Góðærið er búið Hörður Ægisson skrifar 5. október 2018 07:00 Stóru ákvarðanirnar skiptu sköpum til að leysa úr þeirri fordæmalausu stöðu sem Ísland stóð frammi fyrir við fall bankakerfisins fyrir tíu árum. Setning neyðarlaganna og innleiðing fjármagnshafta haustið 2008, frumvæði Seðlabankans að því að færa slitabúin undir höftin í mars 2012 og að lokum þær sérsniðnu innlendu lausnir, útbúnar af íslenskum ráðgjöfum stjórnvalda, sem kynntar voru 2015 og tryggðu að hægt var að losa um höftin án þess að hætta yrði á annarri kollsteypu. Allar þessar aðgerðir reyndust réttar. Þá skipti ekki síður máli að almenningi tókst, með aðstoð forsetans, að koma í veg fyrir þau áform stjórnvalda, sem voru ekkert annað en atlaga að efnahagslegu sjálfstæði landsins, að knýja í gegn glórulausa samninga um Icesave 2009. Enn eru þeir til í dag sem eru þeirrar skoðunar að það hefði verið siðferðis- og efnahagslega rétt af Íslendingum að gangast í ábyrgð fyrir erlendum skuldum fallins einkabanka. Þeim hinum sömu er vorkunn. Þegar litið er til baka er lyginni líkast hversu vel hefur tekist til við endurreisn efnahagslífsins. Vöxtur í ferðaþjónustu og einstaklega vel heppnuð áætlun við afnám hafa þar ráðið hvað mestu um. Haftaáætlunin, sem hafði ekki nein lagaleg eftirmál, var lykilatriði við að breyta á svipstundu væntingum fjárfesta, fyrirtækja og almennings gagnvart framtíð hagkerfisins. Efnahagslegi ávinningurinn fólst því ekki aðeins í þeim 500 milljarða eignum sem kröfuhafar samþykktu að framselja endurgjaldslaust til stjórnvalda. Lánshæfismat ríkisins, sem hefur hækkað hraðar en dæmi eru um í fjármálasögunni, er þannig komið í A-flokk, kaupmáttur aukist um meira 25 prósent á aðeins þremur árum, vextir hafa lækkað samhliða því að verðbólga hefur haldist lág, erlend fjárfesting hefur stóraukist og erlend staða þjóðarbúsins er betri en nokkurn tíma. Við þetta bætist að eiginfjárstaða fyrirtækja hefur ekki mælst sterkari í áratugi og skuldir heimila ekki verið lægri frá því um aldamót. Þá á bankakerfið í dag, sem er eitt hið best fjármagnaða í Evrópu, lítið sem ekkert sameiginlegt með því sem hrundi í október 2008. Staðan er því á alla efnahagslega mælikvarða allt önnur og miklu betri en hún var í aðdraganda fjármálaáfallsins. Það er ekkert „hrun“ í vændum. Það eru engu að síður, eins og auðvitað alltaf, blikur á lofti og líkur á mjúkri lendingu fara nú smám saman minnkandi. Gengi krónunnar hefur gefið eftir um nærri tíu prósent á aðeins hálfu ári, verðbólguálag á skuldabréfamarkaði fer á sama tíma hækkandi og þá hafa væntingar stjórnenda fyrirtækja til næstu sex mánaða lækkað gríðarlega á skömmum tíma og aldrei mælst minni. Það ber því allt að sama brunni. Góðæri síðustu ára er búið. Þær áskoranir sem Íslendingar standa núna frammi fyrir, samtímis því að hagkerfið fer hratt kólnandi, eru sem betur fer ekki af sömu stærðargráðu og haustið 2008. Mestu áhyggjurnar, að minnsta kosti til skemmri tíma litið, lúta að grafalvarlegum rekstrarvanda flugfélaganna sem eru orðin kerfislega mikilvæg fyrir efnahagslífið. Ólíklegt er að bæði félögin muni að óbreyttu lifa veturinn af nema fjárhagsstaðan verði treyst með verulegri hlutafjáraukningu. Ólíkt stöðu flugfélaganna, sem mun ráðast mjög af þróun ytri aðstæðna næstu mánuði, þá er framvindan á vinnumarkaði alfarið undir okkur sjálfum komin. Þar er ekki ástæða til bjartsýni ef marka má yfirlýsingar fulltrúa verkalýðshreyfingarinnar í aðdraganda kjarasamninga. Tækifærið til að festa í sessi efnahagsstöðugleika síðustu ára hefur aldrei verið betra. Flest bendir hins vegar til þess að við ætlum okkur að glutra því niður. Sú niðurstaða mun tæpast koma neinum á óvart. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hörður Ægisson Mest lesið Nýbygging þýðir ekki gallalaus eign Annþór Kristján Karlsson Skoðun Einsleit Edda Jódís Skúladóttir Skoðun Spurningar vakna um heimildarmann og hæfni og ábyrgð fréttamanna Ole Anton Bieltvedt Skoðun Siðferði stjórnmálanna Helgi Áss Grétarsson Skoðun Sumarblús Flosi Þorgeirsson Skoðun Kjörnir fulltrúar og buxnahysjanir! Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Minnst vegna EES-samningsins Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skammarleg vinnubrögð RÚV í máli Ásthildar Lóu Einar Steingrímsson Skoðun A Genuinely Inclusive University Giti Chandra Skoðun Lokaviðvörun til ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur Magnús Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Kjörnir fulltrúar og buxnahysjanir! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Minnst vegna EES-samningsins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Spurningar vakna um heimildarmann og hæfni og ábyrgð fréttamanna Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Einsleit Edda Jódís Skúladóttir skrifar Skoðun Nýbygging þýðir ekki gallalaus eign Annþór Kristján Karlsson skrifar Skoðun Sumarblús Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Siðferði stjórnmálanna Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun A Genuinely Inclusive University Giti Chandra skrifar Skoðun Skammarleg vinnubrögð RÚV í máli Ásthildar Lóu Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Sjálfsblekkingin um íslenskt herleysi Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Umhverfismál og efnahagsmál – sterk jákvæð tengsl Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Hvers vegna ættu karlar að leita stuðnings hjá Krabbameinsfélagsinu? Þorri Snæbjörnsson skrifar Skoðun Eiga mannréttindi og jafnrétti við um okkur líka? Sjónarhorn innflytjenda Grace Achieng skrifar Skoðun Sokkar og Downs heilkenni Guðmundur Ármann Pétursson skrifar Skoðun Heilsugæslan í vanda Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðeins um undirskriftir G. Jökull Gíslason skrifar Skoðun Til röggsamra kvenna í ríkisstjórn Hrafndís Bára Einarsdóttir skrifar Skoðun Þegar illfyglin fá að grassera - með góðum stuðningi fjölmiðla Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Vannýttur vegkafli í G-dúr Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun „Stoltir af því að fórna píslarvottum“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Óábyrg viðbrögð dómsmálaráðherra Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Misþyrming mannanafna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Svar óskast Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Alþjóðaár jökla: Brýnt ákall um aðgerðir og fræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Er meðgöngumissir eins og að fá flensuna? Hólmfríður Anna Baldursdóttir skrifar Skoðun Málumhverfi íslenskra barna og áhrif þess á námsárangur þeirra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Lokun Janusar er svikið kosningaloforð um geðheilbrigði Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Misskilningur frú Sæland Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Húrra fyrir félags- og húsnæðismálaráðherra! Anna Lára Steindal,Unnur Helga Óttarsdóttir skrifar Skoðun Alþjóðlegi hamingjudagurinn – hvað er hamingja? Lilja Björk Ketilsdóttir skrifar Sjá meira
Stóru ákvarðanirnar skiptu sköpum til að leysa úr þeirri fordæmalausu stöðu sem Ísland stóð frammi fyrir við fall bankakerfisins fyrir tíu árum. Setning neyðarlaganna og innleiðing fjármagnshafta haustið 2008, frumvæði Seðlabankans að því að færa slitabúin undir höftin í mars 2012 og að lokum þær sérsniðnu innlendu lausnir, útbúnar af íslenskum ráðgjöfum stjórnvalda, sem kynntar voru 2015 og tryggðu að hægt var að losa um höftin án þess að hætta yrði á annarri kollsteypu. Allar þessar aðgerðir reyndust réttar. Þá skipti ekki síður máli að almenningi tókst, með aðstoð forsetans, að koma í veg fyrir þau áform stjórnvalda, sem voru ekkert annað en atlaga að efnahagslegu sjálfstæði landsins, að knýja í gegn glórulausa samninga um Icesave 2009. Enn eru þeir til í dag sem eru þeirrar skoðunar að það hefði verið siðferðis- og efnahagslega rétt af Íslendingum að gangast í ábyrgð fyrir erlendum skuldum fallins einkabanka. Þeim hinum sömu er vorkunn. Þegar litið er til baka er lyginni líkast hversu vel hefur tekist til við endurreisn efnahagslífsins. Vöxtur í ferðaþjónustu og einstaklega vel heppnuð áætlun við afnám hafa þar ráðið hvað mestu um. Haftaáætlunin, sem hafði ekki nein lagaleg eftirmál, var lykilatriði við að breyta á svipstundu væntingum fjárfesta, fyrirtækja og almennings gagnvart framtíð hagkerfisins. Efnahagslegi ávinningurinn fólst því ekki aðeins í þeim 500 milljarða eignum sem kröfuhafar samþykktu að framselja endurgjaldslaust til stjórnvalda. Lánshæfismat ríkisins, sem hefur hækkað hraðar en dæmi eru um í fjármálasögunni, er þannig komið í A-flokk, kaupmáttur aukist um meira 25 prósent á aðeins þremur árum, vextir hafa lækkað samhliða því að verðbólga hefur haldist lág, erlend fjárfesting hefur stóraukist og erlend staða þjóðarbúsins er betri en nokkurn tíma. Við þetta bætist að eiginfjárstaða fyrirtækja hefur ekki mælst sterkari í áratugi og skuldir heimila ekki verið lægri frá því um aldamót. Þá á bankakerfið í dag, sem er eitt hið best fjármagnaða í Evrópu, lítið sem ekkert sameiginlegt með því sem hrundi í október 2008. Staðan er því á alla efnahagslega mælikvarða allt önnur og miklu betri en hún var í aðdraganda fjármálaáfallsins. Það er ekkert „hrun“ í vændum. Það eru engu að síður, eins og auðvitað alltaf, blikur á lofti og líkur á mjúkri lendingu fara nú smám saman minnkandi. Gengi krónunnar hefur gefið eftir um nærri tíu prósent á aðeins hálfu ári, verðbólguálag á skuldabréfamarkaði fer á sama tíma hækkandi og þá hafa væntingar stjórnenda fyrirtækja til næstu sex mánaða lækkað gríðarlega á skömmum tíma og aldrei mælst minni. Það ber því allt að sama brunni. Góðæri síðustu ára er búið. Þær áskoranir sem Íslendingar standa núna frammi fyrir, samtímis því að hagkerfið fer hratt kólnandi, eru sem betur fer ekki af sömu stærðargráðu og haustið 2008. Mestu áhyggjurnar, að minnsta kosti til skemmri tíma litið, lúta að grafalvarlegum rekstrarvanda flugfélaganna sem eru orðin kerfislega mikilvæg fyrir efnahagslífið. Ólíklegt er að bæði félögin muni að óbreyttu lifa veturinn af nema fjárhagsstaðan verði treyst með verulegri hlutafjáraukningu. Ólíkt stöðu flugfélaganna, sem mun ráðast mjög af þróun ytri aðstæðna næstu mánuði, þá er framvindan á vinnumarkaði alfarið undir okkur sjálfum komin. Þar er ekki ástæða til bjartsýni ef marka má yfirlýsingar fulltrúa verkalýðshreyfingarinnar í aðdraganda kjarasamninga. Tækifærið til að festa í sessi efnahagsstöðugleika síðustu ára hefur aldrei verið betra. Flest bendir hins vegar til þess að við ætlum okkur að glutra því niður. Sú niðurstaða mun tæpast koma neinum á óvart.
Skoðun Spurningar vakna um heimildarmann og hæfni og ábyrgð fréttamanna Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hvers vegna ættu karlar að leita stuðnings hjá Krabbameinsfélagsinu? Þorri Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Eiga mannréttindi og jafnrétti við um okkur líka? Sjónarhorn innflytjenda Grace Achieng skrifar
Skoðun Alþjóðaár jökla: Brýnt ákall um aðgerðir og fræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar
Skoðun Málumhverfi íslenskra barna og áhrif þess á námsárangur þeirra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Húrra fyrir félags- og húsnæðismálaráðherra! Anna Lára Steindal,Unnur Helga Óttarsdóttir skrifar