Í brimróti Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 22. september 2018 09:30 Fréttablaðið greindi frá því í vikunni að Samkeppniseftirlitið hefði gert fjórar alvarlegar athugasemdir við viðskiptahætti Guðmundar Kristjánssonar, aðaleiganda Brims og HB Granda. Meðal annars fann Samkeppniseftirlitið að því og sagði varhugavert í samkeppnislegu tilliti að sami maður, sem ætti allt hlutafé í einu félagi, væri á sama tíma forstjóri félags á sama markaði og stjórnarmaður í því þriðja. Enn fremur kom fram í máli framkvæmdastjóra Samkeppniseftirlitsins að málinu væri ólokið, enn væri verið að afla frekari upplýsinga. Blaðamaður hafði samband við Guðmund. Hann vildi ekkert láta hafa eftir sér, þegar eftir því var leitað. Eins og svo oft með fréttir, þá eru þær sagðar í rauntíma. Stuðst var við þær heimildir sem fyrir lágu á þeim tíma, sem fréttin var skrifuð, ekkert annað. Málið var reifað, eins og fjölmiðlum ber að gera, og haft var samband við þann sem málið snerti. Guðmundur svaraði svo fréttinni daginn eftir og sagði að aðeins tvö af þeim fjórum atriðum sem nefnd voru væru enn til skoðunar hjá Samkeppniseftirlitinu. Hann reyndi að gera blaðið tortryggilegt með því að benda á að stjórnarformaður Fréttablaðsins væri einnig lögmaður meirihlutaeigenda Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum og varaformaður stjórnar þess fyrirtækis. Stjórnarformaðurinn benti þá réttilega á, að með svari sínu gerði Guðmundur lítið úr öllum blaðamönnum og ritstjórum Fréttablaðsins. Hann hefði vegið að starfsheiðri þeirra og dylgjað um að þeir lytu boðvaldi stjórnar félagsins um fréttaflutning. Viðbrögð Guðmundar eru skólabókardæmi um röng viðbrögð við fjölmiðlaumræðu. Hann kaus að skjóta sendiboðann í stað þess að spyrja sjálfan sig af hverju hann svaraði ekki þegar til hans var leitað. Hann gerði lítið úr blaðamönnum sem ekki gera annað en að spegla samfélagið, og reyna að hafa rétt eftir heimildum og vinna úr þeim gögnum sem fyrir liggja. Með því vóg hann að starfsheiðri þeirra blaðamanna sem í hlut eiga og fjölmiðilsins sem þeir starfa hjá. Því miður gerist það æ oftar, þegar fjölmiðlar segja fréttir, að þeir sem í hlut eiga bregðast við með þessum hætti – reyna að draga úr trúverðugleika miðilsins – líki þeim ekki fréttin. Það er hvorki heiðarlegt né sanngjarnt – en sennilega skaða menn sjálfan sig mest með slíkum málflutningi. Fólk almennt skilur þetta gangverk. Guðmundur í Brimi, eins og hann oftast er kallaður, er einn stærsti útgerðarmaður landsins. Hann er að því leyti til opinber persóna, og fólki kemur við hvað hann er að sýsla. Maður í hans stöðu verður að geta tekið fréttum þegar vel gengur, en líka þegar hann þarf að verjast. Fjölmiðlar eiga ekki að hafa önnur markmið en þau að segja fréttir og vera farvegur fyrir skoðanir og upplýsingar á ábyrgan og sanngjarnan hátt. Það er leiðarstef Fréttablaðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason Skoðun Skoðun Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Fréttablaðið greindi frá því í vikunni að Samkeppniseftirlitið hefði gert fjórar alvarlegar athugasemdir við viðskiptahætti Guðmundar Kristjánssonar, aðaleiganda Brims og HB Granda. Meðal annars fann Samkeppniseftirlitið að því og sagði varhugavert í samkeppnislegu tilliti að sami maður, sem ætti allt hlutafé í einu félagi, væri á sama tíma forstjóri félags á sama markaði og stjórnarmaður í því þriðja. Enn fremur kom fram í máli framkvæmdastjóra Samkeppniseftirlitsins að málinu væri ólokið, enn væri verið að afla frekari upplýsinga. Blaðamaður hafði samband við Guðmund. Hann vildi ekkert láta hafa eftir sér, þegar eftir því var leitað. Eins og svo oft með fréttir, þá eru þær sagðar í rauntíma. Stuðst var við þær heimildir sem fyrir lágu á þeim tíma, sem fréttin var skrifuð, ekkert annað. Málið var reifað, eins og fjölmiðlum ber að gera, og haft var samband við þann sem málið snerti. Guðmundur svaraði svo fréttinni daginn eftir og sagði að aðeins tvö af þeim fjórum atriðum sem nefnd voru væru enn til skoðunar hjá Samkeppniseftirlitinu. Hann reyndi að gera blaðið tortryggilegt með því að benda á að stjórnarformaður Fréttablaðsins væri einnig lögmaður meirihlutaeigenda Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum og varaformaður stjórnar þess fyrirtækis. Stjórnarformaðurinn benti þá réttilega á, að með svari sínu gerði Guðmundur lítið úr öllum blaðamönnum og ritstjórum Fréttablaðsins. Hann hefði vegið að starfsheiðri þeirra og dylgjað um að þeir lytu boðvaldi stjórnar félagsins um fréttaflutning. Viðbrögð Guðmundar eru skólabókardæmi um röng viðbrögð við fjölmiðlaumræðu. Hann kaus að skjóta sendiboðann í stað þess að spyrja sjálfan sig af hverju hann svaraði ekki þegar til hans var leitað. Hann gerði lítið úr blaðamönnum sem ekki gera annað en að spegla samfélagið, og reyna að hafa rétt eftir heimildum og vinna úr þeim gögnum sem fyrir liggja. Með því vóg hann að starfsheiðri þeirra blaðamanna sem í hlut eiga og fjölmiðilsins sem þeir starfa hjá. Því miður gerist það æ oftar, þegar fjölmiðlar segja fréttir, að þeir sem í hlut eiga bregðast við með þessum hætti – reyna að draga úr trúverðugleika miðilsins – líki þeim ekki fréttin. Það er hvorki heiðarlegt né sanngjarnt – en sennilega skaða menn sjálfan sig mest með slíkum málflutningi. Fólk almennt skilur þetta gangverk. Guðmundur í Brimi, eins og hann oftast er kallaður, er einn stærsti útgerðarmaður landsins. Hann er að því leyti til opinber persóna, og fólki kemur við hvað hann er að sýsla. Maður í hans stöðu verður að geta tekið fréttum þegar vel gengur, en líka þegar hann þarf að verjast. Fjölmiðlar eiga ekki að hafa önnur markmið en þau að segja fréttir og vera farvegur fyrir skoðanir og upplýsingar á ábyrgan og sanngjarnan hátt. Það er leiðarstef Fréttablaðsins.
Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun