Innri endurskoðun OR breytt í kjölfar óvæntra starfsloka Sveinn Arnarsson skrifar 21. september 2018 07:00 Innri endurskoðandi OR lagði til að utanaðkomandi gerðu úttekt á stjórnarháttum fyrirtækisins . Fréttablaðið/Anton Brink Fyrirkomulagi á innri endurskoðun hjá Orkuveitu Reykjavíkur (OR) var breytt fyrr á árinu í kjölfar óvæntra starfsloka Guðmundar Inga Bergþórssonar, sem starfaði sem innri endurskoðandi fyrirtækisins. Sinnir innri endurskoðun Reykjavíkurborgar nú þessu hlutverki. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins tengdust starfslok Guðmundar Inga tillögu hans um að utanaðkomandi aðili yrði fenginn til að gera úttekt á stjórnarháttum innan fyrirtækisins. Samkvæmt ákvörðun stjórnar OR mun fara fram óháð úttekt á vinnustaðamenningu hjá fyrirtækinu og tilteknum starfsmannamálum. Hefur stjórnin falið þeirri sömu innri endurskoðun borgarinnar að annast þá úttekt ásamt utanaðkomandi sérfræðingum. Í bókun byggðarráðs Borgarbyggðar, eins eigenda OR, frá 25. janúar síðastliðnum kemur fram að það sé „nauðsynlegt að innri endurskoðun OR sé skilin frá innri endurskoðun stærsta eiganda fyrirtækisins þegar til framtíðar sé litið“. Fulltrúar minnihlutans í borginni óskuðu þann 23. ágúst eftir því að fram færi kynning í borgarráði á niðurstöðum úr starfsánægjukönnun stærstu fyrirtækja borgarinnar. Sú tillaga var felld þann 6. september á þeim forsendum að öll fyrirtæki B-hluta yrðu með kynningar í aðdraganda fjárhagsáætlunargerðar þar sem gæfist tækifæri til að spyrja um reksturinn. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í borgarráði óskuðu í ljósi nýliðinna atburða eftir því að umrædd kynning færi fram í borgarráði í gær en við því var ekki orðið. Brynhildur Davíðsdóttir, stjórnarformaður OR, kom hins vegar á fund borgarráðs til að fara yfir stöðuna. Birtist í Fréttablaðinu Stjórnsýsla Tengdar fréttir Hvernig fyrirtæki er Orkuveita Reykjavíkur? Þeirri spurningu reyndu starfsmenn að svara fyrr á árinu. 18. september 2018 09:00 Ólga meðal starfsfólks Orkuveitu Reykjavíkur Starfsmannafundur var haldinn í OR í gær vegna þeirrar stöðu sem komin er upp innanhúss. Svör starfsmannastjóra við spurningum vöktu furðu starfsfólks. 18. september 2018 06:00 Endurteknar uppsagnir og leyfi á langri viku hjá Orkuveitu Reykjavíkur Atburðarásin hjá Orkuveitunni rakin í réttri tímaröð. 18. september 2018 21:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Sjá meira
Fyrirkomulagi á innri endurskoðun hjá Orkuveitu Reykjavíkur (OR) var breytt fyrr á árinu í kjölfar óvæntra starfsloka Guðmundar Inga Bergþórssonar, sem starfaði sem innri endurskoðandi fyrirtækisins. Sinnir innri endurskoðun Reykjavíkurborgar nú þessu hlutverki. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins tengdust starfslok Guðmundar Inga tillögu hans um að utanaðkomandi aðili yrði fenginn til að gera úttekt á stjórnarháttum innan fyrirtækisins. Samkvæmt ákvörðun stjórnar OR mun fara fram óháð úttekt á vinnustaðamenningu hjá fyrirtækinu og tilteknum starfsmannamálum. Hefur stjórnin falið þeirri sömu innri endurskoðun borgarinnar að annast þá úttekt ásamt utanaðkomandi sérfræðingum. Í bókun byggðarráðs Borgarbyggðar, eins eigenda OR, frá 25. janúar síðastliðnum kemur fram að það sé „nauðsynlegt að innri endurskoðun OR sé skilin frá innri endurskoðun stærsta eiganda fyrirtækisins þegar til framtíðar sé litið“. Fulltrúar minnihlutans í borginni óskuðu þann 23. ágúst eftir því að fram færi kynning í borgarráði á niðurstöðum úr starfsánægjukönnun stærstu fyrirtækja borgarinnar. Sú tillaga var felld þann 6. september á þeim forsendum að öll fyrirtæki B-hluta yrðu með kynningar í aðdraganda fjárhagsáætlunargerðar þar sem gæfist tækifæri til að spyrja um reksturinn. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í borgarráði óskuðu í ljósi nýliðinna atburða eftir því að umrædd kynning færi fram í borgarráði í gær en við því var ekki orðið. Brynhildur Davíðsdóttir, stjórnarformaður OR, kom hins vegar á fund borgarráðs til að fara yfir stöðuna.
Birtist í Fréttablaðinu Stjórnsýsla Tengdar fréttir Hvernig fyrirtæki er Orkuveita Reykjavíkur? Þeirri spurningu reyndu starfsmenn að svara fyrr á árinu. 18. september 2018 09:00 Ólga meðal starfsfólks Orkuveitu Reykjavíkur Starfsmannafundur var haldinn í OR í gær vegna þeirrar stöðu sem komin er upp innanhúss. Svör starfsmannastjóra við spurningum vöktu furðu starfsfólks. 18. september 2018 06:00 Endurteknar uppsagnir og leyfi á langri viku hjá Orkuveitu Reykjavíkur Atburðarásin hjá Orkuveitunni rakin í réttri tímaröð. 18. september 2018 21:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Sjá meira
Hvernig fyrirtæki er Orkuveita Reykjavíkur? Þeirri spurningu reyndu starfsmenn að svara fyrr á árinu. 18. september 2018 09:00
Ólga meðal starfsfólks Orkuveitu Reykjavíkur Starfsmannafundur var haldinn í OR í gær vegna þeirrar stöðu sem komin er upp innanhúss. Svör starfsmannastjóra við spurningum vöktu furðu starfsfólks. 18. september 2018 06:00
Endurteknar uppsagnir og leyfi á langri viku hjá Orkuveitu Reykjavíkur Atburðarásin hjá Orkuveitunni rakin í réttri tímaröð. 18. september 2018 21:00