiddi til þess að stuðningsmenn hans misstu trúna á könnunum þótt Clinton hafi reyndar fengið tveimur prósentustigum hærra hlutfall atkvæða en Trump. Tapaði sum sé á fjölda kjörmanna. Mark Harris, fulltrúadeildarframbjóðandi í Norður-Karólínu, sagði á fundinum að komandi kosningar væru mikilvægustu kosningarnar á miðju kjörtímabili (e. midterms) á ævi flestra kjósenda. „Við verðum að taka þessar kosningar alvarlega á komandi vikum.“ Samkvæmt klassískri útgáfu spálíkans tölfræðimiðilsins FiveThirtyEight, sem byggir á vegnu meðaltali kannana, fyrri kosningum, stöðu efnahagsmála og sögulegum hefðum, eru 80 prósenta líkur á því að Demókratar nái meirihluta í fulltrúadeildinni. Nú hafa Repúblikanar þar meirihluta en kosið er um öll sætin. Öllu ólíklegra þykir að Demókratar nái meirihluta í öldungadeildinni. Þar er kjörtímabilið sex ár og er kosið um þriðjung sæta í senn. Eins og staðan er í dag hafa Repúblikanar 51 sæti og þar af er ekki kosið um 42 í nóvember. Demókratar þurfa sum sé að verja mun fleiri sæti en Repúblikanar, mörg í ríkjum sem Trump vann árið 2016. FiveThirtyEight gefur þeim 32 prósenta líkur á að ná meirihluta í öldungadeildinni. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Fleiri fréttir Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Sjá meira
Frambjóðendur Repúblikana og aðrir flokksmenn tóku margir í sama streng í gær og vöruðu íhaldssama kjósendur við tómlæti hvað varðar komandi þingkosningar. Fjölmargir flokksmenn sóttu hinn árlega Value Voters-fund í höfuðborginni Washington og sendu frá sér þessa viðvörun en á fundinum hittast alla jafna íhaldssamir áhrifamenn og kjörnir fulltrúar. Reuters greindi frá fundinum í gær. Viðvörunin er reyndar ekki ný af nálinni. Repúblikanar og stuðningsmenn flokksins hafa varað við andvaraleysi undanfarnar vikur. Óttinn við að kjósendur skili sér ekki á kjörstað vegna fullvissu um að Repúblikanar muni bera sigur úr býtum stafar að miklu leyti af því að heitir stuðningsmenn flokksins, og einkum Donalds Trump forseta, hafa upp til hópa hafnað skoðanakönnunum alfarið eftir að Hillary Clinton mældist með meira fylgi í aðdraganda forsetakosninganna 2016. Clinton mældist til að mynda með þriggja prósentustiga forskot í könnunum Bloomberg og Reuters sem birtist degi fyrir kjördag og fjögurra prósentustiga forskot í könnunum CBS, Fox News og Economist svo fátt eitt sé nefnt. Sigur Trumps leiddi til þess að stuðningsmenn hans misstu trúna á könnunum þótt Clinton hafi reyndar fengið tveimur prósentustigum hærra hlutfall atkvæða en Trump. Tapaði sum sé á fjölda kjörmanna. Mark Harris, fulltrúadeildarframbjóðandi í Norður-Karólínu, sagði á fundinum að komandi kosningar væru mikilvægustu kosningarnar á miðju kjörtímabili (e. midterms) á ævi flestra kjósenda. „Við verðum að taka þessar kosningar alvarlega á komandi vikum.“ Samkvæmt klassískri útgáfu spálíkans tölfræðimiðilsins FiveThirtyEight, sem byggir á vegnu meðaltali kannana, fyrri kosningum, stöðu efnahagsmála og sögulegum hefðum, eru 80 prósenta líkur á því að Demókratar nái meirihluta í fulltrúadeildinni. Nú hafa Repúblikanar þar meirihluta en kosið er um öll sætin. Öllu ólíklegra þykir að Demókratar nái meirihluta í öldungadeildinni. Þar er kjörtímabilið sex ár og er kosið um þriðjung sæta í senn. Eins og staðan er í dag hafa Repúblikanar 51 sæti og þar af er ekki kosið um 42 í nóvember. Demókratar þurfa sum sé að verja mun fleiri sæti en Repúblikanar, mörg í ríkjum sem Trump vann árið 2016. FiveThirtyEight gefur þeim 32 prósenta líkur á að ná meirihluta í öldungadeildinni.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Fleiri fréttir Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Sjá meira