Hrókeringar í utanríkisþjónustunni Stefán Ó. Jónsson skrifar 5. október 2018 16:32 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra er hann ávarpaði allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna. Vísir/Getty Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, hefur ákveðið flutninga forstöðumanna sendiskrifstofa í utanríkisþjónustunni á næsta ári. Var ákvörðun utanríkisráðherra tilkynnt starfsmönnum ráðuneytisins í morgun. Í frétt á vef stjórnarráðsins segir að um sé að ræða breytingar á sjö sendiskrifstofum. Þær feli ekki í sér skipun nýrra sendiherra heldur er eingöngu um flutninga núverandi sendiherra að ræða. Geir H. Haarde, sendiherra í Bandaríkjunum, lætur af störfum í utanríkisþjónustunni 1. júlí 2019 og tekur sæti aðalfulltrúa í stjórn Alþjóðabankans fyrir hönd kjördæmis Norðurlanda og Eystrasaltsríkja, eins og áður hefur verið greint frá. Bergdís Ellertsdóttir, sem verið hefur fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum, tekur við stöðu sendiherra í Bandaríkjunum.Sjá einnig: Sendiherrastóllinn í Washington að losna Þá verður Helga Hauksdóttir, sem nú er skrifstofustjóri laga- og stjórnsýsluskrifstofu utanríkisráðuneytisins, sendiherra í Danmörku og María Erla Marelsdóttir, skrifstofustjóri þróunarsamvinnuskrifstofu ráðuneytisins, verður sendiherra í Þýskalandi. Jörundur Valtýsson mun að sama skapi taka við stöðu fastafulltrúa Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum en hann hefur gegnt stöðu skrifstofustjóra alþjóða- og öryggisskrifstofu utanríkisráðuneytisins. Hermann Ingólfsson, sendiherra í Noregi, verður fastafulltrúi Íslands hjá Atlantshafsbandalaginu og tekur Ingibjörg Davíðsdóttir, sendiherra, við sem sendiherra Íslands í Noregi. Benedikt Jónsson, sendiherra, Martin Eyjólfsson, sendiherra, og Anna Jóhannsdóttir, sendiherra, munu þá koma að utan til starfa í ráðuneytinu á sama tíma. Breytingarnar miðast við 1. ágúst 2019 en „venju samkvæmt eru breytingar á skipan forstöðumanna sendiskrifstofa tilkynntar með fyrirvara um samþykki viðkomandi gistiríkis,“ eins og segir á vef stjórnarráðsins. Stj.mál Stjórnsýsla Utanríkismál Tengdar fréttir Sendiherrastóllinn í Washington að losna Geir H. Haarde hættir sem sendiherra Íslands í Bandaríkjunum næsta sumar. 5. október 2018 15:49 Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, hefur ákveðið flutninga forstöðumanna sendiskrifstofa í utanríkisþjónustunni á næsta ári. Var ákvörðun utanríkisráðherra tilkynnt starfsmönnum ráðuneytisins í morgun. Í frétt á vef stjórnarráðsins segir að um sé að ræða breytingar á sjö sendiskrifstofum. Þær feli ekki í sér skipun nýrra sendiherra heldur er eingöngu um flutninga núverandi sendiherra að ræða. Geir H. Haarde, sendiherra í Bandaríkjunum, lætur af störfum í utanríkisþjónustunni 1. júlí 2019 og tekur sæti aðalfulltrúa í stjórn Alþjóðabankans fyrir hönd kjördæmis Norðurlanda og Eystrasaltsríkja, eins og áður hefur verið greint frá. Bergdís Ellertsdóttir, sem verið hefur fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum, tekur við stöðu sendiherra í Bandaríkjunum.Sjá einnig: Sendiherrastóllinn í Washington að losna Þá verður Helga Hauksdóttir, sem nú er skrifstofustjóri laga- og stjórnsýsluskrifstofu utanríkisráðuneytisins, sendiherra í Danmörku og María Erla Marelsdóttir, skrifstofustjóri þróunarsamvinnuskrifstofu ráðuneytisins, verður sendiherra í Þýskalandi. Jörundur Valtýsson mun að sama skapi taka við stöðu fastafulltrúa Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum en hann hefur gegnt stöðu skrifstofustjóra alþjóða- og öryggisskrifstofu utanríkisráðuneytisins. Hermann Ingólfsson, sendiherra í Noregi, verður fastafulltrúi Íslands hjá Atlantshafsbandalaginu og tekur Ingibjörg Davíðsdóttir, sendiherra, við sem sendiherra Íslands í Noregi. Benedikt Jónsson, sendiherra, Martin Eyjólfsson, sendiherra, og Anna Jóhannsdóttir, sendiherra, munu þá koma að utan til starfa í ráðuneytinu á sama tíma. Breytingarnar miðast við 1. ágúst 2019 en „venju samkvæmt eru breytingar á skipan forstöðumanna sendiskrifstofa tilkynntar með fyrirvara um samþykki viðkomandi gistiríkis,“ eins og segir á vef stjórnarráðsins.
Stj.mál Stjórnsýsla Utanríkismál Tengdar fréttir Sendiherrastóllinn í Washington að losna Geir H. Haarde hættir sem sendiherra Íslands í Bandaríkjunum næsta sumar. 5. október 2018 15:49 Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira
Sendiherrastóllinn í Washington að losna Geir H. Haarde hættir sem sendiherra Íslands í Bandaríkjunum næsta sumar. 5. október 2018 15:49