Ímynd Bandaríkjanna hrakar í forsetatíð Trump Kjartan Kjartansson skrifar 1. október 2018 23:56 Álit á Bandaríkjunum tók dýfu í könnun Pew í fyrra, árið sem Trump tók við forsetaembætti. Vísir/Getty Almenningur í tuttugu og fimm löndum hefur meiri trú á leiðtogahæfileikum Vladímírs Pútín Rússlandsforseta og Xi Jinping, forseta Kína, en Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Ný skoðanakönnun leiðir í ljós að álit fjölda þjóða á Bandaríkjunum heldur áfram að minnka, ekki síst í Evrópu. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur gert margt til að snúa íbúum hefðbundinna bandalagsríkja Bandaríkjanna gegn þeim að undanförnum. Hann hefur lagt tolla á innflutningsvörur helstu nágrannaþjóða og bandamanna, dregið Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu og kjarnorkusamningnum við Íran og hallað sér að einræðisherrum eins og Pútín og Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu. Könnun Pew-rannsóknarstofnunarinnar á viðhorfum fólks í 25 löndum sýnir að álit margra þjóða á Bandaríkjunum, sem minnkaði verulega eftir að Trump tók við sem forseti í fyrra, heldur áfram að dvína, að því er segir í frétt Reuters. Þannig hafa aðeins 30% Þjóðverja jákvæða sín á Bandaríkin um þessar mundir. Það er fimm prósentustigum færri en í fyrra. Rétt undir 40% Frakka og Kanadamanna eru jákvæð í garð Bandaríkjanna. Mest ánægju með Bandaríkin er í Ísrael, Filippseyjum og Suður-Kóreu þar sem um og yfir 80% eru jákvæð. Þegar litið er til meðaltals allra þjóðanna sagðist helmingur jákvæður í garð Bandaríkjanna en 43% neikvæð. Traustið á Trump sjálfum er enn lægra. Á Spáni, í Frakklandi og Þýskalandi hafa aðeins á bilinu 7-10% trú á leiðtogahæfileikum Bandaríkjaforseta. Meirihluti hafði ekki trú á Trump í tuttugu af ríkjunum sem könnunin náði til. Mesta trú höfðu svarendur á Angelu Merkel kanslara Þýskalands. Hún var eini leiðtoginn sem spurt var um sem meirihluti bar traust til, 52%. Það er um helmingi fleiri en báru traust til Trump. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Sjá meira
Almenningur í tuttugu og fimm löndum hefur meiri trú á leiðtogahæfileikum Vladímírs Pútín Rússlandsforseta og Xi Jinping, forseta Kína, en Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Ný skoðanakönnun leiðir í ljós að álit fjölda þjóða á Bandaríkjunum heldur áfram að minnka, ekki síst í Evrópu. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur gert margt til að snúa íbúum hefðbundinna bandalagsríkja Bandaríkjanna gegn þeim að undanförnum. Hann hefur lagt tolla á innflutningsvörur helstu nágrannaþjóða og bandamanna, dregið Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu og kjarnorkusamningnum við Íran og hallað sér að einræðisherrum eins og Pútín og Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu. Könnun Pew-rannsóknarstofnunarinnar á viðhorfum fólks í 25 löndum sýnir að álit margra þjóða á Bandaríkjunum, sem minnkaði verulega eftir að Trump tók við sem forseti í fyrra, heldur áfram að dvína, að því er segir í frétt Reuters. Þannig hafa aðeins 30% Þjóðverja jákvæða sín á Bandaríkin um þessar mundir. Það er fimm prósentustigum færri en í fyrra. Rétt undir 40% Frakka og Kanadamanna eru jákvæð í garð Bandaríkjanna. Mest ánægju með Bandaríkin er í Ísrael, Filippseyjum og Suður-Kóreu þar sem um og yfir 80% eru jákvæð. Þegar litið er til meðaltals allra þjóðanna sagðist helmingur jákvæður í garð Bandaríkjanna en 43% neikvæð. Traustið á Trump sjálfum er enn lægra. Á Spáni, í Frakklandi og Þýskalandi hafa aðeins á bilinu 7-10% trú á leiðtogahæfileikum Bandaríkjaforseta. Meirihluti hafði ekki trú á Trump í tuttugu af ríkjunum sem könnunin náði til. Mesta trú höfðu svarendur á Angelu Merkel kanslara Þýskalands. Hún var eini leiðtoginn sem spurt var um sem meirihluti bar traust til, 52%. Það er um helmingi fleiri en báru traust til Trump.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Sjá meira