Fáar íbúðir í byggingu handa þeim sem hafa lítið eigið fé Sighvatur Arnmundsson skrifar 21. september 2018 08:00 Stór hluti nýrra íbúða sem eru 120 fermetrar að flatarmáli eða minni selst á eða yfir ásettu verði. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Fjórtán prósent allra íbúðaviðskipta á almennum markaði fyrstu sjö mánuði ársins voru vegna nýbygginga. Þetta kemur fram í nýrri greiningu húsnæðissviðs Íbúðalánasjóðs um markað með nýjar íbúðir. Hefur þetta hlutfall farið stöðugt vaxandi frá árinu 2010 þegar það var aðeins þrjú prósent. Í hámarki uppsveiflunnar 2007 var hlutfallið 18 prósent. Afar misjafnt er milli sveitarfélaga hversu stór hluti seldra íbúða á tímabilinu var nýjar íbúðir. Í Reykjavík var hlutfallið aðeins sex prósent en 56 prósent í Mosfellsbæ og 45 prósent í Garðabæ. Hagdeild Íbúðalánasjóðs hefur bent á að miklu skipti að þær íbúðir sem byggðar verða á yfirstandandi uppbyggingarskeiði henti þörfum landsmanna. Margt bendi til þess að sérstakur skortur sé á minni og hagkvæmari íbúðum og að eftirspurnin beinist ekki síður að nýjum íbúðum. Þrátt fyrir það sé ljóst að fáar nýjar íbúðir sem komið hafa á markaðinn að undanförnu henti tekjulægstu hópunum. Þannig hafa fyrstu sjö mánuði ársins innan við tvö prósent nýrra íbúða verið auglýst undir 25 milljónum og um fimm prósent undir 30 milljónum. Af eldri íbúðum voru sex prósent auglýst undir 25 milljónum og um 13 prósent undir 30 milljónum. Í Reykjavík var fermetraverð nýrra íbúða 32 prósentum hærra en eldri íbúða. Var fermetraverð nýrra íbúða að meðaltali 586 þúsund krónur en meðaltal eldri íbúða 445 þúsund. Þessi munur var minni í öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu, þar sem hann var tólf prósent, og í nágrannasveitarfélögum, þar sem hann var 17 prósent. Á landsbyggðinni var þessi munur hins vegar 75 prósent. Þegar söluverð er skoðað í samanburði við ásett verð kemur í ljós að tæplega þrír fjórðuhlutar nýrra íbúða sem eru innan við 80 fermetrar seljast á eða yfir ásettu verði. Innan við þriðjungur eldri íbúða í þessum stærðarflokki selst á eða yfir ásettu verði. Svipaða sögu er að segja um íbúðir 80-120 fermetra. Mun færri nýjar íbúðir stærri en 120 fermetrar seljast á eða yfir ásettu verði, eða tæpur þriðjungur. Hlutfall tveggja og þriggja herbergja íbúða sem voru seldar á tímabilinu var hærra af nýjum íbúðum en þeim eldri. Þannig voru tveggja herbergja íbúðir 23 prósent seldra nýrra íbúða en 16 prósent þeirra eldri. Um 35 prósent nýrra íbúða sem seldust voru þriggja herbergja en hlutfallið fyrir eldri íbúðir var um 30 prósent. Um þriðjungur þeirra íbúða sem nú eru skráðar í byggingu samkvæmt Þjóðskrá er í Reykjavík, 14 prósent í Kópavogi, 8 prósent í Reykjanesbæ og 7 prósent bæði í Árborg og Mosfellsbæ. Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Innlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira
Fjórtán prósent allra íbúðaviðskipta á almennum markaði fyrstu sjö mánuði ársins voru vegna nýbygginga. Þetta kemur fram í nýrri greiningu húsnæðissviðs Íbúðalánasjóðs um markað með nýjar íbúðir. Hefur þetta hlutfall farið stöðugt vaxandi frá árinu 2010 þegar það var aðeins þrjú prósent. Í hámarki uppsveiflunnar 2007 var hlutfallið 18 prósent. Afar misjafnt er milli sveitarfélaga hversu stór hluti seldra íbúða á tímabilinu var nýjar íbúðir. Í Reykjavík var hlutfallið aðeins sex prósent en 56 prósent í Mosfellsbæ og 45 prósent í Garðabæ. Hagdeild Íbúðalánasjóðs hefur bent á að miklu skipti að þær íbúðir sem byggðar verða á yfirstandandi uppbyggingarskeiði henti þörfum landsmanna. Margt bendi til þess að sérstakur skortur sé á minni og hagkvæmari íbúðum og að eftirspurnin beinist ekki síður að nýjum íbúðum. Þrátt fyrir það sé ljóst að fáar nýjar íbúðir sem komið hafa á markaðinn að undanförnu henti tekjulægstu hópunum. Þannig hafa fyrstu sjö mánuði ársins innan við tvö prósent nýrra íbúða verið auglýst undir 25 milljónum og um fimm prósent undir 30 milljónum. Af eldri íbúðum voru sex prósent auglýst undir 25 milljónum og um 13 prósent undir 30 milljónum. Í Reykjavík var fermetraverð nýrra íbúða 32 prósentum hærra en eldri íbúða. Var fermetraverð nýrra íbúða að meðaltali 586 þúsund krónur en meðaltal eldri íbúða 445 þúsund. Þessi munur var minni í öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu, þar sem hann var tólf prósent, og í nágrannasveitarfélögum, þar sem hann var 17 prósent. Á landsbyggðinni var þessi munur hins vegar 75 prósent. Þegar söluverð er skoðað í samanburði við ásett verð kemur í ljós að tæplega þrír fjórðuhlutar nýrra íbúða sem eru innan við 80 fermetrar seljast á eða yfir ásettu verði. Innan við þriðjungur eldri íbúða í þessum stærðarflokki selst á eða yfir ásettu verði. Svipaða sögu er að segja um íbúðir 80-120 fermetra. Mun færri nýjar íbúðir stærri en 120 fermetrar seljast á eða yfir ásettu verði, eða tæpur þriðjungur. Hlutfall tveggja og þriggja herbergja íbúða sem voru seldar á tímabilinu var hærra af nýjum íbúðum en þeim eldri. Þannig voru tveggja herbergja íbúðir 23 prósent seldra nýrra íbúða en 16 prósent þeirra eldri. Um 35 prósent nýrra íbúða sem seldust voru þriggja herbergja en hlutfallið fyrir eldri íbúðir var um 30 prósent. Um þriðjungur þeirra íbúða sem nú eru skráðar í byggingu samkvæmt Þjóðskrá er í Reykjavík, 14 prósent í Kópavogi, 8 prósent í Reykjanesbæ og 7 prósent bæði í Árborg og Mosfellsbæ.
Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Innlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira