Starfsmenn ósáttir við launahækkun Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 5. október 2018 07:00 Starfsmaður í einu af vöruhúsum Amazon á Bretlandi. Nordicphotos/Getty Þótt Amazon hafi hækkað lágmarkslaun starfsmanna í Bandaríkjunum í fimmtán Bandaríkjadali, andvirði um 1.700 króna, sem og laun starfsmanna á Bretlandi til að bregðast við gagnrýni þingmanna eru margir starfsmenn ósáttir. Bernie Sanders, óháður öldungadeildarþingmaður sem greiðir alla jafna atkvæði með Demókrötum, var einn helsti gagnrýnandi launastefnu fyrirtækisins. Hann fagnaði ákvörðuninni á miðvikudag. „Ég hef ekki farið leynt með harða gagnrýni mína á laun og aðstæður starfsmanna Amazon og stefnu eigandans, Jeffs Bezos. En ég vil hrósa fyrirtækinu nú. Fleiri fyrirtæki ættu að feta í fótspor Amazon,“ sagði Sanders. Ástæða óánægjunnar er sú að Amazon afnam árlegar gjafir á hlutabréfum til starfsmanna sem og mánaðarlegar bónusgreiðslur til starfsmanna til þess að launahækkunin kæmi síður niður á rekstri fyrirtækisins, samkvæmt tilkynningu. Starfsmenn Amazon sem Yahoo News ræddi við sögðu að þeir gætu mögulega orðið af þúsundum dala vegna þessara ákvarðana. Einn heimildarmanna sagði að meðalstarfsmaður fengi um 1.800 til 3.000 dali í bónusgreiðslur á ári hverju. Í svari Amazon við fyrirspurnum fjölda fjölmiðla um málið sagði: „Hin umtalsverða launahækkun samsvarar meiri tekjum en bónusgreiðslur og hlutabréf gerðu. Við fullyrðum að allir starfsmenn á tímakaupi muni hækka í launum vegna þessarar ákvörðunar. Og af því að greiðslur eru ekki lengur skilyrtar við frammistöðu verða tekjur starfsmanna mun áreiðanlegri.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn Samstarf Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Two Birds verður Aurbjörg Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Þótt Amazon hafi hækkað lágmarkslaun starfsmanna í Bandaríkjunum í fimmtán Bandaríkjadali, andvirði um 1.700 króna, sem og laun starfsmanna á Bretlandi til að bregðast við gagnrýni þingmanna eru margir starfsmenn ósáttir. Bernie Sanders, óháður öldungadeildarþingmaður sem greiðir alla jafna atkvæði með Demókrötum, var einn helsti gagnrýnandi launastefnu fyrirtækisins. Hann fagnaði ákvörðuninni á miðvikudag. „Ég hef ekki farið leynt með harða gagnrýni mína á laun og aðstæður starfsmanna Amazon og stefnu eigandans, Jeffs Bezos. En ég vil hrósa fyrirtækinu nú. Fleiri fyrirtæki ættu að feta í fótspor Amazon,“ sagði Sanders. Ástæða óánægjunnar er sú að Amazon afnam árlegar gjafir á hlutabréfum til starfsmanna sem og mánaðarlegar bónusgreiðslur til starfsmanna til þess að launahækkunin kæmi síður niður á rekstri fyrirtækisins, samkvæmt tilkynningu. Starfsmenn Amazon sem Yahoo News ræddi við sögðu að þeir gætu mögulega orðið af þúsundum dala vegna þessara ákvarðana. Einn heimildarmanna sagði að meðalstarfsmaður fengi um 1.800 til 3.000 dali í bónusgreiðslur á ári hverju. Í svari Amazon við fyrirspurnum fjölda fjölmiðla um málið sagði: „Hin umtalsverða launahækkun samsvarar meiri tekjum en bónusgreiðslur og hlutabréf gerðu. Við fullyrðum að allir starfsmenn á tímakaupi muni hækka í launum vegna þessarar ákvörðunar. Og af því að greiðslur eru ekki lengur skilyrtar við frammistöðu verða tekjur starfsmanna mun áreiðanlegri.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn Samstarf Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Two Birds verður Aurbjörg Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira