Fumlaus viðbrögð komu í veg fyrir að eldur breiddist út Heimir Már Pétursson skrifar 3. október 2018 19:30 Fumlaus viðbrögð áhafnar urðu til þess að eldur um borð í togaranum Frosta breiddist ekki út um skipið. Yfirvélstjóri sem hlaut brunasár segir Slysavarnaskóla sjómanna hafa sannað gildi sitt. Varðskipið Týr er væntanlegt með Frosta í togi til Hafnarfjarðar í fyrramálið. Togarinn Frosti frá Grenivík hóf veiðar á halamiðum úti fyrir Vestfjörðum snemma í gærmorgun. En um þrjú leytið í gær skapaðist neyðarástand um borð, sem Sigurgeir Harðarson yfirvélstjóri og annar vélstjóri brugðust hratt við. „Það flautar á okkur brunakerfið og ég fer niður og sé að það er kominn reykur. Sá hvaðan hann kom og maður ætlaði bara að redda hlutunum en það tókst ekki. Eða þannig. Við sluppum allir og það er fyrir mestu,“ segir Sigurgeir.Mynd/LandhelgisgæslanÞarna gerast hlutirnir hratt og Sigurgeir og félagi hans sjá að það eina rétta í stöðunni væri að loka eldinn af inni í vélarrúminu. En Sigurgeir hlaut annars stigs bruna á báðum handleggjum og á hálsi. „Já ég þurfti að vaða í gegn en þetta slapp. Ég veit ekki hvort það var eldurinn eða hvort það var bara svona heitt. Ég geri mér enga grein fyrir því. Ekki nokkra. Ég bara heyrði í kollega mínum. Hann kallaði í mig og sagði mér að þetta væri allt farið að skjálfa og hann sæi eld. Þá rukum við út eins hratt og við gátum.“ Varðskipið Týr var fljótlega komið á vettvang ásamt þyrlu Gæslunnar með slökkviliðsmenn og segir Sigurgeir hafa gengið vel að koma honum um borð í þyrluna sem flutti hann til Ísafjarðar þaðan sem flogið var með hann á sjúkrahús í Reykjavík. Hann var útskrifaður í gærkvöldi og er að jafna sig hjá dóttur sinni í Reykjavík.Hvernig líður þér í höndunum og hálsinum?„Ég er fínn í þeim. Það er eitthvað annað sem er verra,” segir Sigurgeir og kemst við.Frá björgunaraðgerðum.Mynd/LandhelgisgæslanEn hann og skipsfélagar hans munu þiggja áfallahjálp sem þeim hefur verið boðið. Eldur um borð í skipi er einn mesti ófögnuður sem sjómenn geta upplifað. „Þú ferð ekkert. Þú kemst upp í brú og ef hann fer eitthvað lengra þá er ekkert nema bjargbátarnir ef fer illa.” Námið í Slysavarnaskóla sjómanna hafi komið sér vel við þessar aðstæður þar sem sekúndur skipta sköpum. En þetta fær á þig, ég sé það. „Já það gerir það,” segir Sigurgeir og beygir af. Ekkert amar að ellefu mönnum um borð í Frosta og er reiknað með að hann og Týr verði í Hafnarfjarðarhöfn klukkan tíu í fyrramálið. „Mig langar að koma þakklæti til allra sem hjálpuðu okkur,” segir Sigurgeir að lokum og tók fram að starfsmenn Gæslunnar væru snillngar. Grýtubakkahreppur Sjávarútvegur Tengdar fréttir Skipverji á Frosta ÞH hlaut annars stigs bruna Skipverjinn af togaranum Frosta ÞH, sem þyrla Gæslunnar sótti út á Vestfjarðarmið, var meðhöndlaður á Landspítalanum. 3. október 2018 13:30 Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Sjá meira
Fumlaus viðbrögð áhafnar urðu til þess að eldur um borð í togaranum Frosta breiddist ekki út um skipið. Yfirvélstjóri sem hlaut brunasár segir Slysavarnaskóla sjómanna hafa sannað gildi sitt. Varðskipið Týr er væntanlegt með Frosta í togi til Hafnarfjarðar í fyrramálið. Togarinn Frosti frá Grenivík hóf veiðar á halamiðum úti fyrir Vestfjörðum snemma í gærmorgun. En um þrjú leytið í gær skapaðist neyðarástand um borð, sem Sigurgeir Harðarson yfirvélstjóri og annar vélstjóri brugðust hratt við. „Það flautar á okkur brunakerfið og ég fer niður og sé að það er kominn reykur. Sá hvaðan hann kom og maður ætlaði bara að redda hlutunum en það tókst ekki. Eða þannig. Við sluppum allir og það er fyrir mestu,“ segir Sigurgeir.Mynd/LandhelgisgæslanÞarna gerast hlutirnir hratt og Sigurgeir og félagi hans sjá að það eina rétta í stöðunni væri að loka eldinn af inni í vélarrúminu. En Sigurgeir hlaut annars stigs bruna á báðum handleggjum og á hálsi. „Já ég þurfti að vaða í gegn en þetta slapp. Ég veit ekki hvort það var eldurinn eða hvort það var bara svona heitt. Ég geri mér enga grein fyrir því. Ekki nokkra. Ég bara heyrði í kollega mínum. Hann kallaði í mig og sagði mér að þetta væri allt farið að skjálfa og hann sæi eld. Þá rukum við út eins hratt og við gátum.“ Varðskipið Týr var fljótlega komið á vettvang ásamt þyrlu Gæslunnar með slökkviliðsmenn og segir Sigurgeir hafa gengið vel að koma honum um borð í þyrluna sem flutti hann til Ísafjarðar þaðan sem flogið var með hann á sjúkrahús í Reykjavík. Hann var útskrifaður í gærkvöldi og er að jafna sig hjá dóttur sinni í Reykjavík.Hvernig líður þér í höndunum og hálsinum?„Ég er fínn í þeim. Það er eitthvað annað sem er verra,” segir Sigurgeir og kemst við.Frá björgunaraðgerðum.Mynd/LandhelgisgæslanEn hann og skipsfélagar hans munu þiggja áfallahjálp sem þeim hefur verið boðið. Eldur um borð í skipi er einn mesti ófögnuður sem sjómenn geta upplifað. „Þú ferð ekkert. Þú kemst upp í brú og ef hann fer eitthvað lengra þá er ekkert nema bjargbátarnir ef fer illa.” Námið í Slysavarnaskóla sjómanna hafi komið sér vel við þessar aðstæður þar sem sekúndur skipta sköpum. En þetta fær á þig, ég sé það. „Já það gerir það,” segir Sigurgeir og beygir af. Ekkert amar að ellefu mönnum um borð í Frosta og er reiknað með að hann og Týr verði í Hafnarfjarðarhöfn klukkan tíu í fyrramálið. „Mig langar að koma þakklæti til allra sem hjálpuðu okkur,” segir Sigurgeir að lokum og tók fram að starfsmenn Gæslunnar væru snillngar.
Grýtubakkahreppur Sjávarútvegur Tengdar fréttir Skipverji á Frosta ÞH hlaut annars stigs bruna Skipverjinn af togaranum Frosta ÞH, sem þyrla Gæslunnar sótti út á Vestfjarðarmið, var meðhöndlaður á Landspítalanum. 3. október 2018 13:30 Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Sjá meira
Skipverji á Frosta ÞH hlaut annars stigs bruna Skipverjinn af togaranum Frosta ÞH, sem þyrla Gæslunnar sótti út á Vestfjarðarmið, var meðhöndlaður á Landspítalanum. 3. október 2018 13:30