Demókratar eru ósáttir við Kavanaugh-skýrslu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 5. október 2018 07:30 Brett Kavanaugh. Vísir/EPA Bandaríkin Öldungadeildarþingmenn í Bandaríkjunum fengu í gær að skoða skýrslu um afrakstur bakgrunnsrannsóknar alríkislögreglunnar (FBI) á dómaranum Brett Kavanaugh, sem Donald Trump forseti hefur tilnefnt til hæstaréttar. Bakgrunnsrannsóknin var opnuð á ný eftir að Demókratar í dómsmálanefnd öldungadeildarinnar kröfðust þess við yfirheyrslur yfir Kavanaugh og sálfræðiprófessornum Christine Blasey Ford, sem sakar Kavanaugh um að hafa beitt sig kynferðisofbeldi á níunda áratugnum, að rannsóknin yrði opnuð á ný í ljósi ásakana Ford og annarra kvenna. Repúblikaninn Jeff Flake tók svo undir kröfuna, og kom þannig í veg fyrir að Kavanaugh hefði meirihluta á bak við sig. Í kröfu Flakes á þeim tíma kom fram að hann vildi að rannsóknin yrði ekki lengri en vika og að umfang hennar yrði takmarkað. Við það var staðið og samþykktu Demókratar þá málamiðlun. Dianne Feinstein, æðsti þingmaður Demókrata í nefndinni, og Chuck Schumer, þingflokksformaður Demókrata, héldu blaðamannafund um hina nýju skýrslu í gær. „Það merkilegasta við skýrsluna er það sem er ekki í henni. FBI hafði hvorki tal af Brett Kavanaugh né Blasey Ford,“ sagði Feinstein og bætti við: „Það sem við fengum að skoða í dag […] virðist vera afrakstur ókláraðrar rannsóknar. Ef til vill gerði forsetaembættið þessar takmarkanir, ég veit það ekki.“ Feinstein sagði Demókrata hafa samþykkt að umfang rannsóknarinnar yrði takmarkað. „En við samþykktum ekki að forsetaembættið ætti að tjóðra FBI,“ sagði hún. Schumer tók í sama streng og gagnrýndi takmarkanir á umfangi skýrslunnar. „Við ítrekum ákall okkar um það, í ljósi takmarkana á rannsókninni, að þessi skjöl verði gerð opinber. Af hverju ætti almenningur ekki að fá að sjá þetta?“ spurði Schumer en skýrslan var ekki gerð opinber í gær né var henni lekið í fjölmiðla. Bæði gagnrýndu þau að öldungadeildarþingmennirnir, hundrað talsins, hafi einungis fengið eitt eintak til að skoða saman. Repúblikanar eru öllu sáttari við skýrsluna og segja málflutning Demókrata einungis til þess gerðan að tefja. Chuck Grassley, formaður dómsmálanefndarinnar, sagði ekkert í skýrslunni sem nefndin vissi ekki áður. „Rannsóknin leiddi ekki í ljós neinar vísbendingar um illgjörðir og það sama má segja um fyrri sex bakgrunnsrannsóknir sem gerðar hafa verið á Kavanaugh á 25 ára starfsferli hans fyrir hið opinbera,“ sagði formaðurinn. Schumer sagðist hins vegar ósammála orðum hans en útskýrði það ekki frekar. John Kennedy, Repúblikani í dómsmálanefndinni [sem er ekki hluti af hinni frægu Kennedy-fjölskyldu], tók undir með Grassley. „Ég kom ekki auga á neitt sem styður ásakanir á hendur Kavanaugh og sé ekki hvernig nokkur sanngjörn manneskja getur komist að annarri niðurstöðu.“ Forsetinn tjáði sig einnig um rannsóknina á Twitter. „Þetta er í sjöunda skipti sem FBI rannsakar Kavanaugh dómara. Jafnvel þótt rannsóknirnar yrðu hundrað talsins væri það samt ekki nógu gott fyrir Demókrata sem vilja ekkert gera nema tefja og hindra. Atkvæðagreiðsla fer fram í öldungadeildinni í heild í dag um að taka málið til umfjöllunar. Mitch McConnell, þingflokksformaður Repúblikana í öldungadeildinni, hefur svo sagt að atkvæðagreiðslan um sjálfa tilnefninguna fari fram á morgun. Ekki er öruggt að þingmenn greiði atkvæði á sama hátt í atkvæðagreiðslunum tveimur. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Sjá meira
Bandaríkin Öldungadeildarþingmenn í Bandaríkjunum fengu í gær að skoða skýrslu um afrakstur bakgrunnsrannsóknar alríkislögreglunnar (FBI) á dómaranum Brett Kavanaugh, sem Donald Trump forseti hefur tilnefnt til hæstaréttar. Bakgrunnsrannsóknin var opnuð á ný eftir að Demókratar í dómsmálanefnd öldungadeildarinnar kröfðust þess við yfirheyrslur yfir Kavanaugh og sálfræðiprófessornum Christine Blasey Ford, sem sakar Kavanaugh um að hafa beitt sig kynferðisofbeldi á níunda áratugnum, að rannsóknin yrði opnuð á ný í ljósi ásakana Ford og annarra kvenna. Repúblikaninn Jeff Flake tók svo undir kröfuna, og kom þannig í veg fyrir að Kavanaugh hefði meirihluta á bak við sig. Í kröfu Flakes á þeim tíma kom fram að hann vildi að rannsóknin yrði ekki lengri en vika og að umfang hennar yrði takmarkað. Við það var staðið og samþykktu Demókratar þá málamiðlun. Dianne Feinstein, æðsti þingmaður Demókrata í nefndinni, og Chuck Schumer, þingflokksformaður Demókrata, héldu blaðamannafund um hina nýju skýrslu í gær. „Það merkilegasta við skýrsluna er það sem er ekki í henni. FBI hafði hvorki tal af Brett Kavanaugh né Blasey Ford,“ sagði Feinstein og bætti við: „Það sem við fengum að skoða í dag […] virðist vera afrakstur ókláraðrar rannsóknar. Ef til vill gerði forsetaembættið þessar takmarkanir, ég veit það ekki.“ Feinstein sagði Demókrata hafa samþykkt að umfang rannsóknarinnar yrði takmarkað. „En við samþykktum ekki að forsetaembættið ætti að tjóðra FBI,“ sagði hún. Schumer tók í sama streng og gagnrýndi takmarkanir á umfangi skýrslunnar. „Við ítrekum ákall okkar um það, í ljósi takmarkana á rannsókninni, að þessi skjöl verði gerð opinber. Af hverju ætti almenningur ekki að fá að sjá þetta?“ spurði Schumer en skýrslan var ekki gerð opinber í gær né var henni lekið í fjölmiðla. Bæði gagnrýndu þau að öldungadeildarþingmennirnir, hundrað talsins, hafi einungis fengið eitt eintak til að skoða saman. Repúblikanar eru öllu sáttari við skýrsluna og segja málflutning Demókrata einungis til þess gerðan að tefja. Chuck Grassley, formaður dómsmálanefndarinnar, sagði ekkert í skýrslunni sem nefndin vissi ekki áður. „Rannsóknin leiddi ekki í ljós neinar vísbendingar um illgjörðir og það sama má segja um fyrri sex bakgrunnsrannsóknir sem gerðar hafa verið á Kavanaugh á 25 ára starfsferli hans fyrir hið opinbera,“ sagði formaðurinn. Schumer sagðist hins vegar ósammála orðum hans en útskýrði það ekki frekar. John Kennedy, Repúblikani í dómsmálanefndinni [sem er ekki hluti af hinni frægu Kennedy-fjölskyldu], tók undir með Grassley. „Ég kom ekki auga á neitt sem styður ásakanir á hendur Kavanaugh og sé ekki hvernig nokkur sanngjörn manneskja getur komist að annarri niðurstöðu.“ Forsetinn tjáði sig einnig um rannsóknina á Twitter. „Þetta er í sjöunda skipti sem FBI rannsakar Kavanaugh dómara. Jafnvel þótt rannsóknirnar yrðu hundrað talsins væri það samt ekki nógu gott fyrir Demókrata sem vilja ekkert gera nema tefja og hindra. Atkvæðagreiðsla fer fram í öldungadeildinni í heild í dag um að taka málið til umfjöllunar. Mitch McConnell, þingflokksformaður Repúblikana í öldungadeildinni, hefur svo sagt að atkvæðagreiðslan um sjálfa tilnefninguna fari fram á morgun. Ekki er öruggt að þingmenn greiði atkvæði á sama hátt í atkvæðagreiðslunum tveimur.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Sjá meira