Vilja Vestlendinga úr viðskiptum við VÍS Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. september 2018 15:56 Ný framtíðarsýn VÍS kallar á uppstokkun. VÍSIR/ANTON Þrjátíu sveitarstjórnarfulltrúar sem sóttu haustþing Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi skora á sveitarfélög, fyrirtæki og einstaklinga á svæðinu að endurskoða viðskipti sín við Vátryggingafélag Íslands. Í ályktun sem samþykkt var á þinginu lýsa sveitarstjórnarfulltrúarnir yfir „gríðarlegum vonbrigðum“ með þá ákvörðun VÍS að fækka útibúum sínum á landsbyggðinni.Vísir greindi frá fyrirætlunum VÍS í gær, en félagið hyggst loka átta skrifstofum. Sex þeirra verða sameinaðar öðrum en tveimur alveg lokað, á Höfn og í Vestmannaeyjum. Þrettán umboðsskrifstofum víða um land verður sömuleiðis lokað. Eftir breytingarnar mun VÍS reka sex þjónustuskrifstofur; í Reykjavík, á Akureyri, Egilsstöðum, Selfossi, Sauðárkróki og Ísafirði. Ályktun haustþings Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi er svohljóðandi, en hana má finna á vef samtakanna.„Haustþing Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi lýsir yfir gríðarlegum vonbrigðum með þær fréttir frá VÍS að loka eigi öllum starfsstöðvum á Vesturlandi um næstu mánaðamót. Þessi ákvörðun er óásættanleg fyrir viðskiptavini og starfsfólk VÍS á svæðinu sem margir hverjir hafa verið í áratugi í viðskiptum og störfum við og fyrir félagið. Skorað er á sveitarfélög, fyrirtæki og einstaklinga á svæðinu að bregðast við þessari ákvörðun VÍS með því að endurskoða viðskipti sín við fyrirtækið.“ Eins og fram kom í Fréttablaðinu í morgun hafa fleiri lýst yfir óánægju með ákvörðun VÍS. Þeirra á meðal er Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, sem segist nú íhuga alvarlega að fara með viðskipti sín annað. Tengdar fréttir Hagræðing VÍS árás á landsbyggðina Vátryggingafélag Íslands (VÍS) hefur ákveðið að loka átta skrifstofum sínum á landsbyggðinni. Er það liður í endurskipulagningu fyrirtækisins þar sem gert er ráð fyrir að þjónustan fari meira fram í gegnum net og síma. 21. september 2018 08:00 Uppsagnir og lokanir hjá VÍS Tryggingafélagið VÍS mun loka rúmlega helmingi skrifstofa sinna og segja upp starfsfólki . 20. september 2018 13:54 Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Fleiri fréttir Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Sjá meira
Þrjátíu sveitarstjórnarfulltrúar sem sóttu haustþing Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi skora á sveitarfélög, fyrirtæki og einstaklinga á svæðinu að endurskoða viðskipti sín við Vátryggingafélag Íslands. Í ályktun sem samþykkt var á þinginu lýsa sveitarstjórnarfulltrúarnir yfir „gríðarlegum vonbrigðum“ með þá ákvörðun VÍS að fækka útibúum sínum á landsbyggðinni.Vísir greindi frá fyrirætlunum VÍS í gær, en félagið hyggst loka átta skrifstofum. Sex þeirra verða sameinaðar öðrum en tveimur alveg lokað, á Höfn og í Vestmannaeyjum. Þrettán umboðsskrifstofum víða um land verður sömuleiðis lokað. Eftir breytingarnar mun VÍS reka sex þjónustuskrifstofur; í Reykjavík, á Akureyri, Egilsstöðum, Selfossi, Sauðárkróki og Ísafirði. Ályktun haustþings Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi er svohljóðandi, en hana má finna á vef samtakanna.„Haustþing Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi lýsir yfir gríðarlegum vonbrigðum með þær fréttir frá VÍS að loka eigi öllum starfsstöðvum á Vesturlandi um næstu mánaðamót. Þessi ákvörðun er óásættanleg fyrir viðskiptavini og starfsfólk VÍS á svæðinu sem margir hverjir hafa verið í áratugi í viðskiptum og störfum við og fyrir félagið. Skorað er á sveitarfélög, fyrirtæki og einstaklinga á svæðinu að bregðast við þessari ákvörðun VÍS með því að endurskoða viðskipti sín við fyrirtækið.“ Eins og fram kom í Fréttablaðinu í morgun hafa fleiri lýst yfir óánægju með ákvörðun VÍS. Þeirra á meðal er Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, sem segist nú íhuga alvarlega að fara með viðskipti sín annað.
Tengdar fréttir Hagræðing VÍS árás á landsbyggðina Vátryggingafélag Íslands (VÍS) hefur ákveðið að loka átta skrifstofum sínum á landsbyggðinni. Er það liður í endurskipulagningu fyrirtækisins þar sem gert er ráð fyrir að þjónustan fari meira fram í gegnum net og síma. 21. september 2018 08:00 Uppsagnir og lokanir hjá VÍS Tryggingafélagið VÍS mun loka rúmlega helmingi skrifstofa sinna og segja upp starfsfólki . 20. september 2018 13:54 Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Fleiri fréttir Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Sjá meira
Hagræðing VÍS árás á landsbyggðina Vátryggingafélag Íslands (VÍS) hefur ákveðið að loka átta skrifstofum sínum á landsbyggðinni. Er það liður í endurskipulagningu fyrirtækisins þar sem gert er ráð fyrir að þjónustan fari meira fram í gegnum net og síma. 21. september 2018 08:00
Uppsagnir og lokanir hjá VÍS Tryggingafélagið VÍS mun loka rúmlega helmingi skrifstofa sinna og segja upp starfsfólki . 20. september 2018 13:54