Stjórnvöld björguðu lánalínu Arctic Fish á síðustu stundu Sveinn Arnarsson skrifar 9. október 2018 06:30 Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra mun freista þess að höggva á þann hnút sem kominn er á málefni laxeldisfyrirtækja. Fréttablaðið/Ernir Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra mun í dag leggja fram frumvarp til breytingar á lögum um fiskeldi til að tryggja að fyrirtæki í laxeldi á Vestfjörðum, Fjarðalax og Arctic Fish, geti haldið áfram starfsemi þrátt fyrir úrskurði og afturköllun starfsleyfa fyrirtækjanna. Í frumvarpi Kristjáns Þórs kemur fram að ráðherra sé heimilt, að undangenginni umsögn Matvælastofnunar, að veita fyrirtækjum í laxeldi bráðabirgðaleyfi, til allt að tíu mánaða. „Þetta eru mál sem snerta sjávarútvegsráðherra. Það sem snýr að mér hefur með starfsleyfi að gera á grundvelli laga um hollustuhætti og mengunarvarnir. Þar er alveg ljóst að fyrirtækin geta sótt um undanþágu frá starfsleyfinu og það var ekki rætt á ríkisstjórnarfundi.“ sagði Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra þegar hann gekk af ríkisstjórnarfundi í gær. Hann sagði enn fremur að hann hefði ekki fengið inn á sitt borð umsókn fyrirtækjanna um undanþágu en ef til þess kæmi myndi hann taka málið til meðferðar. Fundur var haldinn í gær með Matvælastofnun, Umhverfisstofnun, Skipulagsstofnun og laxeldisfyrirtækjunum tveimur. Sigrún Ágústsdóttir, sérfræðingur Umhverfisstofnunar á sviði friðlýsinga og starfsleyfa, segir að á fundinum hafi verið rædd tillaga um hvernig væri hægt að bæta úr þeim annmarka sem fjallað er um í úrskurðum úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. „Ný leyfi fyrirtækjanna tveggja eru fallin úr gildi en eldri leyfi þeirra fyrir minna umfangi eru enn í gildi samkvæmt okkar skilningi. Það sé því enn hægt að nýta þau leyfi að okkar mati,“ segir Sigrún. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins voru fulltrúar Arctic Fish kallaðir á fund viðskiptabanka síns þegar rekstrarleyfi þeirra hafði verið afturkallað og gerð grein fyrir því að afturköllun á rekstrarleyfi gæti þýtt riftun á lánasamningum við félagið. Hins vegar hafi fréttir síðustu daga um inngrip stjórnvalda róað viðskiptabankann. Litlu hafi þó mátt muna á tímabili. Halla Signý Kristjánsdóttir, annar varaformaður atvinnuveganefndar og þingmaður Framsóknarflokksins á Vestfjörðum, segir að gjaldþrot fyrirtækjanna hafi komið til tals. „Þetta er dagaspursmál því þeir sjá stefnuleysið í málaflokknum og vandræðaganginn og hafa kallað fyrirtækin að borðinu og viljað fá svör,“ segir Halla Signý. „Fyrirtækin hafa sagt atvinnuveganefnd þetta og ég sem þingmaður kjördæmisins hef verið fyrir vestan og hef verið að heyra þetta.“Vill laxveiðirétthafa á fund Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður VG, segist ekki hafa séð frumvarp sjávarútvegsráðherra. „En ég óskaði eftir því á sunnudag að umhverfisverndarsinnar og laxveiðirétthafar komi á fund umhverfis- og samgöngunefndar í vikunni, enda nauðsynlegt að við fáum að heyra þeirra sjónarmið í nefndinni,“ segir Rósa. Aðspurð segir Rósa að enn sem komið er hafi engar undirtektir verið við þá beiðni, hvorki frá stjórnarliðum né stjórnarandstöðu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Neyðarástand bregðist stjórnvöld ekki við Ljóst þykir að ákvörðun úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála muni hafa neikvæð áhrif á uppbyggingu laxeldis. 8. október 2018 07:00 Mest lesið Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Erlent Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Innlent Sólmyrkvi á laugardaginn Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Fleiri fréttir Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Sjá meira
Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra mun í dag leggja fram frumvarp til breytingar á lögum um fiskeldi til að tryggja að fyrirtæki í laxeldi á Vestfjörðum, Fjarðalax og Arctic Fish, geti haldið áfram starfsemi þrátt fyrir úrskurði og afturköllun starfsleyfa fyrirtækjanna. Í frumvarpi Kristjáns Þórs kemur fram að ráðherra sé heimilt, að undangenginni umsögn Matvælastofnunar, að veita fyrirtækjum í laxeldi bráðabirgðaleyfi, til allt að tíu mánaða. „Þetta eru mál sem snerta sjávarútvegsráðherra. Það sem snýr að mér hefur með starfsleyfi að gera á grundvelli laga um hollustuhætti og mengunarvarnir. Þar er alveg ljóst að fyrirtækin geta sótt um undanþágu frá starfsleyfinu og það var ekki rætt á ríkisstjórnarfundi.“ sagði Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra þegar hann gekk af ríkisstjórnarfundi í gær. Hann sagði enn fremur að hann hefði ekki fengið inn á sitt borð umsókn fyrirtækjanna um undanþágu en ef til þess kæmi myndi hann taka málið til meðferðar. Fundur var haldinn í gær með Matvælastofnun, Umhverfisstofnun, Skipulagsstofnun og laxeldisfyrirtækjunum tveimur. Sigrún Ágústsdóttir, sérfræðingur Umhverfisstofnunar á sviði friðlýsinga og starfsleyfa, segir að á fundinum hafi verið rædd tillaga um hvernig væri hægt að bæta úr þeim annmarka sem fjallað er um í úrskurðum úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. „Ný leyfi fyrirtækjanna tveggja eru fallin úr gildi en eldri leyfi þeirra fyrir minna umfangi eru enn í gildi samkvæmt okkar skilningi. Það sé því enn hægt að nýta þau leyfi að okkar mati,“ segir Sigrún. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins voru fulltrúar Arctic Fish kallaðir á fund viðskiptabanka síns þegar rekstrarleyfi þeirra hafði verið afturkallað og gerð grein fyrir því að afturköllun á rekstrarleyfi gæti þýtt riftun á lánasamningum við félagið. Hins vegar hafi fréttir síðustu daga um inngrip stjórnvalda róað viðskiptabankann. Litlu hafi þó mátt muna á tímabili. Halla Signý Kristjánsdóttir, annar varaformaður atvinnuveganefndar og þingmaður Framsóknarflokksins á Vestfjörðum, segir að gjaldþrot fyrirtækjanna hafi komið til tals. „Þetta er dagaspursmál því þeir sjá stefnuleysið í málaflokknum og vandræðaganginn og hafa kallað fyrirtækin að borðinu og viljað fá svör,“ segir Halla Signý. „Fyrirtækin hafa sagt atvinnuveganefnd þetta og ég sem þingmaður kjördæmisins hef verið fyrir vestan og hef verið að heyra þetta.“Vill laxveiðirétthafa á fund Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður VG, segist ekki hafa séð frumvarp sjávarútvegsráðherra. „En ég óskaði eftir því á sunnudag að umhverfisverndarsinnar og laxveiðirétthafar komi á fund umhverfis- og samgöngunefndar í vikunni, enda nauðsynlegt að við fáum að heyra þeirra sjónarmið í nefndinni,“ segir Rósa. Aðspurð segir Rósa að enn sem komið er hafi engar undirtektir verið við þá beiðni, hvorki frá stjórnarliðum né stjórnarandstöðu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Neyðarástand bregðist stjórnvöld ekki við Ljóst þykir að ákvörðun úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála muni hafa neikvæð áhrif á uppbyggingu laxeldis. 8. október 2018 07:00 Mest lesið Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Erlent Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Innlent Sólmyrkvi á laugardaginn Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Fleiri fréttir Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Sjá meira
Neyðarástand bregðist stjórnvöld ekki við Ljóst þykir að ákvörðun úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála muni hafa neikvæð áhrif á uppbyggingu laxeldis. 8. október 2018 07:00