Uppsagnir og lokanir hjá VÍS Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. september 2018 13:54 VÍS stefnir á að sameina og loka útibúum. Vísir/Anton Vátryggingafélag Íslands mun loka rúmlega helmingi skrifstofa sinna og segja upp starfsfólki - „í samræmi við framtíðarsýn sína um að verða stafrænt þjónustufyrirtæki.“ Alls munu þrír starfsmenn missa vinnuna auk þess sem þrettán verktakasamningum verður sagt upp. Ákveðið hefur verið að endurskipuleggja fyrirkomulag þjónustu „þannig að aukin áhersla verði lögð á stafrænar lausnir.“ Breytingarnar munu taka gildi 1. október en þær fela meðal annars í sér að loka átta skrifstofum, þar af verða sex sameinaðar öðrum. Á vef Fréttablaðsins segir að VÍS muni eftir breytingarnar ekki lengur reka útibú á Húsavík, Akranesi, Borgarnesi, Reyðarfirði, Hvolsvelli og í Keflavík. Starfsfólki þessara útibúa bauðst starf í nýjum, sameinuðu útibúum á Akureyri, Selfossi og í Reykjavík. Í einhverjum tilfellum gafst fólki einnig færi á að starfa að heiman. Þá verður jafnframt skrifstofum VÍS á Höfn og í Vestmannaeyjum lokað. Þar munu samanlagt tveir starfsmenn missa vinnuna. Samhliða breytingunum mun VÍS hætta að skipta landinu upp í umdæmi. Við það verður ekki lengur þörf á þremur umdæmisstjórum. Tveir munu halda í önnur störf innan VÍS en sá þriðji hættir störfum. Þrettán verktökum á vegum VÍS, svokallaðir umboðsmenn, verður að sama skapi sagt upp. Í tilkynningu á vef VÍS segir að breytingarnar séu ekki síst tilkomnar vegna áherslu viðskiptavina á aukna stafræna þjónustu. „Samskipti við viðskiptavini fara í síauknum mæli fram í gegnum net og síma og samkvæmt þjónustukönnunum kalla viðskiptavinir eftir aukinni þjónustu á þeim vettvangi. Áherslubreytingum í þjónustu er ætlað að svara þessu kalli.“ Haft er eftir Helga Bjarnasyni, forstjóra VÍS, að nýlega hafi verið mótuð stefna þar sem áhersla var lögð á að VÍS yrði stafrænt þjónustufyrirtæki. „Breytingarnar sem við gerum núna eru í takt við þá sýn og er ætlað samræma þjónustuna okkar og laga hana enn betur að þörfum viðskiptavina sem vilja einföld, flækjulaus og skilvirk tryggingaviðskipti.“ „Við sjáum skýr merki um að viðskiptavinir okkar vilja í síauknum mæli nota stafrænar leiðir til að eiga við okkur samskipti. Okkar trú er að sú eftirspurn fari vaxandi og kjarninn í okkar vegferð næstu misseri verður efla þjónustuna okkar á því sviði.“ Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Sjá meira
Vátryggingafélag Íslands mun loka rúmlega helmingi skrifstofa sinna og segja upp starfsfólki - „í samræmi við framtíðarsýn sína um að verða stafrænt þjónustufyrirtæki.“ Alls munu þrír starfsmenn missa vinnuna auk þess sem þrettán verktakasamningum verður sagt upp. Ákveðið hefur verið að endurskipuleggja fyrirkomulag þjónustu „þannig að aukin áhersla verði lögð á stafrænar lausnir.“ Breytingarnar munu taka gildi 1. október en þær fela meðal annars í sér að loka átta skrifstofum, þar af verða sex sameinaðar öðrum. Á vef Fréttablaðsins segir að VÍS muni eftir breytingarnar ekki lengur reka útibú á Húsavík, Akranesi, Borgarnesi, Reyðarfirði, Hvolsvelli og í Keflavík. Starfsfólki þessara útibúa bauðst starf í nýjum, sameinuðu útibúum á Akureyri, Selfossi og í Reykjavík. Í einhverjum tilfellum gafst fólki einnig færi á að starfa að heiman. Þá verður jafnframt skrifstofum VÍS á Höfn og í Vestmannaeyjum lokað. Þar munu samanlagt tveir starfsmenn missa vinnuna. Samhliða breytingunum mun VÍS hætta að skipta landinu upp í umdæmi. Við það verður ekki lengur þörf á þremur umdæmisstjórum. Tveir munu halda í önnur störf innan VÍS en sá þriðji hættir störfum. Þrettán verktökum á vegum VÍS, svokallaðir umboðsmenn, verður að sama skapi sagt upp. Í tilkynningu á vef VÍS segir að breytingarnar séu ekki síst tilkomnar vegna áherslu viðskiptavina á aukna stafræna þjónustu. „Samskipti við viðskiptavini fara í síauknum mæli fram í gegnum net og síma og samkvæmt þjónustukönnunum kalla viðskiptavinir eftir aukinni þjónustu á þeim vettvangi. Áherslubreytingum í þjónustu er ætlað að svara þessu kalli.“ Haft er eftir Helga Bjarnasyni, forstjóra VÍS, að nýlega hafi verið mótuð stefna þar sem áhersla var lögð á að VÍS yrði stafrænt þjónustufyrirtæki. „Breytingarnar sem við gerum núna eru í takt við þá sýn og er ætlað samræma þjónustuna okkar og laga hana enn betur að þörfum viðskiptavina sem vilja einföld, flækjulaus og skilvirk tryggingaviðskipti.“ „Við sjáum skýr merki um að viðskiptavinir okkar vilja í síauknum mæli nota stafrænar leiðir til að eiga við okkur samskipti. Okkar trú er að sú eftirspurn fari vaxandi og kjarninn í okkar vegferð næstu misseri verður efla þjónustuna okkar á því sviði.“
Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Sjá meira