Blár var litur kónganna, víkinganna og ríka fólksins Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 4. október 2018 08:30 "Ég fæ hópa í heimsókn til mín á vinnustofuna að kíkja í pottana og allir virðast hafa gaman af,“ segir Guðrún. „Blár litur er fágæti úr náttúrunni, mjög fáar jurtir gefa bláan lit,“ segir Guðrún Bjarnadóttir náttúrufræðingur, sem á laugardaginn heldur litunarnámskeið í Hespuhúsinu við Andakílsárvirkjun. Þar læra nemendur að nota indígójurtina til að lita blátt, Guðrún segir það aðeins snúnara en hefðbundin jurtalitun. „Indígólitun er skemmtilegt ævintýri því litunarlögurinn er ekki blár heldur gulur og litarefnið getur bara fest stig við ullina í súrefnisleysi en sýnir sig svo þegar bandið kemur upp úr pottinum. Þá kemur í ljós hvort það var of lengi eða of stutt ofan í, hvort liturinn verður dökkur eða ljós. Þetta er í raun dálítil happa- og glappaaðferð. En það er eitt af því óvænta sem heldur manni gangandi.“ Sagan segir að blágresi (Geranium sylvaticum) hafi getað gefið bláan lit en aðferðin við það hafi gleymst þegar kona á Skagaströnd tók hana með sér í gröfina. Líklega var það þó aðeins grátt sem fékkst úr blágresinu en ekki blátt. Grátt virkar blátt innan um aðra liti. Saga bláa litarins er skemmtileg því það var svo erfitt að ná honum fram, að sögn Guðrúnar. „Þess vegna var hann litur kónganna og víkinganna,“ segir hún. „Þeir elskuðu bláa litinn. Hann var tákn valds og ríkidæmis og þess að þeir hefðu ferðast. Það var einmitt málið. Víkingarnir ferðuðust til Noregs og keyptu þar litklæði sem voru meðal annars blá. Norðmenn gátu fengið blátt úr sinni náttúru en ekki við. Woad, eða litunarkarsi eins og tegundin nefnist á íslensku, var besta uppsprettan af bláum lit á landsnámsöld og fram á þá 15. þegar indígó barst til Evrópu og ruddi woad úr sessi.“ Guðrún segir jurtalitun höfða til fólks á öllum aldri og báðum kynjum. „Unga fólkinu finnst þetta spennandi og núna er mikið í tísku að prjóna. Jurtalitun sameinar margt sem fólk fékk áhuga á eftir bankahrunið svo sem að nýta náttúruleg hráefni, halda við gömlum hefðum og gera eitthvað sjálfur. Ég fæ hópa í heimsókn til mín á vinnustofuna að kíkja í pottana og allir virðast hafa gaman af.“ Stór uppskrift verður blönduð á laugardaginn, að sögn Guðrúnar. „Þá getum við sett fleira en hvítt band í pottinn, til dæmis gult og þá verður bandið grænt. Svo er hægt að nota hnútaaðferð til að fá marglitað band. Möguleikarnir í litunarpottinum eru endalausir.“ Námskeiðið er á vegum endurmenntunardeildar Landbúnaðarháskóla Íslands. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Innlent Fleiri fréttir Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Sjá meira
„Blár litur er fágæti úr náttúrunni, mjög fáar jurtir gefa bláan lit,“ segir Guðrún Bjarnadóttir náttúrufræðingur, sem á laugardaginn heldur litunarnámskeið í Hespuhúsinu við Andakílsárvirkjun. Þar læra nemendur að nota indígójurtina til að lita blátt, Guðrún segir það aðeins snúnara en hefðbundin jurtalitun. „Indígólitun er skemmtilegt ævintýri því litunarlögurinn er ekki blár heldur gulur og litarefnið getur bara fest stig við ullina í súrefnisleysi en sýnir sig svo þegar bandið kemur upp úr pottinum. Þá kemur í ljós hvort það var of lengi eða of stutt ofan í, hvort liturinn verður dökkur eða ljós. Þetta er í raun dálítil happa- og glappaaðferð. En það er eitt af því óvænta sem heldur manni gangandi.“ Sagan segir að blágresi (Geranium sylvaticum) hafi getað gefið bláan lit en aðferðin við það hafi gleymst þegar kona á Skagaströnd tók hana með sér í gröfina. Líklega var það þó aðeins grátt sem fékkst úr blágresinu en ekki blátt. Grátt virkar blátt innan um aðra liti. Saga bláa litarins er skemmtileg því það var svo erfitt að ná honum fram, að sögn Guðrúnar. „Þess vegna var hann litur kónganna og víkinganna,“ segir hún. „Þeir elskuðu bláa litinn. Hann var tákn valds og ríkidæmis og þess að þeir hefðu ferðast. Það var einmitt málið. Víkingarnir ferðuðust til Noregs og keyptu þar litklæði sem voru meðal annars blá. Norðmenn gátu fengið blátt úr sinni náttúru en ekki við. Woad, eða litunarkarsi eins og tegundin nefnist á íslensku, var besta uppsprettan af bláum lit á landsnámsöld og fram á þá 15. þegar indígó barst til Evrópu og ruddi woad úr sessi.“ Guðrún segir jurtalitun höfða til fólks á öllum aldri og báðum kynjum. „Unga fólkinu finnst þetta spennandi og núna er mikið í tísku að prjóna. Jurtalitun sameinar margt sem fólk fékk áhuga á eftir bankahrunið svo sem að nýta náttúruleg hráefni, halda við gömlum hefðum og gera eitthvað sjálfur. Ég fæ hópa í heimsókn til mín á vinnustofuna að kíkja í pottana og allir virðast hafa gaman af.“ Stór uppskrift verður blönduð á laugardaginn, að sögn Guðrúnar. „Þá getum við sett fleira en hvítt band í pottinn, til dæmis gult og þá verður bandið grænt. Svo er hægt að nota hnútaaðferð til að fá marglitað band. Möguleikarnir í litunarpottinum eru endalausir.“ Námskeiðið er á vegum endurmenntunardeildar Landbúnaðarháskóla Íslands.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Innlent Fleiri fréttir Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Sjá meira