Góðærið er búið Hörður Ægisson skrifar 5. október 2018 07:00 Stóru ákvarðanirnar skiptu sköpum til að leysa úr þeirri fordæmalausu stöðu sem Ísland stóð frammi fyrir við fall bankakerfisins fyrir tíu árum. Setning neyðarlaganna og innleiðing fjármagnshafta haustið 2008, frumvæði Seðlabankans að því að færa slitabúin undir höftin í mars 2012 og að lokum þær sérsniðnu innlendu lausnir, útbúnar af íslenskum ráðgjöfum stjórnvalda, sem kynntar voru 2015 og tryggðu að hægt var að losa um höftin án þess að hætta yrði á annarri kollsteypu. Allar þessar aðgerðir reyndust réttar. Þá skipti ekki síður máli að almenningi tókst, með aðstoð forsetans, að koma í veg fyrir þau áform stjórnvalda, sem voru ekkert annað en atlaga að efnahagslegu sjálfstæði landsins, að knýja í gegn glórulausa samninga um Icesave 2009. Enn eru þeir til í dag sem eru þeirrar skoðunar að það hefði verið siðferðis- og efnahagslega rétt af Íslendingum að gangast í ábyrgð fyrir erlendum skuldum fallins einkabanka. Þeim hinum sömu er vorkunn. Þegar litið er til baka er lyginni líkast hversu vel hefur tekist til við endurreisn efnahagslífsins. Vöxtur í ferðaþjónustu og einstaklega vel heppnuð áætlun við afnám hafa þar ráðið hvað mestu um. Haftaáætlunin, sem hafði ekki nein lagaleg eftirmál, var lykilatriði við að breyta á svipstundu væntingum fjárfesta, fyrirtækja og almennings gagnvart framtíð hagkerfisins. Efnahagslegi ávinningurinn fólst því ekki aðeins í þeim 500 milljarða eignum sem kröfuhafar samþykktu að framselja endurgjaldslaust til stjórnvalda. Lánshæfismat ríkisins, sem hefur hækkað hraðar en dæmi eru um í fjármálasögunni, er þannig komið í A-flokk, kaupmáttur aukist um meira 25 prósent á aðeins þremur árum, vextir hafa lækkað samhliða því að verðbólga hefur haldist lág, erlend fjárfesting hefur stóraukist og erlend staða þjóðarbúsins er betri en nokkurn tíma. Við þetta bætist að eiginfjárstaða fyrirtækja hefur ekki mælst sterkari í áratugi og skuldir heimila ekki verið lægri frá því um aldamót. Þá á bankakerfið í dag, sem er eitt hið best fjármagnaða í Evrópu, lítið sem ekkert sameiginlegt með því sem hrundi í október 2008. Staðan er því á alla efnahagslega mælikvarða allt önnur og miklu betri en hún var í aðdraganda fjármálaáfallsins. Það er ekkert „hrun“ í vændum. Það eru engu að síður, eins og auðvitað alltaf, blikur á lofti og líkur á mjúkri lendingu fara nú smám saman minnkandi. Gengi krónunnar hefur gefið eftir um nærri tíu prósent á aðeins hálfu ári, verðbólguálag á skuldabréfamarkaði fer á sama tíma hækkandi og þá hafa væntingar stjórnenda fyrirtækja til næstu sex mánaða lækkað gríðarlega á skömmum tíma og aldrei mælst minni. Það ber því allt að sama brunni. Góðæri síðustu ára er búið. Þær áskoranir sem Íslendingar standa núna frammi fyrir, samtímis því að hagkerfið fer hratt kólnandi, eru sem betur fer ekki af sömu stærðargráðu og haustið 2008. Mestu áhyggjurnar, að minnsta kosti til skemmri tíma litið, lúta að grafalvarlegum rekstrarvanda flugfélaganna sem eru orðin kerfislega mikilvæg fyrir efnahagslífið. Ólíklegt er að bæði félögin muni að óbreyttu lifa veturinn af nema fjárhagsstaðan verði treyst með verulegri hlutafjáraukningu. Ólíkt stöðu flugfélaganna, sem mun ráðast mjög af þróun ytri aðstæðna næstu mánuði, þá er framvindan á vinnumarkaði alfarið undir okkur sjálfum komin. Þar er ekki ástæða til bjartsýni ef marka má yfirlýsingar fulltrúa verkalýðshreyfingarinnar í aðdraganda kjarasamninga. Tækifærið til að festa í sessi efnahagsstöðugleika síðustu ára hefur aldrei verið betra. Flest bendir hins vegar til þess að við ætlum okkur að glutra því niður. Sú niðurstaða mun tæpast koma neinum á óvart. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hörður Ægisson Mest lesið Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Sjá meira
Stóru ákvarðanirnar skiptu sköpum til að leysa úr þeirri fordæmalausu stöðu sem Ísland stóð frammi fyrir við fall bankakerfisins fyrir tíu árum. Setning neyðarlaganna og innleiðing fjármagnshafta haustið 2008, frumvæði Seðlabankans að því að færa slitabúin undir höftin í mars 2012 og að lokum þær sérsniðnu innlendu lausnir, útbúnar af íslenskum ráðgjöfum stjórnvalda, sem kynntar voru 2015 og tryggðu að hægt var að losa um höftin án þess að hætta yrði á annarri kollsteypu. Allar þessar aðgerðir reyndust réttar. Þá skipti ekki síður máli að almenningi tókst, með aðstoð forsetans, að koma í veg fyrir þau áform stjórnvalda, sem voru ekkert annað en atlaga að efnahagslegu sjálfstæði landsins, að knýja í gegn glórulausa samninga um Icesave 2009. Enn eru þeir til í dag sem eru þeirrar skoðunar að það hefði verið siðferðis- og efnahagslega rétt af Íslendingum að gangast í ábyrgð fyrir erlendum skuldum fallins einkabanka. Þeim hinum sömu er vorkunn. Þegar litið er til baka er lyginni líkast hversu vel hefur tekist til við endurreisn efnahagslífsins. Vöxtur í ferðaþjónustu og einstaklega vel heppnuð áætlun við afnám hafa þar ráðið hvað mestu um. Haftaáætlunin, sem hafði ekki nein lagaleg eftirmál, var lykilatriði við að breyta á svipstundu væntingum fjárfesta, fyrirtækja og almennings gagnvart framtíð hagkerfisins. Efnahagslegi ávinningurinn fólst því ekki aðeins í þeim 500 milljarða eignum sem kröfuhafar samþykktu að framselja endurgjaldslaust til stjórnvalda. Lánshæfismat ríkisins, sem hefur hækkað hraðar en dæmi eru um í fjármálasögunni, er þannig komið í A-flokk, kaupmáttur aukist um meira 25 prósent á aðeins þremur árum, vextir hafa lækkað samhliða því að verðbólga hefur haldist lág, erlend fjárfesting hefur stóraukist og erlend staða þjóðarbúsins er betri en nokkurn tíma. Við þetta bætist að eiginfjárstaða fyrirtækja hefur ekki mælst sterkari í áratugi og skuldir heimila ekki verið lægri frá því um aldamót. Þá á bankakerfið í dag, sem er eitt hið best fjármagnaða í Evrópu, lítið sem ekkert sameiginlegt með því sem hrundi í október 2008. Staðan er því á alla efnahagslega mælikvarða allt önnur og miklu betri en hún var í aðdraganda fjármálaáfallsins. Það er ekkert „hrun“ í vændum. Það eru engu að síður, eins og auðvitað alltaf, blikur á lofti og líkur á mjúkri lendingu fara nú smám saman minnkandi. Gengi krónunnar hefur gefið eftir um nærri tíu prósent á aðeins hálfu ári, verðbólguálag á skuldabréfamarkaði fer á sama tíma hækkandi og þá hafa væntingar stjórnenda fyrirtækja til næstu sex mánaða lækkað gríðarlega á skömmum tíma og aldrei mælst minni. Það ber því allt að sama brunni. Góðæri síðustu ára er búið. Þær áskoranir sem Íslendingar standa núna frammi fyrir, samtímis því að hagkerfið fer hratt kólnandi, eru sem betur fer ekki af sömu stærðargráðu og haustið 2008. Mestu áhyggjurnar, að minnsta kosti til skemmri tíma litið, lúta að grafalvarlegum rekstrarvanda flugfélaganna sem eru orðin kerfislega mikilvæg fyrir efnahagslífið. Ólíklegt er að bæði félögin muni að óbreyttu lifa veturinn af nema fjárhagsstaðan verði treyst með verulegri hlutafjáraukningu. Ólíkt stöðu flugfélaganna, sem mun ráðast mjög af þróun ytri aðstæðna næstu mánuði, þá er framvindan á vinnumarkaði alfarið undir okkur sjálfum komin. Þar er ekki ástæða til bjartsýni ef marka má yfirlýsingar fulltrúa verkalýðshreyfingarinnar í aðdraganda kjarasamninga. Tækifærið til að festa í sessi efnahagsstöðugleika síðustu ára hefur aldrei verið betra. Flest bendir hins vegar til þess að við ætlum okkur að glutra því niður. Sú niðurstaða mun tæpast koma neinum á óvart.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun