Framboð lítilla íbúða svarar ekki eftirspurn Heimir Már Pétursson skrifar 21. september 2018 14:00 Á fyrstu sjö mánuðum þessa árs voru 14% allra íbúðaviðskipta á almennum markaði hér á landi vegna nýbygginga en árið 2010 var hlutfallið 3%. Vísir/Vilhelm Á fyrstu sjö mánuðum þessa árs voru 14% allra íbúðaviðskipta á almennum markaði hér á landi vegna nýbygginga en árið 2010 var hlutfallið 3%. Þegar síðasta uppsveifla náði hámarki árið 2007 var hlutfallið 18%. Ólafur Heiðar Helgason hagfræðingur hjá Íbúðalánasjóði segir ánægjulegt að nýjum íbúðum sé að fjölga. „Það hefur verið mikill skortur á íbúðum og þess vegna ekki vanþörf á að íbúðum fjölgi núna. Það væri hins vegar ánægjulegt ef það væru fleiri nýjar íbúðir sem henta fólki sem er með lítið eiginfé á milli handanna. Nýjar íbúðir hér í Reykjavík kosta að meðaltali 51 milljón króna en ef við skoðum þetta á landsvísu eru það aðeins inna við 4 prósent nýrra íbúða sem kosta innan við þrjátíu milljónir og ekki nema 2 prósent sem kosta undir 25 milljónir,” segir Ólafur Heiðar. Það væri æskilegt að íbúðum í þessum verðflokki fjölgaði. Hlutfall nýrra íbúða er nokkuð misjafn milli sveitarfélaga, 56 prósent í Mosfellsbæ og 45 prósent í Garðabæ en aðeins 6 prósent í Reykjavík. Ólafur Heiðar segir úrræði stjórnvalda um að fólk geti nýtt séreignarsparnað til kaupa á íbúðum sé farið að virka. En að auki er fallið frá ýmsum gjöldum hjá fólki sem er að kaupa sína fyrstu íbúð. „Já, við sjáum að stór hluti þeirra sem er að kaupa sína fyrstu íbúð nýtir úrræðið. Það er að segja skattfrjálsa ráðstöfun séreignarsparnaðar. Þannig að úrræðið er klárlega að nýtast. En það verður þá að líta til þess að þetta úrræði nýtist auðvitað best þeim sem eru með hærri tekjur og hafa þar af leiðandi meiri burði til að safna sér séreignarsparnaði,” segir Ólafur Heiðar. Þess vegna þurfi að huga sérstaklega að úrræðum fyrir fólk með lágar tekjur. Gerð sé krafa um 10 prósent í eiginfé við kaup á fyrstu íbúð og sumir safni jafnvel allt upp í 15 prósentum í eiginfé. „Þannig að þetta geta kannski verið fimm milljónir króna ef um er að ræða íbúð sem kostar 30 milljónir. Það segir sig sjálft að það er erfitt fyrir marga að safna svona fjárhæð. Þess vegna skiptir miklu máli að við hugum að uppbyggingu á þessum litlu og hagkvæmu íbúðum sem henta þá fólki í þessari stöðu,” segir Ólafur Heiðar Helgason. Húsnæðismál Mest lesið Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Innlent Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Innlent Vill að stjórn FH fari frá Innlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Innlent Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Erlent Fleiri fréttir Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Settur ráðherra skipar skrifstofustjóra Börnin búin að velja ný nöfn á skólana á Kársnesi „Nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað“ Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Óróahviður í Mýrafjöllum sagðar líkjast aðdraganda Reykjaneselda Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Síðasti fundur starfsstjórnar og rýnt í ráðherrakapalinn Fólk fari varlega í kringum nýfædd börn í jólaboðunum Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Borgin fær 150 milljónir frá ESB til að hreinsa Tjörnina og Vatnsmýri Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Vill að stjórn FH fari frá Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Handtekinn vegna gruns um líkamsárás Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Umfangsmikið útkall í Suðurhrauni vegna mikils reyks Flýta flugeldasýningu og breyta hlaupaleiðum á Menningarnótt Sjá meira
Á fyrstu sjö mánuðum þessa árs voru 14% allra íbúðaviðskipta á almennum markaði hér á landi vegna nýbygginga en árið 2010 var hlutfallið 3%. Þegar síðasta uppsveifla náði hámarki árið 2007 var hlutfallið 18%. Ólafur Heiðar Helgason hagfræðingur hjá Íbúðalánasjóði segir ánægjulegt að nýjum íbúðum sé að fjölga. „Það hefur verið mikill skortur á íbúðum og þess vegna ekki vanþörf á að íbúðum fjölgi núna. Það væri hins vegar ánægjulegt ef það væru fleiri nýjar íbúðir sem henta fólki sem er með lítið eiginfé á milli handanna. Nýjar íbúðir hér í Reykjavík kosta að meðaltali 51 milljón króna en ef við skoðum þetta á landsvísu eru það aðeins inna við 4 prósent nýrra íbúða sem kosta innan við þrjátíu milljónir og ekki nema 2 prósent sem kosta undir 25 milljónir,” segir Ólafur Heiðar. Það væri æskilegt að íbúðum í þessum verðflokki fjölgaði. Hlutfall nýrra íbúða er nokkuð misjafn milli sveitarfélaga, 56 prósent í Mosfellsbæ og 45 prósent í Garðabæ en aðeins 6 prósent í Reykjavík. Ólafur Heiðar segir úrræði stjórnvalda um að fólk geti nýtt séreignarsparnað til kaupa á íbúðum sé farið að virka. En að auki er fallið frá ýmsum gjöldum hjá fólki sem er að kaupa sína fyrstu íbúð. „Já, við sjáum að stór hluti þeirra sem er að kaupa sína fyrstu íbúð nýtir úrræðið. Það er að segja skattfrjálsa ráðstöfun séreignarsparnaðar. Þannig að úrræðið er klárlega að nýtast. En það verður þá að líta til þess að þetta úrræði nýtist auðvitað best þeim sem eru með hærri tekjur og hafa þar af leiðandi meiri burði til að safna sér séreignarsparnaði,” segir Ólafur Heiðar. Þess vegna þurfi að huga sérstaklega að úrræðum fyrir fólk með lágar tekjur. Gerð sé krafa um 10 prósent í eiginfé við kaup á fyrstu íbúð og sumir safni jafnvel allt upp í 15 prósentum í eiginfé. „Þannig að þetta geta kannski verið fimm milljónir króna ef um er að ræða íbúð sem kostar 30 milljónir. Það segir sig sjálft að það er erfitt fyrir marga að safna svona fjárhæð. Þess vegna skiptir miklu máli að við hugum að uppbyggingu á þessum litlu og hagkvæmu íbúðum sem henta þá fólki í þessari stöðu,” segir Ólafur Heiðar Helgason.
Húsnæðismál Mest lesið Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Innlent Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Innlent Vill að stjórn FH fari frá Innlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Innlent Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Erlent Fleiri fréttir Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Settur ráðherra skipar skrifstofustjóra Börnin búin að velja ný nöfn á skólana á Kársnesi „Nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað“ Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Óróahviður í Mýrafjöllum sagðar líkjast aðdraganda Reykjaneselda Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Síðasti fundur starfsstjórnar og rýnt í ráðherrakapalinn Fólk fari varlega í kringum nýfædd börn í jólaboðunum Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Borgin fær 150 milljónir frá ESB til að hreinsa Tjörnina og Vatnsmýri Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Vill að stjórn FH fari frá Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Handtekinn vegna gruns um líkamsárás Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Umfangsmikið útkall í Suðurhrauni vegna mikils reyks Flýta flugeldasýningu og breyta hlaupaleiðum á Menningarnótt Sjá meira