Örin Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 8. október 2018 07:00 Erfið áföll í æsku setja mark sitt á þann sem fyrir þeim verður, iðulega svo mikil að einstaklingurinn verður aldrei aftur sá sami og hann var. Jafnvel þótt hann beri sig vel er hann ætíð með ör á sálinni. En örið kann líka að vera annars staðar. Stutt er síðan sjá mátti litla frétt á netinu, sem ekki vakti mikla athygli. Hún var eins og neðanmálsgrein innan um stóru fréttirnar. Samt er þetta ansi merkileg frétt sem fjallar einmitt um ör. Hún snýst um rannsókn vísindamanna við háskólann í Bresku-Kólumbíu en niðurstöður hennar sýna að áföll sem börn verða fyrir af völdum misnotkunar geta skilið eftir sig ör í frumum líkamans. Þannig virðist sem áföll geti breytt erfðavísum. Í lok fréttarinnar kom fram að áframhaldandi rannsóknir gætu sýnt fram á hvort áhrif áfalla erfist á milli kynslóða, og tekið var fram að margar kenningar væru til um slíkt. Víst er að áföll í æsku setja mark sitt á sálarlíf þeirra sem fyrir þeim verða og líklegt er að þau komi einnig niður á líkamlegri heilsu. Kenningar um að áhrif slíkra áfalla geti fylgt næstu kynslóð eru ansi sláandi. Í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem sannarlega er göfugt plagg, segir á einum stað að börn eigi rétt á vernd gegn hvers kyns líkamlegu, andlegu og kynferðislegu ofbeldi og misnotkun. Þar er einnig getið um þá skyldu stjórnvalda að veita börnum sem sætt hafa illri meðferð viðeigandi stuðning. Að eiga rétt á einhverju jafngildir ekki því að sá réttur sé virtur. Því jafnheitt og við óskum þess að börn fái að njóta æskunnar og séu ekki rænd henni, þá blasir sú staðreynd við að á hverjum tíma ganga níðingar lausir og eitra umhverfi sitt. Það er skylda allra siðaðra manna að veita illskunni mótspyrnu. Ein leið til þess er að sýna börnum umhyggju, hlúa að þeim og vera vakandi yfir velferð þeirra, þannig að þau viti af stað þar sem þau eiga alltaf öruggt athvarf. Börn verða að vera viss um að þau geti leitað til fullorðinna, sagt þeim frá grimmdinni sem þau hafa verið beitt og fengið hjálp. Þau eiga ekki að þurfa að lifa lífinu þannig að þau byrgi inni tilfinningar sínar og þegi um ofbeldið sem skapar þeim svo mikla þjáningu. Hin sára staðreynd er síðan sú að ekki komast allir lifandi frá þessum áföllum heldur svipta sig lífi. Þeim barst ekki hjálp í tíma. Hinn dáði listamaður Bubbi Morthens hefur tjáð sig um kynferðisofbeldi sem hann varð fyrir í æsku og hefur markað allt hans líf. Hann segist loks vera orðinn frjáls, rúmlega sextugur. Skilaboð hans eru þau að til sé lausn við áföllum eins og þessum og að hægt sé að vinna sig út úr þeim með hjálp fagaðila. Bubbi er dæmi um einstakling sem fékk hjálp, gat brotið hlekki og orðið frjáls. Þetta eru mikilvæg skilaboð til þeirra sem hafa verið eða eru í sömu sporum og Bubbi var þegar níðingur eitraði framtíð hans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Erfið áföll í æsku setja mark sitt á þann sem fyrir þeim verður, iðulega svo mikil að einstaklingurinn verður aldrei aftur sá sami og hann var. Jafnvel þótt hann beri sig vel er hann ætíð með ör á sálinni. En örið kann líka að vera annars staðar. Stutt er síðan sjá mátti litla frétt á netinu, sem ekki vakti mikla athygli. Hún var eins og neðanmálsgrein innan um stóru fréttirnar. Samt er þetta ansi merkileg frétt sem fjallar einmitt um ör. Hún snýst um rannsókn vísindamanna við háskólann í Bresku-Kólumbíu en niðurstöður hennar sýna að áföll sem börn verða fyrir af völdum misnotkunar geta skilið eftir sig ör í frumum líkamans. Þannig virðist sem áföll geti breytt erfðavísum. Í lok fréttarinnar kom fram að áframhaldandi rannsóknir gætu sýnt fram á hvort áhrif áfalla erfist á milli kynslóða, og tekið var fram að margar kenningar væru til um slíkt. Víst er að áföll í æsku setja mark sitt á sálarlíf þeirra sem fyrir þeim verða og líklegt er að þau komi einnig niður á líkamlegri heilsu. Kenningar um að áhrif slíkra áfalla geti fylgt næstu kynslóð eru ansi sláandi. Í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem sannarlega er göfugt plagg, segir á einum stað að börn eigi rétt á vernd gegn hvers kyns líkamlegu, andlegu og kynferðislegu ofbeldi og misnotkun. Þar er einnig getið um þá skyldu stjórnvalda að veita börnum sem sætt hafa illri meðferð viðeigandi stuðning. Að eiga rétt á einhverju jafngildir ekki því að sá réttur sé virtur. Því jafnheitt og við óskum þess að börn fái að njóta æskunnar og séu ekki rænd henni, þá blasir sú staðreynd við að á hverjum tíma ganga níðingar lausir og eitra umhverfi sitt. Það er skylda allra siðaðra manna að veita illskunni mótspyrnu. Ein leið til þess er að sýna börnum umhyggju, hlúa að þeim og vera vakandi yfir velferð þeirra, þannig að þau viti af stað þar sem þau eiga alltaf öruggt athvarf. Börn verða að vera viss um að þau geti leitað til fullorðinna, sagt þeim frá grimmdinni sem þau hafa verið beitt og fengið hjálp. Þau eiga ekki að þurfa að lifa lífinu þannig að þau byrgi inni tilfinningar sínar og þegi um ofbeldið sem skapar þeim svo mikla þjáningu. Hin sára staðreynd er síðan sú að ekki komast allir lifandi frá þessum áföllum heldur svipta sig lífi. Þeim barst ekki hjálp í tíma. Hinn dáði listamaður Bubbi Morthens hefur tjáð sig um kynferðisofbeldi sem hann varð fyrir í æsku og hefur markað allt hans líf. Hann segist loks vera orðinn frjáls, rúmlega sextugur. Skilaboð hans eru þau að til sé lausn við áföllum eins og þessum og að hægt sé að vinna sig út úr þeim með hjálp fagaðila. Bubbi er dæmi um einstakling sem fékk hjálp, gat brotið hlekki og orðið frjáls. Þetta eru mikilvæg skilaboð til þeirra sem hafa verið eða eru í sömu sporum og Bubbi var þegar níðingur eitraði framtíð hans.
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun