Sveitarstjórnarmál vistuð á Laugarvatni Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 18. október 2018 19:45 Samþykkt hefur verið að koma upp rannsókna og fræðslusetri á Laugarvatni um sveitarstjórnarmál en samningur þess efnis var undirritaður í Hveragerði í dag á ársþing Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga á Hótel Örk. Hlé var gert í smástund á dagskránni þegar rektor Háskóla Íslands og samgöngu og sveitarstjórnarráðherra skrifuðu undir samning um nýja rannsóknarsetrið um sveitarstjórnarmál sem tekur til starfa á Laugarvatni um næstu áramót. „Þetta verkefni snýst um að vinna áfram rannsóknir á þessu sviði og einnig að þróa námsleið um sveitarstjórnarmál, endurmenntunarnámskeið og ýmislegt þess háttar. Þetta mun örugglega skila mjög miklu og við sjáum það að rannsóknir í félagsvísindum skipta Íslendinga mjög miklu máli. Við verðum að sinna þessum rannsóknum sjálf, það er ekki aðrir sem gera þetta fyrir okkur og þetta mun örugglega skila miklu í nýrri þekkingu og miklu betri greiningu en við höfum haft áður“, segir Jón Atli Benediktsson rektor Háskóla Íslands.Rektor Háskóla Íslands og ráðherra sveitarstjórnarmála, ásamt fólkinu sem kemur að uppbyggingu starfseminnar á Laugarvatni.Magnús Hlynur HreiðarssonNýja rannsóknarsetrið verður til húsa þar sem íþróttafræðasetur Háskóla Íslands var áður á Laugarvatni. Ríkið leggur 36 milljónir króna til nýja setursins næstu þrjú árin. „Þetta skilar án efa meiri þekkingu inn í sveitarstjórnarstigið og á staðnum verður aðstaða svo sveitarstjórnarmenn geti sótt námskeið og þarna verður líka hluti af MPA námi, þannig að ég er mjög ánægður með aðkomu háskólans hvað þetta varðar“, segir Sigurður Ingi Jóhannsson ráðherra sveitarstjórnarmála. Stj.mál Stjórnsýsla Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Segir ásakanir Evrópu barnalegar Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Fleiri fréttir Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni Sjá meira
Samþykkt hefur verið að koma upp rannsókna og fræðslusetri á Laugarvatni um sveitarstjórnarmál en samningur þess efnis var undirritaður í Hveragerði í dag á ársþing Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga á Hótel Örk. Hlé var gert í smástund á dagskránni þegar rektor Háskóla Íslands og samgöngu og sveitarstjórnarráðherra skrifuðu undir samning um nýja rannsóknarsetrið um sveitarstjórnarmál sem tekur til starfa á Laugarvatni um næstu áramót. „Þetta verkefni snýst um að vinna áfram rannsóknir á þessu sviði og einnig að þróa námsleið um sveitarstjórnarmál, endurmenntunarnámskeið og ýmislegt þess háttar. Þetta mun örugglega skila mjög miklu og við sjáum það að rannsóknir í félagsvísindum skipta Íslendinga mjög miklu máli. Við verðum að sinna þessum rannsóknum sjálf, það er ekki aðrir sem gera þetta fyrir okkur og þetta mun örugglega skila miklu í nýrri þekkingu og miklu betri greiningu en við höfum haft áður“, segir Jón Atli Benediktsson rektor Háskóla Íslands.Rektor Háskóla Íslands og ráðherra sveitarstjórnarmála, ásamt fólkinu sem kemur að uppbyggingu starfseminnar á Laugarvatni.Magnús Hlynur HreiðarssonNýja rannsóknarsetrið verður til húsa þar sem íþróttafræðasetur Háskóla Íslands var áður á Laugarvatni. Ríkið leggur 36 milljónir króna til nýja setursins næstu þrjú árin. „Þetta skilar án efa meiri þekkingu inn í sveitarstjórnarstigið og á staðnum verður aðstaða svo sveitarstjórnarmenn geti sótt námskeið og þarna verður líka hluti af MPA námi, þannig að ég er mjög ánægður með aðkomu háskólans hvað þetta varðar“, segir Sigurður Ingi Jóhannsson ráðherra sveitarstjórnarmála.
Stj.mál Stjórnsýsla Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Segir ásakanir Evrópu barnalegar Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Fleiri fréttir Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni Sjá meira