Áralangar deilur um hávaða í fjöleignarhúsi enduðu fyrir dómi Jóhann Óli Eiðsson skrifar 8. október 2018 06:15 Um áralanga deilu er að ræða en samkvæmt gögnum málsins hefur frá miðju ári 2006 verið hringt alls 74 sinnum í lögreglu vegna hávaða úr íbúðinni. Vísir/HARI Kona í Garðabæ var í Héraðsdómi Reykjaness fyrir tæpum hálfum mánuði sýknuð af kröfu húsfélags um að henni yrði gert skylt að flytja úr íbúð sinni í húsinu og að henni yrði gert að selja fasteignina. Ástæðan fyrir kröfu húsfélagsins var áralangt ónæði úr íbúð konunnar. Um áralanga deilu er að ræða en samkvæmt gögnum málsins hefur frá miðju ári 2006 verið hringt alls 74 sinnum í lögreglu vegna hávaða úr íbúðinni. Mikið ónæði hafi verið þaðan vegna tónlistar úr stórum hátölurum og þá hafi öðrum íbúum hússins stafað ógn af sambýlismanni konunnar. Sá á meðal annars að hafa hótað einum íbúa því að henda honum fram af annarri hæð hússins og að hann myndi missa stjórn á bíl sínum þegar viðkomandi íbúi væri nálægur. Þá báru aðrir íbúar hússins um að hann hefði átt það til að ganga í skrokk á konu sinni og hafði lögregla verið minnst einu sinni kölluð til vegna slíks ofbeldis. Málið var ítrekað tekið fyrir á húsfundum félagsins og konunni þar veitt áminning. Staðan var fyrst rædd á fundi árið 2008, aftur ári síðar og ítrekað síðan þá. Að endingu var dómsmál höfðað. „Verður háttsemi [konunnar og sambýlismannsins] með engu móti réttlætt hér. Hins vegar kom fram í skýrslum fyrir dómi, þegar spurt var hvernig háttsemi þeirra hefði verið upp á síðkastið, að ekkert ónæði hafi verið frá íbúð stefndu á þessu ári, fyrir utan að sambýlismaður stefndu hafi í janúar gengið ógnandi á milli íbúða í þeim tilgangi að fá eigendur til að falla frá þessari málsókn, en hann sé nú fluttur úr húsinu,“ segir í niðurstöðu dómsins. Ekki þótti sannað að skilyrði fjöleignarhúsalaga um bann við dvöl og skyldu til að selja íbúðina væru uppfyllt. Því var konan sýknuð af kröfunni. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis Innlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent Fleiri fréttir Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Samningar í höfn við sveitarfélögin en ekki ríkið Sjá meira
Kona í Garðabæ var í Héraðsdómi Reykjaness fyrir tæpum hálfum mánuði sýknuð af kröfu húsfélags um að henni yrði gert skylt að flytja úr íbúð sinni í húsinu og að henni yrði gert að selja fasteignina. Ástæðan fyrir kröfu húsfélagsins var áralangt ónæði úr íbúð konunnar. Um áralanga deilu er að ræða en samkvæmt gögnum málsins hefur frá miðju ári 2006 verið hringt alls 74 sinnum í lögreglu vegna hávaða úr íbúðinni. Mikið ónæði hafi verið þaðan vegna tónlistar úr stórum hátölurum og þá hafi öðrum íbúum hússins stafað ógn af sambýlismanni konunnar. Sá á meðal annars að hafa hótað einum íbúa því að henda honum fram af annarri hæð hússins og að hann myndi missa stjórn á bíl sínum þegar viðkomandi íbúi væri nálægur. Þá báru aðrir íbúar hússins um að hann hefði átt það til að ganga í skrokk á konu sinni og hafði lögregla verið minnst einu sinni kölluð til vegna slíks ofbeldis. Málið var ítrekað tekið fyrir á húsfundum félagsins og konunni þar veitt áminning. Staðan var fyrst rædd á fundi árið 2008, aftur ári síðar og ítrekað síðan þá. Að endingu var dómsmál höfðað. „Verður háttsemi [konunnar og sambýlismannsins] með engu móti réttlætt hér. Hins vegar kom fram í skýrslum fyrir dómi, þegar spurt var hvernig háttsemi þeirra hefði verið upp á síðkastið, að ekkert ónæði hafi verið frá íbúð stefndu á þessu ári, fyrir utan að sambýlismaður stefndu hafi í janúar gengið ógnandi á milli íbúða í þeim tilgangi að fá eigendur til að falla frá þessari málsókn, en hann sé nú fluttur úr húsinu,“ segir í niðurstöðu dómsins. Ekki þótti sannað að skilyrði fjöleignarhúsalaga um bann við dvöl og skyldu til að selja íbúðina væru uppfyllt. Því var konan sýknuð af kröfunni.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis Innlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent Fleiri fréttir Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Samningar í höfn við sveitarfélögin en ekki ríkið Sjá meira