Amazon stefnir á stórsókn í kassalausum verslunum Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. september 2018 12:03 Viðskiptavinir nota símann sinn til að komast inn í verslunina. Cnet Amazon.com Inc., sem er hvað þekktast fyrir samnefnda netverslun, stefnir á að opna þúsundir nýrra matvöruverslana á allra næstu árum. Heimildarmenn Bloomberg telja að fjölgunin geti numið 3000 nýjum AmazonGo-verslunum fram til ársins 2021 - og yrði því um „ágenga og kostnaðarsama“ markaðssókn að ræða. Matvöruverslanir Amazon svipa til verslana á borð við 10-11 á Íslandi eða 7-Eleven erlendis. Stærsti munurinn á verslununum er hins vegar sá að í AmazonGo-búðunum eru engir kassastarfsmenn. Þess í stað nota viðskiptavinirnir snjallsímaforrit til að komast inn í verslunina. Því næst grípa þeir með sér vörur og ganga aftur út úr versluninni án þess að stoppa og greiða fyrir vörurnar. Skynjarar og myndavélar greina hvaða vörur urðu fyrir valinu og rukka viðskiptavinina sjálfkrafa þegar þeir yfirgefa búðina. Framkvæmdastjóri Amazon, auðjöfurinn Jeff Bezos, telur að þetta fyrirkomulag komi í veg fyrir tímafrekar raðir sem oft geta myndast við kassana. Tímasparnaðurinn geti skipt sköpum, ekki síst í hádegisörtröðinni í fjölmennum stórborgum. Það sem helst stendur í vegi fyrir frekari innreið AmazonGo-verslananna er gríðarlegur kostnaður. Heimildarmaður Bloomberg telur að opnun AmazonGo-verslunarinnar í miðborg Seattle hafi kostað rúmlega milljón bandaríkjadali, meira en 110 milljónir króna. Því telja greinendur að Amazon muni í fyrstu leggja áherslu á tilbúin matvæli í verslunum sínum. Slík áhersla myndi ekki aðeins lækka startkostnað hverrar verslunar, sem þyrfti færri skynjara og myndavélar fyrir vikið, heldur er meiri framlegð af tilbúnum vörum en öðrum matvælum. Það myndi þannig stytta tímann sem það tæki hvert útibú að byrja að skila hagnaði. Orðrómurinn um hin metnaðarfullu áform Amazon hafa þegar haft áhrif á mörkuðum vestanhafs. Hlutabréfaverð í hinum gamalgróna verslunarrisa Walmart hefur til að mynda lækkað um 0,6 prósent, bréf í Target lækkuðu um 1,5 prósent og Kroger co. um 3,1 prósent.Hér að neðan má sjá hvernig AmazonGo-verslanirnar virka. Amazon Neytendur Tækni Tengdar fréttir Amazon opnar kassalausa búð Verslunin virkar þannig að skynjarar og myndavélar fylgjast með því hvað viðskiptavinir taka úr hillunum. 23. janúar 2018 07:00 Nýtt afgreiðslukerfi leiðir ekki til uppsagna Engin skýring afhverju Íslendingar hafa verið lengi að taka upp þessa tækniþróun í matvöruverslunum 16. mars 2018 21:00 Mest lesið Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Viðskipti erlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Viðskipti innlent Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Viðskipti erlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Þungur róður Samstöðvarinnar þyngist Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Sjá meira
Amazon.com Inc., sem er hvað þekktast fyrir samnefnda netverslun, stefnir á að opna þúsundir nýrra matvöruverslana á allra næstu árum. Heimildarmenn Bloomberg telja að fjölgunin geti numið 3000 nýjum AmazonGo-verslunum fram til ársins 2021 - og yrði því um „ágenga og kostnaðarsama“ markaðssókn að ræða. Matvöruverslanir Amazon svipa til verslana á borð við 10-11 á Íslandi eða 7-Eleven erlendis. Stærsti munurinn á verslununum er hins vegar sá að í AmazonGo-búðunum eru engir kassastarfsmenn. Þess í stað nota viðskiptavinirnir snjallsímaforrit til að komast inn í verslunina. Því næst grípa þeir með sér vörur og ganga aftur út úr versluninni án þess að stoppa og greiða fyrir vörurnar. Skynjarar og myndavélar greina hvaða vörur urðu fyrir valinu og rukka viðskiptavinina sjálfkrafa þegar þeir yfirgefa búðina. Framkvæmdastjóri Amazon, auðjöfurinn Jeff Bezos, telur að þetta fyrirkomulag komi í veg fyrir tímafrekar raðir sem oft geta myndast við kassana. Tímasparnaðurinn geti skipt sköpum, ekki síst í hádegisörtröðinni í fjölmennum stórborgum. Það sem helst stendur í vegi fyrir frekari innreið AmazonGo-verslananna er gríðarlegur kostnaður. Heimildarmaður Bloomberg telur að opnun AmazonGo-verslunarinnar í miðborg Seattle hafi kostað rúmlega milljón bandaríkjadali, meira en 110 milljónir króna. Því telja greinendur að Amazon muni í fyrstu leggja áherslu á tilbúin matvæli í verslunum sínum. Slík áhersla myndi ekki aðeins lækka startkostnað hverrar verslunar, sem þyrfti færri skynjara og myndavélar fyrir vikið, heldur er meiri framlegð af tilbúnum vörum en öðrum matvælum. Það myndi þannig stytta tímann sem það tæki hvert útibú að byrja að skila hagnaði. Orðrómurinn um hin metnaðarfullu áform Amazon hafa þegar haft áhrif á mörkuðum vestanhafs. Hlutabréfaverð í hinum gamalgróna verslunarrisa Walmart hefur til að mynda lækkað um 0,6 prósent, bréf í Target lækkuðu um 1,5 prósent og Kroger co. um 3,1 prósent.Hér að neðan má sjá hvernig AmazonGo-verslanirnar virka.
Amazon Neytendur Tækni Tengdar fréttir Amazon opnar kassalausa búð Verslunin virkar þannig að skynjarar og myndavélar fylgjast með því hvað viðskiptavinir taka úr hillunum. 23. janúar 2018 07:00 Nýtt afgreiðslukerfi leiðir ekki til uppsagna Engin skýring afhverju Íslendingar hafa verið lengi að taka upp þessa tækniþróun í matvöruverslunum 16. mars 2018 21:00 Mest lesið Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Viðskipti erlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Viðskipti innlent Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Viðskipti erlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Þungur róður Samstöðvarinnar þyngist Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Sjá meira
Amazon opnar kassalausa búð Verslunin virkar þannig að skynjarar og myndavélar fylgjast með því hvað viðskiptavinir taka úr hillunum. 23. janúar 2018 07:00
Nýtt afgreiðslukerfi leiðir ekki til uppsagna Engin skýring afhverju Íslendingar hafa verið lengi að taka upp þessa tækniþróun í matvöruverslunum 16. mars 2018 21:00