Fyrir börnin í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar 1. október 2018 07:00 Biðlistavandi leikskólabarna er flestum kunnur. Borgin rekur fjölda leikskóla en annar þó ekki eftirspurn eftir leikskólarýmum. Það er mikilvægt að borgin geti boðið trausta og áreiðanlega daggæslu eða leikskólavist strax í kjölfar fæðingarorlofs. Það er fjölskyldufólki mikilvæg grunnþjónusta. Sveitarfélög bera ábyrgð á starfsemi leikskóla en geta þó útvistað rekstrinum. Í Reykjavík eru sjálfstætt starfandi leikskólar 18 talsins og þá sækja tæp 1.200 börn. Ef þessara leikskóla nyti ekki við mætti hugsa sér ískyggilega stöðu á biðlistum borgarinnar. Sjálfstæðir leikskólar hafa svarað eftirspurn sem borgaryfirvöld gátu ekki mætt. Í dag þiggja sjálfstæðir leikskólar skert rekstrarframlög frá borgarsjóði. Þannig er sjálfstætt starfandi leikskólum gert að innheimta hærri gjöld frá foreldrum, að öðrum kosti standa þeir ekki fjárhagslega jafnfætis borgarreknum leikskólum. Fyrirkomulagið skapar aðstöðumun milli barna, enda ekki öllum kleift að greiða með börnum sínum aukin gjöld. Það er eðlilegur réttur barna að borgin leggi sömu upphæð opinbers fjár til uppeldis og menntunar þeirra – að tryggð séu jöfn opinber framlög með hverju barni inn í leikskóla borgarinnar. Með jöfnum framlögum mætti tryggja öllum börnum jöfn tækifæri og jafnan aðgang að ólíkum valkostum, því gjaldskrár sjálfstæðra leikskóla myndu lækka og efnahagur foreldra yrði ekki lengur ákvarðandi forsenda við leikskólaval. Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík vill skapa borg þar sem þú getur látið góða hugmynd verða að veruleika. Borg sem ryður veginn fyrir þá sem vilja sækja fram. Við viljum skapa fjölskylduvæna borg sem jafnframt fagnar framtakssemi og hugmyndaauðgi. Í Reykjavík hefur einkaframtakið svarað eftirspurn sem borgaryfirvöld gátu ekki mætt. Framtakinu bera að fagna og það ber að styðja. Sjálfstæðir leikskólar eru mikilvæg viðbót við skólaflóru borgarinnar. Þeir bjóða foreldrum fleiri valkosti um áherslur í uppeldi og menntun barna sinna. Við viljum tryggja öllum fjölskyldum þessa valkosti, óháð efnahag. Það er mikilvægt réttlætismál fyrir börnin í borginni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hildur Björnsdóttir Mest lesið Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Biðlistavandi leikskólabarna er flestum kunnur. Borgin rekur fjölda leikskóla en annar þó ekki eftirspurn eftir leikskólarýmum. Það er mikilvægt að borgin geti boðið trausta og áreiðanlega daggæslu eða leikskólavist strax í kjölfar fæðingarorlofs. Það er fjölskyldufólki mikilvæg grunnþjónusta. Sveitarfélög bera ábyrgð á starfsemi leikskóla en geta þó útvistað rekstrinum. Í Reykjavík eru sjálfstætt starfandi leikskólar 18 talsins og þá sækja tæp 1.200 börn. Ef þessara leikskóla nyti ekki við mætti hugsa sér ískyggilega stöðu á biðlistum borgarinnar. Sjálfstæðir leikskólar hafa svarað eftirspurn sem borgaryfirvöld gátu ekki mætt. Í dag þiggja sjálfstæðir leikskólar skert rekstrarframlög frá borgarsjóði. Þannig er sjálfstætt starfandi leikskólum gert að innheimta hærri gjöld frá foreldrum, að öðrum kosti standa þeir ekki fjárhagslega jafnfætis borgarreknum leikskólum. Fyrirkomulagið skapar aðstöðumun milli barna, enda ekki öllum kleift að greiða með börnum sínum aukin gjöld. Það er eðlilegur réttur barna að borgin leggi sömu upphæð opinbers fjár til uppeldis og menntunar þeirra – að tryggð séu jöfn opinber framlög með hverju barni inn í leikskóla borgarinnar. Með jöfnum framlögum mætti tryggja öllum börnum jöfn tækifæri og jafnan aðgang að ólíkum valkostum, því gjaldskrár sjálfstæðra leikskóla myndu lækka og efnahagur foreldra yrði ekki lengur ákvarðandi forsenda við leikskólaval. Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík vill skapa borg þar sem þú getur látið góða hugmynd verða að veruleika. Borg sem ryður veginn fyrir þá sem vilja sækja fram. Við viljum skapa fjölskylduvæna borg sem jafnframt fagnar framtakssemi og hugmyndaauðgi. Í Reykjavík hefur einkaframtakið svarað eftirspurn sem borgaryfirvöld gátu ekki mætt. Framtakinu bera að fagna og það ber að styðja. Sjálfstæðir leikskólar eru mikilvæg viðbót við skólaflóru borgarinnar. Þeir bjóða foreldrum fleiri valkosti um áherslur í uppeldi og menntun barna sinna. Við viljum tryggja öllum fjölskyldum þessa valkosti, óháð efnahag. Það er mikilvægt réttlætismál fyrir börnin í borginni.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun