Samþykktu að auka aksturstíðni Strætó á stofnleiðum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 2. október 2018 22:19 Í tillögunni felst að stefnt verði að því að leiðir 1, 3 og 6 aki á 7,5 mínútna aksturstíðni frá og með ársbyrjun 2020. Fréttablaðið/Anton Brink Á borgarstjórnarfundi í kvöld var tillaga borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna um 7,5 mínútna tíðni Strætó á stofnleiðum samþykkt með 22 atkvæðum. Í tillögunni felst að stefnt verði að því að leiðir 1, 3 og 6 aki á 7,5 mínútna aksturstíðni frá og með ársbyrjun 2020. Málsmeðferðartillaga borgarfulltrúa Flokks fólksins um að vísa tillögunni til Skipulags-og samgönguráðs til nánari útfærslu var felld. Borgarstjórn beinir því til stjórnar Strætó að móta útfærslu á því að auka aksturstíðni á stofnleiðum strætó. Borgarstjórn óskar eftir upplýsingum um farþegafjölda á hverri leið, núverandi kostnað við hverja leið og mati á því hve mikið það myndi kosta að auka tíðnina á hverri leið upp í 7,5 mínútur. Borgarstjórn fer fram á að þeirri vinnu verði lokið fyrir 1. janúar 2019. Í greinargerð með tillögunni segir að aukin tíðni stofnleiða strætó á háannatíma sé hagkvæm leið til að auka þjónustu á þeim leiðum þar sem eftirspurnin er mest. Tillagan krefst samkomulags við önnur sveitarfélög sem taka þátt í rekstri Strætó bs. Hún krefst jafnframt fjárútláta af hálfu sveitarfélaganna sem eiga í hlut og kallar því á leiðakerfisbreytingar.Uppfært kl. 23:11 með bókun Sjálfstæðisflokksins Sjálfstæðisflokkurinn gerði bókun við tillöguna þar sem fram kemur að fulltrúar Sjálfstæðisflokks fagni áformum um aukna aksturstíðni á stofnleiðum en vilja að tryggt verði að verkefnið fari ekki fram úr kostnaðaráætlun. „Kannanir meðal notenda almenningssamgangna hafa leitt í ljós að aukin tíðni og styttri ferðatími séu nauðsynlegir liðir í því að bæta þjónustuna og fjölga þeim sem nýta almenningssamgöngur. Mikilvægt er að fá nákvæma kostnaðargreiningu á verkefninu og tryggja verður að verkefnið fari ekki fram úr áætlunum. Áformum um bætta þjónustu við notendur í Grafarvogi og Breiðholti er fagnað, en við söknum þess þó að þjónusta sé bætt við fleiri hverfi í efri byggðum. Við teljum málið brýnt og þætti rétt að setja aukinn þrýsting svo útfærslan geti komið til framkvæmda eigi síðar en 1. janúar 2019.“ Strætó Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Innlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira
Á borgarstjórnarfundi í kvöld var tillaga borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna um 7,5 mínútna tíðni Strætó á stofnleiðum samþykkt með 22 atkvæðum. Í tillögunni felst að stefnt verði að því að leiðir 1, 3 og 6 aki á 7,5 mínútna aksturstíðni frá og með ársbyrjun 2020. Málsmeðferðartillaga borgarfulltrúa Flokks fólksins um að vísa tillögunni til Skipulags-og samgönguráðs til nánari útfærslu var felld. Borgarstjórn beinir því til stjórnar Strætó að móta útfærslu á því að auka aksturstíðni á stofnleiðum strætó. Borgarstjórn óskar eftir upplýsingum um farþegafjölda á hverri leið, núverandi kostnað við hverja leið og mati á því hve mikið það myndi kosta að auka tíðnina á hverri leið upp í 7,5 mínútur. Borgarstjórn fer fram á að þeirri vinnu verði lokið fyrir 1. janúar 2019. Í greinargerð með tillögunni segir að aukin tíðni stofnleiða strætó á háannatíma sé hagkvæm leið til að auka þjónustu á þeim leiðum þar sem eftirspurnin er mest. Tillagan krefst samkomulags við önnur sveitarfélög sem taka þátt í rekstri Strætó bs. Hún krefst jafnframt fjárútláta af hálfu sveitarfélaganna sem eiga í hlut og kallar því á leiðakerfisbreytingar.Uppfært kl. 23:11 með bókun Sjálfstæðisflokksins Sjálfstæðisflokkurinn gerði bókun við tillöguna þar sem fram kemur að fulltrúar Sjálfstæðisflokks fagni áformum um aukna aksturstíðni á stofnleiðum en vilja að tryggt verði að verkefnið fari ekki fram úr kostnaðaráætlun. „Kannanir meðal notenda almenningssamgangna hafa leitt í ljós að aukin tíðni og styttri ferðatími séu nauðsynlegir liðir í því að bæta þjónustuna og fjölga þeim sem nýta almenningssamgöngur. Mikilvægt er að fá nákvæma kostnaðargreiningu á verkefninu og tryggja verður að verkefnið fari ekki fram úr áætlunum. Áformum um bætta þjónustu við notendur í Grafarvogi og Breiðholti er fagnað, en við söknum þess þó að þjónusta sé bætt við fleiri hverfi í efri byggðum. Við teljum málið brýnt og þætti rétt að setja aukinn þrýsting svo útfærslan geti komið til framkvæmda eigi síðar en 1. janúar 2019.“
Strætó Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Innlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira