Alríkislögreglan fær frjálsari hendur í rannsókn á dómaraefni Kjartan Kjartansson skrifar 1. október 2018 19:06 Frá mótmælum gegn tilnefningu Kavanaugh. Heitar tilfinningar eru vegna tilnefningarinnar sem getur haft veruleg áhrif á bandarísk samfélag til næstu áratuganna. Vísir/EPA Hvíta húsið hefur gefið bandarísku alríkislögreglunni FBI leyfi til þess að færa út kvíarnar í rannsókn sinni á ásökunum tveggja kvenna um að Brett Kavanaugh, hæstaréttardómaraefni Trump forseta, hafi bætt þær kynferðislegu ofbeldi á námsárum þeirra. Gagnrýnt hafði verið að rannsókninni hafði verið sniðinn þröngur stakkur. Þrjár konur hafa stigið fram og sakað Kavanaugh um að hafa beitt þær kynferðislegu ofbeldi þegar þær voru í framhalds- eða háskóla. Ein þeirra, Christine Blasey Ford, kom fyrir dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings á fimmtudag. Meirihluti repúblikana í nefndinni samþykkti tilnefningu Kavanaugh, sem hefur hafnað ásökunum kvennanna afdráttarlaust, til hæstaréttar á föstudag með þeim fyrirvara að FBI rannsakaði ásakanir tveggja þeirra. Til þess átti alríkislögreglan hins vegar aðeins að fá viku. Þá hefur bólað á gagnrýni undanfarna daga á að Hvíta húsið hafi bundið hendur rannsakendanna verulega, við hverja þeir mættu ræða og hvaða mál þeir mættu skoða. Upphaflega fékk FBI aðeins leyfi til að ræða við fjögur vitni: tvo vini dómaraefnisins, vin Ford og Deboruh Ramirez, aðra konu sem sakar Kavanaugh um kynferðisbrot. Bandarískir fjölmiðlar hafa jafnframt sagt frá erfiðleikum fyrrverandi skólafélaga Kavanaugh og kvennanna sem vilja gefa upplýsingar við að koma þeim á framfæri við FBI. „Ég hélt að þetta yrði rannsókn en í staðinn virðist þetta bara vera afsökun fyrir repúblikana til að greiða atkvæði með Kavanaugh,“ hefur New Yorker eftir skólafélaga Kavanaugh og Ramirez við Yale-háskóla sem hefur reynt án árangurs að ná sambandi við FBI vegna rannsóknarinnar.Mega útvíkka rannsóknina, svo lengi sem þau flýta sér Nú segir New York Times að Hvíta húsið hafi gefið FBI leyfi til að ræða við hvern þann sem fulltrúar hennar telja nauðsynlegt að ná tali af, svo lengi sem rannsókninni verði lokið fyrir föstudag. Þá ætla repúblikanar sér að láta öldungadeildina greiða atkvæði um hvort að Kavanaugh verði skipaður dómari við Hæstarétt Bandaríkjanna sem er afar áhrifamikill í bandarískri stjórnskipan. „FBI ætti að ræða við hvern sem þeir vilja innan skynsamlegra marka en maður verður að segja innan skynsamlegra marka,“ sagði Trump forseti í dag. Kavanaugh og repúblikanar hafa fram að þessu hafnað því að víðtæk rannsókn fari fram á ásökunum kvennanna eða á meintum rangfærslum hans um áfengisdrykkju sína og fleiri hluta þegar hann kom fyrir dómsmálanefndina. Jeff Flake, öldungadeildarþingmaður repúblikana og fulltrúi í dómsmálanefndinni, sem knúði á um að FBI rannsakaði ásakanirnar á hendur Kavanaugh sagði í dag að ekki ætti að binda hendur rannsakendanna. Þá sagði hann að ef í ljós kemur að Kavanaugh hafi sagt fulltrúum nefndarinnar ósatt þá verði tilnefning hans úr sögunni. Örlög Kavanaugh í öldungadeildinni eru fyrst og fremst sögð velta á atkvæðum Flake, tveggja þingkvenna repúblikana og tveggja þingmanna demókrata frá ríkjum sem halla sér mjög að repúblikönum. Bandaríkin Donald Trump MeToo Tengdar fréttir Segja Trump ekki stýra rannsókninni Demókratar lýstu um helgina áhyggjum sínum af því að Hvíta húsið setti takmarkanir við viðfangsefni bakgrunnsrannsóknar alríkislögreglunnar (FBI) á Brett Kavanaugh, sem Donald Trump forseti hefur tilnefnt til hæstaréttar. 1. október 2018 08:00 Vilja að Kavanaugh berjist af krafti Vitnisburður Kavanaugh féll í kramið hjá Repúblikönum og Donald Trump en hefur þó leitt til þess að spurningar hafa vaknað um skapgerð hans. 1. október 2018 11:22 Alríkislögreglan hefur samband við Ramirez vegna Kavanaugh-rannsóknarinnar Ramirez var önnur konan sem steig fram og sakaði Kavanaugh um kynferðisbrot. 29. september 2018 23:30 Comey segir rannsóknina bæði heimskulega og gallaða Comey gagnrýnir Kavanaugh-rannsóknina, og þröngan tímaramma sem henni var settur, harðlega í pistli sem birtur var á vef dagblaðsins New York Times í dag. 30. september 2018 23:15 Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Innlent Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Sjá meira
Hvíta húsið hefur gefið bandarísku alríkislögreglunni FBI leyfi til þess að færa út kvíarnar í rannsókn sinni á ásökunum tveggja kvenna um að Brett Kavanaugh, hæstaréttardómaraefni Trump forseta, hafi bætt þær kynferðislegu ofbeldi á námsárum þeirra. Gagnrýnt hafði verið að rannsókninni hafði verið sniðinn þröngur stakkur. Þrjár konur hafa stigið fram og sakað Kavanaugh um að hafa beitt þær kynferðislegu ofbeldi þegar þær voru í framhalds- eða háskóla. Ein þeirra, Christine Blasey Ford, kom fyrir dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings á fimmtudag. Meirihluti repúblikana í nefndinni samþykkti tilnefningu Kavanaugh, sem hefur hafnað ásökunum kvennanna afdráttarlaust, til hæstaréttar á föstudag með þeim fyrirvara að FBI rannsakaði ásakanir tveggja þeirra. Til þess átti alríkislögreglan hins vegar aðeins að fá viku. Þá hefur bólað á gagnrýni undanfarna daga á að Hvíta húsið hafi bundið hendur rannsakendanna verulega, við hverja þeir mættu ræða og hvaða mál þeir mættu skoða. Upphaflega fékk FBI aðeins leyfi til að ræða við fjögur vitni: tvo vini dómaraefnisins, vin Ford og Deboruh Ramirez, aðra konu sem sakar Kavanaugh um kynferðisbrot. Bandarískir fjölmiðlar hafa jafnframt sagt frá erfiðleikum fyrrverandi skólafélaga Kavanaugh og kvennanna sem vilja gefa upplýsingar við að koma þeim á framfæri við FBI. „Ég hélt að þetta yrði rannsókn en í staðinn virðist þetta bara vera afsökun fyrir repúblikana til að greiða atkvæði með Kavanaugh,“ hefur New Yorker eftir skólafélaga Kavanaugh og Ramirez við Yale-háskóla sem hefur reynt án árangurs að ná sambandi við FBI vegna rannsóknarinnar.Mega útvíkka rannsóknina, svo lengi sem þau flýta sér Nú segir New York Times að Hvíta húsið hafi gefið FBI leyfi til að ræða við hvern þann sem fulltrúar hennar telja nauðsynlegt að ná tali af, svo lengi sem rannsókninni verði lokið fyrir föstudag. Þá ætla repúblikanar sér að láta öldungadeildina greiða atkvæði um hvort að Kavanaugh verði skipaður dómari við Hæstarétt Bandaríkjanna sem er afar áhrifamikill í bandarískri stjórnskipan. „FBI ætti að ræða við hvern sem þeir vilja innan skynsamlegra marka en maður verður að segja innan skynsamlegra marka,“ sagði Trump forseti í dag. Kavanaugh og repúblikanar hafa fram að þessu hafnað því að víðtæk rannsókn fari fram á ásökunum kvennanna eða á meintum rangfærslum hans um áfengisdrykkju sína og fleiri hluta þegar hann kom fyrir dómsmálanefndina. Jeff Flake, öldungadeildarþingmaður repúblikana og fulltrúi í dómsmálanefndinni, sem knúði á um að FBI rannsakaði ásakanirnar á hendur Kavanaugh sagði í dag að ekki ætti að binda hendur rannsakendanna. Þá sagði hann að ef í ljós kemur að Kavanaugh hafi sagt fulltrúum nefndarinnar ósatt þá verði tilnefning hans úr sögunni. Örlög Kavanaugh í öldungadeildinni eru fyrst og fremst sögð velta á atkvæðum Flake, tveggja þingkvenna repúblikana og tveggja þingmanna demókrata frá ríkjum sem halla sér mjög að repúblikönum.
Bandaríkin Donald Trump MeToo Tengdar fréttir Segja Trump ekki stýra rannsókninni Demókratar lýstu um helgina áhyggjum sínum af því að Hvíta húsið setti takmarkanir við viðfangsefni bakgrunnsrannsóknar alríkislögreglunnar (FBI) á Brett Kavanaugh, sem Donald Trump forseti hefur tilnefnt til hæstaréttar. 1. október 2018 08:00 Vilja að Kavanaugh berjist af krafti Vitnisburður Kavanaugh féll í kramið hjá Repúblikönum og Donald Trump en hefur þó leitt til þess að spurningar hafa vaknað um skapgerð hans. 1. október 2018 11:22 Alríkislögreglan hefur samband við Ramirez vegna Kavanaugh-rannsóknarinnar Ramirez var önnur konan sem steig fram og sakaði Kavanaugh um kynferðisbrot. 29. september 2018 23:30 Comey segir rannsóknina bæði heimskulega og gallaða Comey gagnrýnir Kavanaugh-rannsóknina, og þröngan tímaramma sem henni var settur, harðlega í pistli sem birtur var á vef dagblaðsins New York Times í dag. 30. september 2018 23:15 Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Innlent Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Sjá meira
Segja Trump ekki stýra rannsókninni Demókratar lýstu um helgina áhyggjum sínum af því að Hvíta húsið setti takmarkanir við viðfangsefni bakgrunnsrannsóknar alríkislögreglunnar (FBI) á Brett Kavanaugh, sem Donald Trump forseti hefur tilnefnt til hæstaréttar. 1. október 2018 08:00
Vilja að Kavanaugh berjist af krafti Vitnisburður Kavanaugh féll í kramið hjá Repúblikönum og Donald Trump en hefur þó leitt til þess að spurningar hafa vaknað um skapgerð hans. 1. október 2018 11:22
Alríkislögreglan hefur samband við Ramirez vegna Kavanaugh-rannsóknarinnar Ramirez var önnur konan sem steig fram og sakaði Kavanaugh um kynferðisbrot. 29. september 2018 23:30
Comey segir rannsóknina bæði heimskulega og gallaða Comey gagnrýnir Kavanaugh-rannsóknina, og þröngan tímaramma sem henni var settur, harðlega í pistli sem birtur var á vef dagblaðsins New York Times í dag. 30. september 2018 23:15