Verjandi segir ólíklegt að Thomas Møller Olsen passi í úlpu í stærð M Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 20. september 2018 17:45 Björgvin Jónsson á leið í lögmannsklæðin áður en undirbúningsþinghaldið fór fram í Landsrétti í dag. Vísir/Vilhelm Thomas Møller Olsen, sem hlaut í héraðsdómi 19 ára fangelsisdóm fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur og fíkniefnabrot, mun að öllum líkindum mæta aftur í skýrslutöku við aðalmeðferð málsins í Landsrétti að beiðni verjanda hans. Þá verður Thomasi gert að máta úlpu sem fannst blóðug um borð í togaranum Polar Nanoq. Þetta er meðal þess sem fram kemur í greinagerðum ákæruvaldsins og verjanda Thomasar sem fréttastofa hefur undir höndum en undirbúningsþinghald fór fram í Landsrétti í dag. Thomas segist, að því er fram kemur í greinagerð verjanda hans, ekki eiga umrædda úlpu en úlpan er af gerðinni Quarts Nature og í stærð M. Ósennilegt sé að Thomas, sem er 188 sentímetrar á hæð og þrekvaxinn, myndi festa kaup á úlpu í þeirri stærð. Hann eigi aftur á móti samskonar úlpu en í stærðinni XL að því er segir í greinagerð verjanda.Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari.Vísir/VilhelmÞá hafa bæði ákæruvaldið og verjandi Thomasar óskað eftir því að vitni verði leidd fyrir dómin, sum aftur en önnur ný. Óskað hefur verið eftir því að tæknimaður frá Securitas verði kallaður til skýrslutöku í tengslum við atriði er varða upptökur af öryggismyndavélum við Hafnarfjarðarhöfn og við golfskálann í Garðabæ. Þá er óskað eftir því að rannsóknarlögreglumaðurinn sem annaðist mælingar á akstri Kia Rio bifreiðarinnar sem Thomas var með á leigu, gefi einnig skýrslu. Verjandi Möller óskar eftir því að sérfræðingur sem lagði mat á það hvar líklegt sé að Möller hafi komið líki Birnu fyrir í vatni gefi skýrslu og að tekin verði skýrsla af skipverja á Polar Nanoq og af vini Nikolaj Olsen, en Nikolaj var á sínum tíma handekinn vegna málsins en síðar látinn laus. Í greinagerð sinni segir verjandi Thomasar að lögregluaðgerð við handtöku Thomasar um borð í Polar Nanoq hafa verið ólögmæta og utan íslenskrar refsilögsögu og því sé um ólögmæta frelsissviptingu að ræða. Líkt og fyrir héraðsdómi segir verjandi Thomasar framburð Nikolaj Olsen vera ótrúverðugan. Dagsetning aðalmeðferðar hefur ekki verið ákveðin en dómari metur nú kröfur ákæruvaldsins og verjanda og mun taka ákvörðun um hverjir verða kallaðir til skýrslutöku fyrir Landsrétti. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Aðalmeðferð í máli Thomasar Møller kortlögð í Landsrétti á morgun Verjandi Thomasar segir í samtali við Vísi að þinghaldið á morgun sé undirbúningur fyrir aðalmeðferð málsins. 19. september 2018 14:21 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Sjá meira
Thomas Møller Olsen, sem hlaut í héraðsdómi 19 ára fangelsisdóm fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur og fíkniefnabrot, mun að öllum líkindum mæta aftur í skýrslutöku við aðalmeðferð málsins í Landsrétti að beiðni verjanda hans. Þá verður Thomasi gert að máta úlpu sem fannst blóðug um borð í togaranum Polar Nanoq. Þetta er meðal þess sem fram kemur í greinagerðum ákæruvaldsins og verjanda Thomasar sem fréttastofa hefur undir höndum en undirbúningsþinghald fór fram í Landsrétti í dag. Thomas segist, að því er fram kemur í greinagerð verjanda hans, ekki eiga umrædda úlpu en úlpan er af gerðinni Quarts Nature og í stærð M. Ósennilegt sé að Thomas, sem er 188 sentímetrar á hæð og þrekvaxinn, myndi festa kaup á úlpu í þeirri stærð. Hann eigi aftur á móti samskonar úlpu en í stærðinni XL að því er segir í greinagerð verjanda.Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari.Vísir/VilhelmÞá hafa bæði ákæruvaldið og verjandi Thomasar óskað eftir því að vitni verði leidd fyrir dómin, sum aftur en önnur ný. Óskað hefur verið eftir því að tæknimaður frá Securitas verði kallaður til skýrslutöku í tengslum við atriði er varða upptökur af öryggismyndavélum við Hafnarfjarðarhöfn og við golfskálann í Garðabæ. Þá er óskað eftir því að rannsóknarlögreglumaðurinn sem annaðist mælingar á akstri Kia Rio bifreiðarinnar sem Thomas var með á leigu, gefi einnig skýrslu. Verjandi Möller óskar eftir því að sérfræðingur sem lagði mat á það hvar líklegt sé að Möller hafi komið líki Birnu fyrir í vatni gefi skýrslu og að tekin verði skýrsla af skipverja á Polar Nanoq og af vini Nikolaj Olsen, en Nikolaj var á sínum tíma handekinn vegna málsins en síðar látinn laus. Í greinagerð sinni segir verjandi Thomasar að lögregluaðgerð við handtöku Thomasar um borð í Polar Nanoq hafa verið ólögmæta og utan íslenskrar refsilögsögu og því sé um ólögmæta frelsissviptingu að ræða. Líkt og fyrir héraðsdómi segir verjandi Thomasar framburð Nikolaj Olsen vera ótrúverðugan. Dagsetning aðalmeðferðar hefur ekki verið ákveðin en dómari metur nú kröfur ákæruvaldsins og verjanda og mun taka ákvörðun um hverjir verða kallaðir til skýrslutöku fyrir Landsrétti.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Aðalmeðferð í máli Thomasar Møller kortlögð í Landsrétti á morgun Verjandi Thomasar segir í samtali við Vísi að þinghaldið á morgun sé undirbúningur fyrir aðalmeðferð málsins. 19. september 2018 14:21 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Sjá meira
Aðalmeðferð í máli Thomasar Møller kortlögð í Landsrétti á morgun Verjandi Thomasar segir í samtali við Vísi að þinghaldið á morgun sé undirbúningur fyrir aðalmeðferð málsins. 19. september 2018 14:21