Glæsilegur sigur hjá ÍBV Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. október 2018 07:00 Kolbeinn Aron átti frábæran leik gegn Pays d'Aix í Eyjum í gær. Vísir/ERNIR Handbolti Eyjamenn voru hársbreidd frá því að komast í úrslit Áskorendabikars Evrópu á síðasta tímabili. Byrjunin í EHF-bikarnum á þessu tímabili var heldur ekkert slor. Í gær unnu Íslands-, bikar- og deildarmeistarar ÍBV franska liðið Pays d’Aix með eins marks mun, 24-23, í fyrri leiknum í 2. umferð keppninnar. Kolbeinn Aron Ingibjargarson sá til þess að Eyjamenn fara með eins marks forskot í seinni leikinn í Frakklandi um næstu helgi en hann varði lokaskot franska liðsins. Kolbeinn, sem sneri aftur til ÍBV í sumar eftir eitt ár í herbúðum Aftureldingar, varði alls 18 skot og átti afbragðsgóðan leik. Framlag Theodórs Sigurbjörnssonar á lokakaflanum vóg einnig þungt en hann skoraði tvö síðustu mörk ÍBV í leiknum. Hann gerði alls fjögur mörk. Skytturnar Sigurbergur Sveinsson og Kristján Örn Kristjánsson drógu vagninn í sóknarleik ÍBV í fyrri hálfleik. Þeir skoruðu samtals níu af tíu mörkum Eyjamanna sem voru undir, 10-12, þegar liðin gengu til búningsherbergja. Heimamenn máttu vera ósáttir við þá stöðu enda búnir að fara illa með mörg góð færi. ÍBV byrjaði seinni hálfleikinn af miklum krafti, skoraði átta af fyrstu ellefu mörkum hans og náðu þriggja marka forskoti, 18-15. Frakkarnir svöruðu með fjórum mörkum í röð og náðu forystunni á ný, 18-19. Lokamínúturnar voru gríðarlega spennandi en Eyjamenn sýndu styrk og lönduðu sigrinum. Lið Pays d’Aix er mjög sterkt en það endaði í 5. sæti frönsku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili. Þjálfari liðsins er goðsögnin Jérome Fernandez sem vann allt sem hægt var að vinna með franska landsliðinu á sínum tíma. ÍBV hefur núna unnið sjö af síðustu níu Evrópuleikjum sínum, gert eitt jafntefli og aðeins tapað einum leik. Eyjamanna bíður erfitt verkefni í Aix um næstu helgi en frammistaðan í fyrri leiknum í gær hlýtur að gefa þeim byr undir báða vængi. Birtist í Fréttablaðinu Íslenski handboltinn Mest lesið Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Fótbolti Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Körfubolti Napólí heldur pressunni á toppliði Inter Fótbolti Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Handbolti „Okkar besti leikur á tímabilinu“ Handbolti „Gerðum gott úr þessu“ Íslenski boltinn Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Enski boltinn „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Handbolti Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Fótbolti Fleiri fréttir „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Bjarki Már öflugur Sjá meira
Handbolti Eyjamenn voru hársbreidd frá því að komast í úrslit Áskorendabikars Evrópu á síðasta tímabili. Byrjunin í EHF-bikarnum á þessu tímabili var heldur ekkert slor. Í gær unnu Íslands-, bikar- og deildarmeistarar ÍBV franska liðið Pays d’Aix með eins marks mun, 24-23, í fyrri leiknum í 2. umferð keppninnar. Kolbeinn Aron Ingibjargarson sá til þess að Eyjamenn fara með eins marks forskot í seinni leikinn í Frakklandi um næstu helgi en hann varði lokaskot franska liðsins. Kolbeinn, sem sneri aftur til ÍBV í sumar eftir eitt ár í herbúðum Aftureldingar, varði alls 18 skot og átti afbragðsgóðan leik. Framlag Theodórs Sigurbjörnssonar á lokakaflanum vóg einnig þungt en hann skoraði tvö síðustu mörk ÍBV í leiknum. Hann gerði alls fjögur mörk. Skytturnar Sigurbergur Sveinsson og Kristján Örn Kristjánsson drógu vagninn í sóknarleik ÍBV í fyrri hálfleik. Þeir skoruðu samtals níu af tíu mörkum Eyjamanna sem voru undir, 10-12, þegar liðin gengu til búningsherbergja. Heimamenn máttu vera ósáttir við þá stöðu enda búnir að fara illa með mörg góð færi. ÍBV byrjaði seinni hálfleikinn af miklum krafti, skoraði átta af fyrstu ellefu mörkum hans og náðu þriggja marka forskoti, 18-15. Frakkarnir svöruðu með fjórum mörkum í röð og náðu forystunni á ný, 18-19. Lokamínúturnar voru gríðarlega spennandi en Eyjamenn sýndu styrk og lönduðu sigrinum. Lið Pays d’Aix er mjög sterkt en það endaði í 5. sæti frönsku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili. Þjálfari liðsins er goðsögnin Jérome Fernandez sem vann allt sem hægt var að vinna með franska landsliðinu á sínum tíma. ÍBV hefur núna unnið sjö af síðustu níu Evrópuleikjum sínum, gert eitt jafntefli og aðeins tapað einum leik. Eyjamanna bíður erfitt verkefni í Aix um næstu helgi en frammistaðan í fyrri leiknum í gær hlýtur að gefa þeim byr undir báða vængi.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenski handboltinn Mest lesið Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Fótbolti Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Körfubolti Napólí heldur pressunni á toppliði Inter Fótbolti Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Handbolti „Okkar besti leikur á tímabilinu“ Handbolti „Gerðum gott úr þessu“ Íslenski boltinn Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Enski boltinn „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Handbolti Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Fótbolti Fleiri fréttir „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Bjarki Már öflugur Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Handbolti
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Handbolti