Fjárfestar áhugasamir um kísilverksmiðjuna í Helguvík Sighvatur Arnmundsson skrifar 5. október 2018 08:00 Starfsemi kísilverksmiðjunnar í Helguvík hefur legið niðri síðan í september á síðasta ári. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR „Þetta er komið á þann stað að bankinn getur farið að íhuga að selja. Það er mikill áhugi en á þriðja tug fjárfesta hefur lýst yfir áhuga sem er mjög jákvætt. Ég á von á því að við ýtum söluferlinu í gang innan ekki langs tíma,“ segir Þórður Ólafur Þórðarson, stjórnarformaður Stakkbergs sem er dótturfélag Arion banka og eigandi kísilverksmiðjunnar í Helguvík. Arion banki tók í febrúar síðastliðnum yfir eignir United Silicon sem rekið hafði verksmiðjuna. Þá var tilkynnt að bankinn hygðist vinna að endurbótum á verksmiðjunni og selja hana eins fljótt og auðið er. Þórður segir að nú fari undirbúningsfasanum við umræddar endurbætur að ljúka. „Það er búið að vinna fyrsta þrepið í umhverfismati þar sem það var skilgreint hvað þyrfti að meta. Við höfum lagt þetta fyrir Skipulagsstofnun og vonumst eftir þeirra viðbrögðum fljótlega.“ Stakkberg hefur unnið að hönnun og skilgreiningu breytinga og úrbóta á verksmiðjunni með Verkís og norska fyrirtækinu Multiconsult sem sérhæfir sig í þungaiðnaði. Nú styttist í að verkið verði boðið út. „Þessu hefur miðað nokkuð vel áfram,“ segir Þórður. Enn á þó eftir að klára breytingar á deiliskipulagi en Stakkberg vinnur að því í samvinnu við bæjarstjórn Reykjanesbæjar. „Það kom í ljós að byggingar voru ekki í samræmi við gildandi deiliskipulag. Við höfum fengið tilmæli um að okkur beri að breyta skipulaginu í samræmi við núverandi stöðu. Í því skyni höfum við óskað eftir fundi með Skipulagsstofnun til að fá ráðgjöf varðandi það,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar. Kjartan segir ljóst að gera þurfi ýmsar úrbætur á verksmiðjunni. „Þeir eru að vinna að því af heilum hug. Það er mikilvægt að fá niðurstöðu í þetta mál og að hún sé endanleg og rétt.“ Framtíð verksmiðjunnar sé þó umdeild meðal íbúa. „Við höfum fengið ábendingar frá íbúum sem vilja að verksmiðjunni verði lokað. Aðrir segjast geta sætt sig við starfsemina standist verksmiðjan ströngustu skilyrði.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin Samstarf Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar Sjá meira
„Þetta er komið á þann stað að bankinn getur farið að íhuga að selja. Það er mikill áhugi en á þriðja tug fjárfesta hefur lýst yfir áhuga sem er mjög jákvætt. Ég á von á því að við ýtum söluferlinu í gang innan ekki langs tíma,“ segir Þórður Ólafur Þórðarson, stjórnarformaður Stakkbergs sem er dótturfélag Arion banka og eigandi kísilverksmiðjunnar í Helguvík. Arion banki tók í febrúar síðastliðnum yfir eignir United Silicon sem rekið hafði verksmiðjuna. Þá var tilkynnt að bankinn hygðist vinna að endurbótum á verksmiðjunni og selja hana eins fljótt og auðið er. Þórður segir að nú fari undirbúningsfasanum við umræddar endurbætur að ljúka. „Það er búið að vinna fyrsta þrepið í umhverfismati þar sem það var skilgreint hvað þyrfti að meta. Við höfum lagt þetta fyrir Skipulagsstofnun og vonumst eftir þeirra viðbrögðum fljótlega.“ Stakkberg hefur unnið að hönnun og skilgreiningu breytinga og úrbóta á verksmiðjunni með Verkís og norska fyrirtækinu Multiconsult sem sérhæfir sig í þungaiðnaði. Nú styttist í að verkið verði boðið út. „Þessu hefur miðað nokkuð vel áfram,“ segir Þórður. Enn á þó eftir að klára breytingar á deiliskipulagi en Stakkberg vinnur að því í samvinnu við bæjarstjórn Reykjanesbæjar. „Það kom í ljós að byggingar voru ekki í samræmi við gildandi deiliskipulag. Við höfum fengið tilmæli um að okkur beri að breyta skipulaginu í samræmi við núverandi stöðu. Í því skyni höfum við óskað eftir fundi með Skipulagsstofnun til að fá ráðgjöf varðandi það,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar. Kjartan segir ljóst að gera þurfi ýmsar úrbætur á verksmiðjunni. „Þeir eru að vinna að því af heilum hug. Það er mikilvægt að fá niðurstöðu í þetta mál og að hún sé endanleg og rétt.“ Framtíð verksmiðjunnar sé þó umdeild meðal íbúa. „Við höfum fengið ábendingar frá íbúum sem vilja að verksmiðjunni verði lokað. Aðrir segjast geta sætt sig við starfsemina standist verksmiðjan ströngustu skilyrði.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin Samstarf Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar Sjá meira