Viðskipti innlent

Tók áratug að gera upp þrotabú Samson

Sigurður Mikael Jónsson skrifar
Björgólfur Guðmundsson.
Björgólfur Guðmundsson. Fréttablaðið/Vilhelm
Aðeins fengust tæp 8,6 prósent upp í 77 milljarða króna almennar kröfur í þrotabú Samson eignarhaldsfélags ehf. sem á árunum fyrir hrun hélt utan um hlut Björgólfsfeðga í Landsbankanum. Tilkynnt var um skiptalok í þrotabúinu í Lögbirtingablaðinu í gær.

Félag þeirra Björgólfs Guðmundssonar og Björgólfs Thors, sonar hans, var úrskurðað gjaldþrota í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 12. nóvember 2008 og var Helgi Birgisson lögmaður þá skipaður skiptastjóri í þrotabúinu. Ljóst er að verkefnið að ljúka skiptum í búinu hefur verið umfangsmikið enda tók það nær áratug.

Í Lögbirtingablaðinu segir að 6,4 milljarðar hafi fengist upp í almennar kröfur sem námu rúmlega 77,4 milljörðum. Búskröfur að fjárhæð 1,6 milljónir og forgangskröfur að fjárhæð 1,7 milljónir fengust greiddar að fullu. Ekkert fékkst greitt upp í eftirstæðar kröfur.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×