Fyrirkomulag varðandi göngugötur í miðborginni mótað í vetur Atli Ísleifsson skrifar 21. september 2018 17:16 Vegfarendur hafa leyst bíla af hólmi á Laugavegi síðustu mánuði. Mynd/Reykjavíkurborg Tillaga um varanlegar göngugötur í miðborg Reykjavíkur verður mótuð í vetur og liggja fyrir í vor. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Tímabili göngugatna miðborginni lýkur um næstu mánaðarmót og verður um leið opnað aftur fyrir umferð bifreiða. Í tilkynningunni segir að umhverfis- og skipulagssviði borgarinnar hafi nýlega verið falið af borgarráði að útfæra tillögur að göngugötum til framtíðar á völdum svæðum í miðborginni. „Sviðinu var einnig falið að útfæra endurhönnun göngusvæða með tilliti til öryggis og vellíðunar gangandi vegfarenda og vandaðrar borgarhönnunar. Algild hönnun með aðgengi fyrir alla verður höfð að leiðarljósi við útfærsluna í samráði við notendur og viðeigandi hagsmunasamtök. Starfsfólk sviðsins hefur hafist handa við þetta verkefni. Tímaáætlun er í mótun og einnig uppsetning upplýsingasíðu um verkefnið. Í samráðsferli gefst hagsmunaaðilum kostur á að taka þátt í hönnunarferlinu. Hönnunin mun taka mið af bættu aðgengi inn í verslanir þar sem því verður við komið. Samhliða verður unnið deiliskipulag fyrir þær göngugötur sem verða til framtíðar. Gert er ráð fyrir að ferlið standi yfir til vors. Boðað verður til funda um verkefnið til að safna hugmyndum um útfærslur.Aðlaðandi ásýnd Göturnar fá nýja og aðlaðandi ásýnd með þessari endurhönnun þar sem gert er ráð fyrir gróðri, dvalarsvæðum, lýsingu og betrumbættu yfirborði. Tekið verður tillit til vörulosunar og annarra þátta. Þá verður hugað að útiveitinga- og markaðssvæði á þessum götum, sögulegum tengingum og ýmsu öðru sem göngugöturnar bjóða upp á,“ segir í tilkynningunni. Borgarstjórn Göngugötur Loftslagsmál Reykjavík Samgöngur Tengdar fréttir Laugavegur og Bankastræti göngugötur allt árið um kring Borgarfulltrúarnir Dagur B. Eggertsson og Hildur Björnsdóttir eru sammála um að breytingin sé til góðs. 4. september 2018 17:33 Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fleiri fréttir Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Sjá meira
Tillaga um varanlegar göngugötur í miðborg Reykjavíkur verður mótuð í vetur og liggja fyrir í vor. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Tímabili göngugatna miðborginni lýkur um næstu mánaðarmót og verður um leið opnað aftur fyrir umferð bifreiða. Í tilkynningunni segir að umhverfis- og skipulagssviði borgarinnar hafi nýlega verið falið af borgarráði að útfæra tillögur að göngugötum til framtíðar á völdum svæðum í miðborginni. „Sviðinu var einnig falið að útfæra endurhönnun göngusvæða með tilliti til öryggis og vellíðunar gangandi vegfarenda og vandaðrar borgarhönnunar. Algild hönnun með aðgengi fyrir alla verður höfð að leiðarljósi við útfærsluna í samráði við notendur og viðeigandi hagsmunasamtök. Starfsfólk sviðsins hefur hafist handa við þetta verkefni. Tímaáætlun er í mótun og einnig uppsetning upplýsingasíðu um verkefnið. Í samráðsferli gefst hagsmunaaðilum kostur á að taka þátt í hönnunarferlinu. Hönnunin mun taka mið af bættu aðgengi inn í verslanir þar sem því verður við komið. Samhliða verður unnið deiliskipulag fyrir þær göngugötur sem verða til framtíðar. Gert er ráð fyrir að ferlið standi yfir til vors. Boðað verður til funda um verkefnið til að safna hugmyndum um útfærslur.Aðlaðandi ásýnd Göturnar fá nýja og aðlaðandi ásýnd með þessari endurhönnun þar sem gert er ráð fyrir gróðri, dvalarsvæðum, lýsingu og betrumbættu yfirborði. Tekið verður tillit til vörulosunar og annarra þátta. Þá verður hugað að útiveitinga- og markaðssvæði á þessum götum, sögulegum tengingum og ýmsu öðru sem göngugöturnar bjóða upp á,“ segir í tilkynningunni.
Borgarstjórn Göngugötur Loftslagsmál Reykjavík Samgöngur Tengdar fréttir Laugavegur og Bankastræti göngugötur allt árið um kring Borgarfulltrúarnir Dagur B. Eggertsson og Hildur Björnsdóttir eru sammála um að breytingin sé til góðs. 4. september 2018 17:33 Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fleiri fréttir Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Sjá meira
Laugavegur og Bankastræti göngugötur allt árið um kring Borgarfulltrúarnir Dagur B. Eggertsson og Hildur Björnsdóttir eru sammála um að breytingin sé til góðs. 4. september 2018 17:33