Nabil Fekir ætlaði sér að sýna Liverpool hversu góður fótboltamaður hann er Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. september 2018 10:30 Nabil Fekir fagnar marki sínu með liðsfélögunum í gær. Vísir/Getty Nabil Fekir var nálægt því að fara til Liverpool í sumar en á endanum varð ekkert af kaupum enska liðsins á þessum franska landsliðsmanni. Stuðningsmenn Liverpool og aðrir fengu smá sýningu á því í gær hvað Liverpool missti af þegar félagið keypti Nabil Fekir ekki frá Lyon. Nabil Fekir var nefnilega maðurinn á bak við sigur Lyon á Manchester City á Ethiad leikvanginum í Meistaradeildinni í gær. Nabil Fekir var með fyrirliðabandið og lagði upp fyrra markið síns liðs áður en hann skoraði annað markið með flottu skoti. Lyon vann leikinn á endanum 2-1. Norska sjónvarpsstöðin ViaSport var með mann á staðnum og fékk Nabil Fekir í viðtal eftir leikinn. Norski sjónvarpsmaðurinn spurði Frakkann hvort markið væri „hefnd“ fyrir það að kaupin gengu ekki eftir. Nabil Fekir vildi ekki taka svo djúpt í árina en sagði þetta mál hafa hjálpað honum að gera hann enn tilbúnari í þennan fyrsta leik liðanna í Meistaradeildinni í vetur. „Þetta var ekki hefnd en ég vildi sýna það og sanna að ég er góður leikmaður,“ sagði Nabil Fekir við ViaSport eins og sjá má hér fyrir neðan..@NabilFekir: – I want to prove I'm a good player. (@JanAageFjortoft) pic.twitter.com/qAZYLXKApb — Viasport Fotball (@ViasportFotball) September 19, 2018Nabil Fekir lék fyrir aftan framherjann í leikkerfinu 4-4-1-1 en Memphis Depay var fremstur. Þetta var bæði fyrsta markið og fyrsta stoðsendingin hjá Nabil Fekir í Meistaradeildinni en hann náði ekki að skora eða leggja upp í sex leikjum sínum með Lyon tímabilið 2016-16 og missti af 2015-16 tímabilinu vegna krossbandaslits. Nabil Fekir var ekki með Lyon liðinu í tveimur fyrstu umferðunum en kom inná sem varamaður í þriðju umferð. Þetta var þriðji byrjunarliðsleikur hans á leiktíðinni og annar leikurinn í röð sem hann skorar. Nabil Fekir skoraði einnig annað marka Lyon í 2-2 jafntefli við Caen í frönsku deildinni um síðustu helgi. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Fleiri fréttir Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Hjörtur þriðji úr vörn landsliðsins í Grikklandi Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Sjá meira
Nabil Fekir var nálægt því að fara til Liverpool í sumar en á endanum varð ekkert af kaupum enska liðsins á þessum franska landsliðsmanni. Stuðningsmenn Liverpool og aðrir fengu smá sýningu á því í gær hvað Liverpool missti af þegar félagið keypti Nabil Fekir ekki frá Lyon. Nabil Fekir var nefnilega maðurinn á bak við sigur Lyon á Manchester City á Ethiad leikvanginum í Meistaradeildinni í gær. Nabil Fekir var með fyrirliðabandið og lagði upp fyrra markið síns liðs áður en hann skoraði annað markið með flottu skoti. Lyon vann leikinn á endanum 2-1. Norska sjónvarpsstöðin ViaSport var með mann á staðnum og fékk Nabil Fekir í viðtal eftir leikinn. Norski sjónvarpsmaðurinn spurði Frakkann hvort markið væri „hefnd“ fyrir það að kaupin gengu ekki eftir. Nabil Fekir vildi ekki taka svo djúpt í árina en sagði þetta mál hafa hjálpað honum að gera hann enn tilbúnari í þennan fyrsta leik liðanna í Meistaradeildinni í vetur. „Þetta var ekki hefnd en ég vildi sýna það og sanna að ég er góður leikmaður,“ sagði Nabil Fekir við ViaSport eins og sjá má hér fyrir neðan..@NabilFekir: – I want to prove I'm a good player. (@JanAageFjortoft) pic.twitter.com/qAZYLXKApb — Viasport Fotball (@ViasportFotball) September 19, 2018Nabil Fekir lék fyrir aftan framherjann í leikkerfinu 4-4-1-1 en Memphis Depay var fremstur. Þetta var bæði fyrsta markið og fyrsta stoðsendingin hjá Nabil Fekir í Meistaradeildinni en hann náði ekki að skora eða leggja upp í sex leikjum sínum með Lyon tímabilið 2016-16 og missti af 2015-16 tímabilinu vegna krossbandaslits. Nabil Fekir var ekki með Lyon liðinu í tveimur fyrstu umferðunum en kom inná sem varamaður í þriðju umferð. Þetta var þriðji byrjunarliðsleikur hans á leiktíðinni og annar leikurinn í röð sem hann skorar. Nabil Fekir skoraði einnig annað marka Lyon í 2-2 jafntefli við Caen í frönsku deildinni um síðustu helgi.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Fleiri fréttir Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Hjörtur þriðji úr vörn landsliðsins í Grikklandi Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Sjá meira