Tvö mörk á fimm sekúndum eftir breyttan dóm og trylltar lokasekúndur | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 21. september 2018 16:15 Áhorfendur fengu eitthvað fyrir peninginn í Víkinni. mynd/skjáskot Víkingur og Þróttur skildu jöfn, 21-21, í fyrstu umferð Grill 66-deildar karla í handbolta í Víkinni í gærkvöldi en lokasekúndur leiksins voru heldur betur áhugaverðar. Víkingar vildu fá vítakast þegar um 40 sekúndur voru eftir en fengu ekki í stöðunni 19-21. Þróttarar tóku leikhlé í næstu sókn og voru enn tveimur mörkum yfir þegar að 30 sekúndur voru eftir. Sókn gestanna var ansi stirðbusaleg og unnu Víkingar boltann af Þrótturum. Þeir brunuðu fram í hraðaupphlaup og skoraði Kristófer Andri Daðason af miklu öryggi framhjá Halldóri Rúnarssyni, markverði Þróttar, þegar um 14-15 sekúndur voru eftir af leiknum. Svekktur Halldór, sem er uppalinn Víkingur, tók sér þrjár sekúndur í að taka upp boltann en þá bað annar dómari leiksins hann um að drífa sig. Innan við sekúndu síðar ákvað hann að reka markvörðinn af velli í tvær mínútur. Stutt fundarhöld dómaranna skiluðu svo rauðu spjaldi á Halldór og við það bættu þeir svo vítakasti. Í raun hefðu dómararnir átt að stöðva tímann og reka Halldór áfram með boltann á miðjuna en þarna var um rangan dóm að ræða. Til að bæta gráu ofan á svart breyttu þeir svo miðjunni í vítakast sem Víkingar fengu. Kristófer Andri fór á vítalínuna og skoraði af öryggi og jafnaði metin. Tvö mörk hjá honum og tvö mörk hjá Víkingum á innan við fimm sekúndum. Þróttur tók aftur miðju en tókst ekki að skora og náðu Víkingar í ótrúlegt stig eftir trylltar lokasekúndur. Síðustu mínútuna í leiknum má sjá hér að neðan.Fréttin hefur verið uppfærð. Íslenski handboltinn Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Blóðgaði dómara Körfubolti Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Var ekki nógu ánægður með Trent Enski boltinn Fleiri fréttir Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði Sjá meira
Víkingur og Þróttur skildu jöfn, 21-21, í fyrstu umferð Grill 66-deildar karla í handbolta í Víkinni í gærkvöldi en lokasekúndur leiksins voru heldur betur áhugaverðar. Víkingar vildu fá vítakast þegar um 40 sekúndur voru eftir en fengu ekki í stöðunni 19-21. Þróttarar tóku leikhlé í næstu sókn og voru enn tveimur mörkum yfir þegar að 30 sekúndur voru eftir. Sókn gestanna var ansi stirðbusaleg og unnu Víkingar boltann af Þrótturum. Þeir brunuðu fram í hraðaupphlaup og skoraði Kristófer Andri Daðason af miklu öryggi framhjá Halldóri Rúnarssyni, markverði Þróttar, þegar um 14-15 sekúndur voru eftir af leiknum. Svekktur Halldór, sem er uppalinn Víkingur, tók sér þrjár sekúndur í að taka upp boltann en þá bað annar dómari leiksins hann um að drífa sig. Innan við sekúndu síðar ákvað hann að reka markvörðinn af velli í tvær mínútur. Stutt fundarhöld dómaranna skiluðu svo rauðu spjaldi á Halldór og við það bættu þeir svo vítakasti. Í raun hefðu dómararnir átt að stöðva tímann og reka Halldór áfram með boltann á miðjuna en þarna var um rangan dóm að ræða. Til að bæta gráu ofan á svart breyttu þeir svo miðjunni í vítakast sem Víkingar fengu. Kristófer Andri fór á vítalínuna og skoraði af öryggi og jafnaði metin. Tvö mörk hjá honum og tvö mörk hjá Víkingum á innan við fimm sekúndum. Þróttur tók aftur miðju en tókst ekki að skora og náðu Víkingar í ótrúlegt stig eftir trylltar lokasekúndur. Síðustu mínútuna í leiknum má sjá hér að neðan.Fréttin hefur verið uppfærð.
Íslenski handboltinn Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Blóðgaði dómara Körfubolti Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Var ekki nógu ánægður með Trent Enski boltinn Fleiri fréttir Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði Sjá meira