Blár var litur kónganna, víkinganna og ríka fólksins Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 4. október 2018 08:30 "Ég fæ hópa í heimsókn til mín á vinnustofuna að kíkja í pottana og allir virðast hafa gaman af,“ segir Guðrún. „Blár litur er fágæti úr náttúrunni, mjög fáar jurtir gefa bláan lit,“ segir Guðrún Bjarnadóttir náttúrufræðingur, sem á laugardaginn heldur litunarnámskeið í Hespuhúsinu við Andakílsárvirkjun. Þar læra nemendur að nota indígójurtina til að lita blátt, Guðrún segir það aðeins snúnara en hefðbundin jurtalitun. „Indígólitun er skemmtilegt ævintýri því litunarlögurinn er ekki blár heldur gulur og litarefnið getur bara fest stig við ullina í súrefnisleysi en sýnir sig svo þegar bandið kemur upp úr pottinum. Þá kemur í ljós hvort það var of lengi eða of stutt ofan í, hvort liturinn verður dökkur eða ljós. Þetta er í raun dálítil happa- og glappaaðferð. En það er eitt af því óvænta sem heldur manni gangandi.“ Sagan segir að blágresi (Geranium sylvaticum) hafi getað gefið bláan lit en aðferðin við það hafi gleymst þegar kona á Skagaströnd tók hana með sér í gröfina. Líklega var það þó aðeins grátt sem fékkst úr blágresinu en ekki blátt. Grátt virkar blátt innan um aðra liti. Saga bláa litarins er skemmtileg því það var svo erfitt að ná honum fram, að sögn Guðrúnar. „Þess vegna var hann litur kónganna og víkinganna,“ segir hún. „Þeir elskuðu bláa litinn. Hann var tákn valds og ríkidæmis og þess að þeir hefðu ferðast. Það var einmitt málið. Víkingarnir ferðuðust til Noregs og keyptu þar litklæði sem voru meðal annars blá. Norðmenn gátu fengið blátt úr sinni náttúru en ekki við. Woad, eða litunarkarsi eins og tegundin nefnist á íslensku, var besta uppsprettan af bláum lit á landsnámsöld og fram á þá 15. þegar indígó barst til Evrópu og ruddi woad úr sessi.“ Guðrún segir jurtalitun höfða til fólks á öllum aldri og báðum kynjum. „Unga fólkinu finnst þetta spennandi og núna er mikið í tísku að prjóna. Jurtalitun sameinar margt sem fólk fékk áhuga á eftir bankahrunið svo sem að nýta náttúruleg hráefni, halda við gömlum hefðum og gera eitthvað sjálfur. Ég fæ hópa í heimsókn til mín á vinnustofuna að kíkja í pottana og allir virðast hafa gaman af.“ Stór uppskrift verður blönduð á laugardaginn, að sögn Guðrúnar. „Þá getum við sett fleira en hvítt band í pottinn, til dæmis gult og þá verður bandið grænt. Svo er hægt að nota hnútaaðferð til að fá marglitað band. Möguleikarnir í litunarpottinum eru endalausir.“ Námskeiðið er á vegum endurmenntunardeildar Landbúnaðarháskóla Íslands. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Erlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Fleiri fréttir Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Samningar í höfn við sveitarfélögin en ekki ríkið Sjá meira
„Blár litur er fágæti úr náttúrunni, mjög fáar jurtir gefa bláan lit,“ segir Guðrún Bjarnadóttir náttúrufræðingur, sem á laugardaginn heldur litunarnámskeið í Hespuhúsinu við Andakílsárvirkjun. Þar læra nemendur að nota indígójurtina til að lita blátt, Guðrún segir það aðeins snúnara en hefðbundin jurtalitun. „Indígólitun er skemmtilegt ævintýri því litunarlögurinn er ekki blár heldur gulur og litarefnið getur bara fest stig við ullina í súrefnisleysi en sýnir sig svo þegar bandið kemur upp úr pottinum. Þá kemur í ljós hvort það var of lengi eða of stutt ofan í, hvort liturinn verður dökkur eða ljós. Þetta er í raun dálítil happa- og glappaaðferð. En það er eitt af því óvænta sem heldur manni gangandi.“ Sagan segir að blágresi (Geranium sylvaticum) hafi getað gefið bláan lit en aðferðin við það hafi gleymst þegar kona á Skagaströnd tók hana með sér í gröfina. Líklega var það þó aðeins grátt sem fékkst úr blágresinu en ekki blátt. Grátt virkar blátt innan um aðra liti. Saga bláa litarins er skemmtileg því það var svo erfitt að ná honum fram, að sögn Guðrúnar. „Þess vegna var hann litur kónganna og víkinganna,“ segir hún. „Þeir elskuðu bláa litinn. Hann var tákn valds og ríkidæmis og þess að þeir hefðu ferðast. Það var einmitt málið. Víkingarnir ferðuðust til Noregs og keyptu þar litklæði sem voru meðal annars blá. Norðmenn gátu fengið blátt úr sinni náttúru en ekki við. Woad, eða litunarkarsi eins og tegundin nefnist á íslensku, var besta uppsprettan af bláum lit á landsnámsöld og fram á þá 15. þegar indígó barst til Evrópu og ruddi woad úr sessi.“ Guðrún segir jurtalitun höfða til fólks á öllum aldri og báðum kynjum. „Unga fólkinu finnst þetta spennandi og núna er mikið í tísku að prjóna. Jurtalitun sameinar margt sem fólk fékk áhuga á eftir bankahrunið svo sem að nýta náttúruleg hráefni, halda við gömlum hefðum og gera eitthvað sjálfur. Ég fæ hópa í heimsókn til mín á vinnustofuna að kíkja í pottana og allir virðast hafa gaman af.“ Stór uppskrift verður blönduð á laugardaginn, að sögn Guðrúnar. „Þá getum við sett fleira en hvítt band í pottinn, til dæmis gult og þá verður bandið grænt. Svo er hægt að nota hnútaaðferð til að fá marglitað band. Möguleikarnir í litunarpottinum eru endalausir.“ Námskeiðið er á vegum endurmenntunardeildar Landbúnaðarháskóla Íslands.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Erlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Fleiri fréttir Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Samningar í höfn við sveitarfélögin en ekki ríkið Sjá meira