Flunkuný Nintendo Switch á leiðinni Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 5. október 2018 08:00 Mario Odyssey er einn vinsælasti leikurinn á Switch. Nordicphotos/Getty Japanski tölvuleikjarisinn Nintendo áformar að setja á markað uppfærða útgáfu af leikjatölvunni Nintendo Switch á næsta ári. Wall Street Journal greindi frá þessu í gær og sagði fyrirtækið með þessu vilja halda þeim meðbyr sem hefur verið með leikjatölvunni. Birgjar Nintendo og aðrir heimildarmenn miðilsins studdu þessa frásögn. Ekkert er þó orðið opinbert enn um hvernig tölvan verður frábrugðin þeirri upprunalegu. Það er óhætt að segja að Switch hafi selst vel. Betur en meira að segja Nintendo átti von á. Það má einna helst rekja til þess að tölvan er ólík öðrum leikjatölvum að því leyti að hana er bæði hægt að tengja við sjónvarp og einfaldlega halda á henni og spila. Góðir dómar leikja sem er eingöngu hægt að spila á Switch, til að mynda nýjustu leikirnir í Zelda- og Mario-söguheimunum, hafa sömuleiðis hjálpað Nintendo. Síðastu opinberu sölutölur sýndu að tuttugu milljónir eintaka hefðu selst hingað til, en tölvan kom á markað í mars 2017. Switch er sú leikjatölva Nintendo sem hefur selst hraðast. Hún á hins vegar langt í land með að ná söluhæstu leikjatölvu Nintendo, Nintendo DS, sem seldist í 154 milljónum eintaka. Hvað þá PlayStation 2 sem seldist enn betur. Nintendo Switch Online, kerfið utan um vefspilun á tölvunni, fór í loftið í vikunni. Fram að því hafði vefspilun verið gjaldfrjáls en takmörkuð. Nú þurfa Switch-eigendur að reiða af hendi tæpar 500 krónur á mánuði, sem er töluvert minna en vefspilunaráskrift fyrir Xbox One og PlayStation 4 kostar. Með fylgir app með tuttugu sígildum leikjum fyrir NES-leikjatölvuna, fyrstu leikjatölvu Nintendo sem kom út árið 1983. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Japanski tölvuleikjarisinn Nintendo áformar að setja á markað uppfærða útgáfu af leikjatölvunni Nintendo Switch á næsta ári. Wall Street Journal greindi frá þessu í gær og sagði fyrirtækið með þessu vilja halda þeim meðbyr sem hefur verið með leikjatölvunni. Birgjar Nintendo og aðrir heimildarmenn miðilsins studdu þessa frásögn. Ekkert er þó orðið opinbert enn um hvernig tölvan verður frábrugðin þeirri upprunalegu. Það er óhætt að segja að Switch hafi selst vel. Betur en meira að segja Nintendo átti von á. Það má einna helst rekja til þess að tölvan er ólík öðrum leikjatölvum að því leyti að hana er bæði hægt að tengja við sjónvarp og einfaldlega halda á henni og spila. Góðir dómar leikja sem er eingöngu hægt að spila á Switch, til að mynda nýjustu leikirnir í Zelda- og Mario-söguheimunum, hafa sömuleiðis hjálpað Nintendo. Síðastu opinberu sölutölur sýndu að tuttugu milljónir eintaka hefðu selst hingað til, en tölvan kom á markað í mars 2017. Switch er sú leikjatölva Nintendo sem hefur selst hraðast. Hún á hins vegar langt í land með að ná söluhæstu leikjatölvu Nintendo, Nintendo DS, sem seldist í 154 milljónum eintaka. Hvað þá PlayStation 2 sem seldist enn betur. Nintendo Switch Online, kerfið utan um vefspilun á tölvunni, fór í loftið í vikunni. Fram að því hafði vefspilun verið gjaldfrjáls en takmörkuð. Nú þurfa Switch-eigendur að reiða af hendi tæpar 500 krónur á mánuði, sem er töluvert minna en vefspilunaráskrift fyrir Xbox One og PlayStation 4 kostar. Með fylgir app með tuttugu sígildum leikjum fyrir NES-leikjatölvuna, fyrstu leikjatölvu Nintendo sem kom út árið 1983.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira