Nábrókin dregur til sín fé og seldist fljótt Heimir Már Pétursson skrifar 5. október 2018 22:30 Málverk af Bjarna Benediktssyni að klæða sig í nábrók var fljótt að fara en kaupandinn var sjálfstæðismaður sem hafði húmor fyrir myndinni, að sögn Þrándar Þórarinssonar myndlistarmanns. Stjórnendur Hannesarholts tóku fyrir það að myndin yrði hluti af sýningu sem listamaðurinn heldur þar. Þjóðsagan segir að nábrók geti gert menn auðuga. Á verki Þrándar má sjá fjármálaráðherra smeygja sér í slíka brók. „Þessi mynd heitir Skollabuxna-Bjarni, einnig kölluð Nábrókar-Bjarni. Ég er hér að vinna með gamla þjóðtrú sem gekk út á að það væri hægt að komast í álnir með því að flá lík fyrir neðan mitti og klæða sig í skinnið af líkinu,” segir Þrándur um þessa umdeildu mynd sína. En myndin átti ekki upp á pallborðið hjá húsráðendum í Hannesarholti í Reykjavík þar sem Þrándur opnar sýningu á fertugsafmæli sínu á morgun. Hann segir að vissulega megi túlka myndina þannig að fjármálaráðherrann og fjársýslumaðurinn fyrrverandi hafi dregið til sín fé með því að klæðast nábrók. „Ég ætla samt ekki að stafa það ofan í fólk hvernig það vill túlka þetta verk. En jú það er vissulega nærtæk skýring á verkinu,” segir Þrándur. Hann er hins vegar ekki alls kostar sáttur við ritskoðun forráðamanna Hannesarholts. En þótt húsbændur Hannesarholts vilji ekki að myndin hangi upp á veitinga- og fundarstaðnum kunna aðrir ágætlega að meta hana. „Hún var eiginlega bara fljót að fara eftir að þetta kom upp, þetta mál. Hann tók það fram maðurinn sem keypti af mér myndina að hann væri sjálfur sjálfstæðismaður og hafði bara húmor fyrir þessu,” segir myndlistarmaðurinn sem segist ekki eiga í erfiðleikum með að koma myndum sínum í verð.Aðrar myndir hér á sýningunni í Hannesarholti eru kannski ekki alveg eins blóðugar og nábrókin?„Nei, þær eru miskrassandi. Sumar eru grófari en aðrar. Margar eru bara voðalega blíðar og saklausar.”Eins og þjóðarleiðtogarnir, Reagan og Gorbatsjov, fyrir framan Höfða hér á bakvið okkur?„Jú,jú segðu. Þessa kalla ég Stóðum tveir í túni.” En Þrándur blandar oft sögupersónum inn í myndir sínar og síðan sjálfum sér. „Ég er þarna að fæða sjálfan mig og ég er líka ljósmóðirin á þessari mynd. Þetta er svona þreföld sjálfsmynd. Ég gerði þessa mynd til stuðnings ljósmæðrum, þegar ljósmæðradeilan stóð sem hæst,” segir Þrándur Þórarinsson. Innlent Tengdar fréttir Hannesarholt neitar að sýna Nábrókar-Bjarna Þrándi Þórarinssyni listmálara hefur verið meinað að sýna málverkið Nábrókar-Bjarna á sýningu sinni sem opnuð verður í Hannesarholti um helgina. 4. október 2018 20:00 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Málverk af Bjarna Benediktssyni að klæða sig í nábrók var fljótt að fara en kaupandinn var sjálfstæðismaður sem hafði húmor fyrir myndinni, að sögn Þrándar Þórarinssonar myndlistarmanns. Stjórnendur Hannesarholts tóku fyrir það að myndin yrði hluti af sýningu sem listamaðurinn heldur þar. Þjóðsagan segir að nábrók geti gert menn auðuga. Á verki Þrándar má sjá fjármálaráðherra smeygja sér í slíka brók. „Þessi mynd heitir Skollabuxna-Bjarni, einnig kölluð Nábrókar-Bjarni. Ég er hér að vinna með gamla þjóðtrú sem gekk út á að það væri hægt að komast í álnir með því að flá lík fyrir neðan mitti og klæða sig í skinnið af líkinu,” segir Þrándur um þessa umdeildu mynd sína. En myndin átti ekki upp á pallborðið hjá húsráðendum í Hannesarholti í Reykjavík þar sem Þrándur opnar sýningu á fertugsafmæli sínu á morgun. Hann segir að vissulega megi túlka myndina þannig að fjármálaráðherrann og fjársýslumaðurinn fyrrverandi hafi dregið til sín fé með því að klæðast nábrók. „Ég ætla samt ekki að stafa það ofan í fólk hvernig það vill túlka þetta verk. En jú það er vissulega nærtæk skýring á verkinu,” segir Þrándur. Hann er hins vegar ekki alls kostar sáttur við ritskoðun forráðamanna Hannesarholts. En þótt húsbændur Hannesarholts vilji ekki að myndin hangi upp á veitinga- og fundarstaðnum kunna aðrir ágætlega að meta hana. „Hún var eiginlega bara fljót að fara eftir að þetta kom upp, þetta mál. Hann tók það fram maðurinn sem keypti af mér myndina að hann væri sjálfur sjálfstæðismaður og hafði bara húmor fyrir þessu,” segir myndlistarmaðurinn sem segist ekki eiga í erfiðleikum með að koma myndum sínum í verð.Aðrar myndir hér á sýningunni í Hannesarholti eru kannski ekki alveg eins blóðugar og nábrókin?„Nei, þær eru miskrassandi. Sumar eru grófari en aðrar. Margar eru bara voðalega blíðar og saklausar.”Eins og þjóðarleiðtogarnir, Reagan og Gorbatsjov, fyrir framan Höfða hér á bakvið okkur?„Jú,jú segðu. Þessa kalla ég Stóðum tveir í túni.” En Þrándur blandar oft sögupersónum inn í myndir sínar og síðan sjálfum sér. „Ég er þarna að fæða sjálfan mig og ég er líka ljósmóðirin á þessari mynd. Þetta er svona þreföld sjálfsmynd. Ég gerði þessa mynd til stuðnings ljósmæðrum, þegar ljósmæðradeilan stóð sem hæst,” segir Þrándur Þórarinsson.
Innlent Tengdar fréttir Hannesarholt neitar að sýna Nábrókar-Bjarna Þrándi Þórarinssyni listmálara hefur verið meinað að sýna málverkið Nábrókar-Bjarna á sýningu sinni sem opnuð verður í Hannesarholti um helgina. 4. október 2018 20:00 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Hannesarholt neitar að sýna Nábrókar-Bjarna Þrándi Þórarinssyni listmálara hefur verið meinað að sýna málverkið Nábrókar-Bjarna á sýningu sinni sem opnuð verður í Hannesarholti um helgina. 4. október 2018 20:00