Sprunginn markaður sem skaðar greinina Sveinn Arnarsson skrifar 6. október 2018 10:00 Formaður sambands kúabænda segir kerfi með kaup og sölu mjólkurkvóta komið að þolmörkum. Fréttablaðið/GVA Landbúnaður Mjólkurbændur sem ætluðu sér að kaupa mjólkurkvóta á markaði um mánaðamótin fengu aðeins brotabrot af þeim kvóta sem þeir vildu kaupa. Arnar Árnason, formaður Landssambands kúabænda, segir að kerfið sé meingallað og skaði greinina. Mikilvægt sé að fara í gagngerar endurbætur á þessum hluta búvörusamninganna. „Þeir sem vilja selja eða kaupa greiðslumark setja inn tilboð á Innlausnarmarkað. Úthlutun fer svo þannig fram að hver og einn kaupandi fær úthlutað í hlutfalli við heildareftirspurn. Ef eftirspurnin er milljón lítrar og bóndi óskar eftir hundrað þúsund lítrum þá fær viðkomandi bóndi 10 prósent af því greiðslumarki sem í boði er,“ segir Arnar Að mati Arnars er kerfið með kaup og sölu mjólkurkvóta því komið að þolmörkum. „Það sem gerir þetta kerfi gallað er að menn geta boðið í eins mikið og þeir vilja án þess að leggja fram neina tryggingu. Því bjóða menn miklu meira en þeir þurfa á að halda í þeirri von að fá það sem þeir þurfa,“ segir Arnar. „Við vitum af tilboði upp á milljarð lítra. Til samanburðar er heildarframleiðsla á Íslandi um 150 milljón lítrar. Þetta skekkir alla myndina og við þurfum að laga þetta.“ Það séu því bændur sjálfir sem eru á vissan hátt að skemma fyrir hinum bændunum með því að búa til gríðarmikla eftirspurn eftir greiðslumarki á markaði. Þar sem bændur fái aðeins hlutfall af því sem þeir vilja ef eftirspurn er meiri en framboðið verði það til þess að þeir geri óraunhæf tilboð. Þannig sé kerfið sprungið. Verði á markaðnum er haldið föstu, um 122 krónur á hvern lítra, og er það of lágt að mati margra sem starfa í greininni. Því eru líkur til þess að þeir bændur sem vilja selja greiðslumark sitt nú haldi að sér höndum og bíði. Nýtt kerfi gæti verið handan við hornið og því eðlilegt að ákveðin stöðnun sé á markaðnum. „Það á að kjósa um kvótann í almennum kosningum meðal mjólkurframleiðenda eftir áramótin og því mjög eðlilegt að menn bíði með að bregða búi eða breyta rekstrinum hjá sér á meðan,“ bætir Arnar við. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Rúv þurfi að bregðast frekar við „alvarlegum ásökunum“ til að verja heiður sinn Innlent Landeigendur Sólheimasands keyptu gamlan Flugfélagsþrist Innlent Trump vofir yfir Kanadabúum sem eru á leið í kosningar Erlent Engar faglegar ástæður hafi verið fyrir andstöðu gegn Carbfix Innlent Ráðuneytið afhendir öll gögn og segist aldrei hafa heitið trúnaði Innlent Sonurinn opnar sig um mál foreldranna Innlent Aukin skjálftavirkni meðan kvikan streymir áfram undir Svartsengi Innlent 14 hundar og 3 kettir á heimili á Akranesi Innlent Erindreki Trump bjartsýnn fyrir friðarviðræður Rússa og Úkraínumanna Erlent Leit ekki borið árangur Innlent Fleiri fréttir Rúv þurfi að bregðast frekar við „alvarlegum ásökunum“ til að verja heiður sinn Landeigendur Sólheimasands keyptu gamlan Flugfélagsþrist Engar faglegar ástæður hafi verið fyrir andstöðu gegn Carbfix Aukin skjálftavirkni meðan kvikan streymir áfram undir Svartsengi 14 hundar og 3 kettir á heimili á Akranesi Leit ekki borið árangur Ráðuneytið afhendir öll gögn og segist aldrei hafa heitið trúnaði Nýr menntamálaráðherra og flugvélaflaksbýtti Skjálftavirkni við Sundhnúka fer hratt vaxandi Ekki sammála því að mikið hafi gengið á í ríkisstjórninni „Leitt að þetta skuli bera svona að“ Öflugt eftirlit með dyravörðum í gærkvöldi Bein útsending frá Bessastöðum: Guðmundur tekur við af Ásthildi Óska eftir myndefni af Ingólfstorgi frá vitnum Forseti Íslands kann að strokka smjör og búa til skyr Vilja breyta lögum um ökuskírteini Ekki endilega viss um að afsögn hafi verið nauðsynleg Sonurinn opnar sig um mál foreldranna „Það vill enginn vera með þessar hugsanir eða langanir“ Útskrifaðir af spítala og allir lausir úr haldi Búið að slökkva eldinn Nýr menntamálaráðherra og strákarnir okkar á Spáni Alþjóðleg ráðstefna menntamálaráðherra á Íslandi á morgun Guðmundur sagður taka við keflinu Mál barnamálaráðherra og ofbeldisalda í Breiðholti Leita áfram við Kirkjusand Telja eldinn hafa komið upp úr kerum með olíu og eldsneyti Dómarar ættu að bera ábyrgð á eigin eftirlaunum eins og aðrir „Okkur var haldið frá einum stærsta fréttaviðburði síðustu áratuga með valdi“ Eigendum gert að fjarlægja skilti við Hvalfjarðargöng Sjá meira
Landbúnaður Mjólkurbændur sem ætluðu sér að kaupa mjólkurkvóta á markaði um mánaðamótin fengu aðeins brotabrot af þeim kvóta sem þeir vildu kaupa. Arnar Árnason, formaður Landssambands kúabænda, segir að kerfið sé meingallað og skaði greinina. Mikilvægt sé að fara í gagngerar endurbætur á þessum hluta búvörusamninganna. „Þeir sem vilja selja eða kaupa greiðslumark setja inn tilboð á Innlausnarmarkað. Úthlutun fer svo þannig fram að hver og einn kaupandi fær úthlutað í hlutfalli við heildareftirspurn. Ef eftirspurnin er milljón lítrar og bóndi óskar eftir hundrað þúsund lítrum þá fær viðkomandi bóndi 10 prósent af því greiðslumarki sem í boði er,“ segir Arnar Að mati Arnars er kerfið með kaup og sölu mjólkurkvóta því komið að þolmörkum. „Það sem gerir þetta kerfi gallað er að menn geta boðið í eins mikið og þeir vilja án þess að leggja fram neina tryggingu. Því bjóða menn miklu meira en þeir þurfa á að halda í þeirri von að fá það sem þeir þurfa,“ segir Arnar. „Við vitum af tilboði upp á milljarð lítra. Til samanburðar er heildarframleiðsla á Íslandi um 150 milljón lítrar. Þetta skekkir alla myndina og við þurfum að laga þetta.“ Það séu því bændur sjálfir sem eru á vissan hátt að skemma fyrir hinum bændunum með því að búa til gríðarmikla eftirspurn eftir greiðslumarki á markaði. Þar sem bændur fái aðeins hlutfall af því sem þeir vilja ef eftirspurn er meiri en framboðið verði það til þess að þeir geri óraunhæf tilboð. Þannig sé kerfið sprungið. Verði á markaðnum er haldið föstu, um 122 krónur á hvern lítra, og er það of lágt að mati margra sem starfa í greininni. Því eru líkur til þess að þeir bændur sem vilja selja greiðslumark sitt nú haldi að sér höndum og bíði. Nýtt kerfi gæti verið handan við hornið og því eðlilegt að ákveðin stöðnun sé á markaðnum. „Það á að kjósa um kvótann í almennum kosningum meðal mjólkurframleiðenda eftir áramótin og því mjög eðlilegt að menn bíði með að bregða búi eða breyta rekstrinum hjá sér á meðan,“ bætir Arnar við.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Rúv þurfi að bregðast frekar við „alvarlegum ásökunum“ til að verja heiður sinn Innlent Landeigendur Sólheimasands keyptu gamlan Flugfélagsþrist Innlent Trump vofir yfir Kanadabúum sem eru á leið í kosningar Erlent Engar faglegar ástæður hafi verið fyrir andstöðu gegn Carbfix Innlent Ráðuneytið afhendir öll gögn og segist aldrei hafa heitið trúnaði Innlent Sonurinn opnar sig um mál foreldranna Innlent Aukin skjálftavirkni meðan kvikan streymir áfram undir Svartsengi Innlent 14 hundar og 3 kettir á heimili á Akranesi Innlent Erindreki Trump bjartsýnn fyrir friðarviðræður Rússa og Úkraínumanna Erlent Leit ekki borið árangur Innlent Fleiri fréttir Rúv þurfi að bregðast frekar við „alvarlegum ásökunum“ til að verja heiður sinn Landeigendur Sólheimasands keyptu gamlan Flugfélagsþrist Engar faglegar ástæður hafi verið fyrir andstöðu gegn Carbfix Aukin skjálftavirkni meðan kvikan streymir áfram undir Svartsengi 14 hundar og 3 kettir á heimili á Akranesi Leit ekki borið árangur Ráðuneytið afhendir öll gögn og segist aldrei hafa heitið trúnaði Nýr menntamálaráðherra og flugvélaflaksbýtti Skjálftavirkni við Sundhnúka fer hratt vaxandi Ekki sammála því að mikið hafi gengið á í ríkisstjórninni „Leitt að þetta skuli bera svona að“ Öflugt eftirlit með dyravörðum í gærkvöldi Bein útsending frá Bessastöðum: Guðmundur tekur við af Ásthildi Óska eftir myndefni af Ingólfstorgi frá vitnum Forseti Íslands kann að strokka smjör og búa til skyr Vilja breyta lögum um ökuskírteini Ekki endilega viss um að afsögn hafi verið nauðsynleg Sonurinn opnar sig um mál foreldranna „Það vill enginn vera með þessar hugsanir eða langanir“ Útskrifaðir af spítala og allir lausir úr haldi Búið að slökkva eldinn Nýr menntamálaráðherra og strákarnir okkar á Spáni Alþjóðleg ráðstefna menntamálaráðherra á Íslandi á morgun Guðmundur sagður taka við keflinu Mál barnamálaráðherra og ofbeldisalda í Breiðholti Leita áfram við Kirkjusand Telja eldinn hafa komið upp úr kerum með olíu og eldsneyti Dómarar ættu að bera ábyrgð á eigin eftirlaunum eins og aðrir „Okkur var haldið frá einum stærsta fréttaviðburði síðustu áratuga með valdi“ Eigendum gert að fjarlægja skilti við Hvalfjarðargöng Sjá meira