Frumlegt ráð við þreytu Þórlindur Kjartansson skrifar 19. október 2018 07:00 Ef eitthvað er að marka botnlausan haug viðtala við alls konar yfirburðafólk í viðskiptum og stjórnmálum þá er nánast ekkert til sem heitir að vakna of snemma eða sofa of lítið. Þannig yfirburðafólk montar sig nánast stöðugt af því hversu snemma það fer á fætur og hversu lítinn svefn það þarf. Helst vildi þetta fólk líklega finna leið til þess að fara á fætur áður en það sofnar. Það er varla hægt annað en að fyllast vanmáttarkennd þegar maður les lýsingarnar; og stundum verðum maður meira en pínulítið örmagna við tilhugsunina.Kyrrð og ró Einn af þessum stórforstjórum, Robert Iger hjá Disney, sagði til dæmis frá því í viðtali fyrir tæpum áratug að hann færi á fætur klukkan hálf-fimm á morgnana. „Ég vakna 4.30. Ég kann vel að meta kyrrðina. Það er á þessum tíma sem ég get hlaðið batteríin mín. Ég stunda líkamsrækt og hreinsa til í hausnum á mér og ég kem mér inn í allt það sem er að gerast í heiminum. Ég les dagblöðin. Ég skoða tölvupóstinn minn. Ég vafra aðeins um á internetinu, horfi kannski á sjónvarpið. Þetta geri ég allt á sama tíma. Ég kalla þetta kyrrðarstund, en samt er ég að gera margt í einu. Ég elska líka að hlusta á tónlist, þannig að ég geri það á morgnana líka, á meðan ég horfi á fréttir í sjónvarpinu og stunda líkamsrækt.“ Svona lýsti blessaður maðurinn í fullri alvöru sinni svokölluðu kyrrðarstund á morgnana.Kallarðu þetta snemma? Lengi vel taldi ég að erfitt væri að toppa þessa lýsingu. En það breyttist fyrir skemmstu þegar ég frétti af daglegri rútínu leikarans og mógúlsins Mark Wahlberg. Hann lætur það ekki spyrjast út að hann sofi út til hálf fimm á morgnana. Nei, hann lætur ekki daginn renna sér úr greipum heldur fer á fætur klukkan 2.30. Þá biður hann bænir fram að fyrri morgunmat sem hefst kl. 3.15. Eftir morgunmat, nánar tiltekið klukkan 3.40 að morgni, þá skellir hann sér í líkamsræktina og tekur hressilega á því til korter yfir fimm. Þá slappar hann af í fimmtán mínútur áður en hann fær sér annan morgunmat—klukkan hálf sex. Svo skellir hann sér í sturtu klukkan sex og virðist ekkert gera af viti fyrr en klukkan hálf-átta þegar hann bregður sér í golf í hálftíma. Það kemur reyndar ekki fram hversu margar holur hann spilar á þessum þrjátíu mínútum; en miðað við tempóið á manninum þá virðist óhætt að gera ráð fyrir að minnsta kosti átján. Svo fær hann sér bita klukkan átta. Klukkan hálf-tíu dýfir hann sér ofan í einhvers konar ísbað, og fær sér svo annað snarl klukkan hálf-ellefu. Það er líklegast til þess að öðlast orku til þess að takast á við þríþættan álagstíma milli 11 og 13 þegar hann sinnir fundum, fjölskyldu og símtölum. Hádegismatur er svo klukkan eitt en á milli klukkan tvö og þrjú er Mark Wahlberg á fundum eða í símanum. Svo sækir hann börnin í skólann klukkan þrjú síðdegis. Þá er hann búinn að vera vakandi í hálfan sólarhring, búinn að borða fimm máltíðir, fara í leikfimi og golf og sinna alls konar vinnuerindum. Það er þess vegna upplagt fyrir hann að hressa sig við milli klukkan fjögur og fimm síðdegis með því að skella sér aftur í líkamsrækt, og svo aftur í sturtu klukkan fimm. Þá er Mark snyrtur og strokinn fyrir kvöldmat með fjölskyldunni og slakar svo á fram að háttatíma.Leyndarmálið gegn þreytu En venjulegt fólk ræður tæpast við þetta tempó. Allir virðast kannast við síðdegisþreytuna; ekki síst snjallt markaðsfólk. Alls staðar eru í boði óteljandi lausnir fyrir þá sem eru þreyttir seinni partinn; ýmiss konar koffínsprengjur og efnablöndur sem eiga að hjálpa fólki að halda árvekni sinni þegar líður á daginn. Í gamla daga kunnu flest samfélög frumlegt ráð við þreytu, sem nú er að mestu gleymt. Það kallaðist „hvíld“ og tók fólk sér gjarnan lúr um miðjan dag án þess að skammast sín. Jafnvel uppteknustu menn á erfiðustu tímum töldu tíma sínum vel varið í drjúgan miðdegislúr. Winston Churchill lét sér það ekki til hugar koma að fara í gegnum heilan vinnudag án þess að leggja sig, jafnvel þegar annríki og stress heillar heimsstyrjaldar var í hámarki. Það er nú aldeilis annað en í dag þegar leiðtogi hins frjálsa heims, Donald Trump, segist láta sér fjögurra tíma nætursvefn duga—vaknar eldsnemma á morgnana en keyrir sig svo í gegnum daginn með því að láta stanslausan straum af koffínríku Diet kóki flæða gegnum líkamann. Kannski hefði hann betra af því að leggja sig í smástund. Hver veit? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórlindur Kjartansson Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Ef eitthvað er að marka botnlausan haug viðtala við alls konar yfirburðafólk í viðskiptum og stjórnmálum þá er nánast ekkert til sem heitir að vakna of snemma eða sofa of lítið. Þannig yfirburðafólk montar sig nánast stöðugt af því hversu snemma það fer á fætur og hversu lítinn svefn það þarf. Helst vildi þetta fólk líklega finna leið til þess að fara á fætur áður en það sofnar. Það er varla hægt annað en að fyllast vanmáttarkennd þegar maður les lýsingarnar; og stundum verðum maður meira en pínulítið örmagna við tilhugsunina.Kyrrð og ró Einn af þessum stórforstjórum, Robert Iger hjá Disney, sagði til dæmis frá því í viðtali fyrir tæpum áratug að hann færi á fætur klukkan hálf-fimm á morgnana. „Ég vakna 4.30. Ég kann vel að meta kyrrðina. Það er á þessum tíma sem ég get hlaðið batteríin mín. Ég stunda líkamsrækt og hreinsa til í hausnum á mér og ég kem mér inn í allt það sem er að gerast í heiminum. Ég les dagblöðin. Ég skoða tölvupóstinn minn. Ég vafra aðeins um á internetinu, horfi kannski á sjónvarpið. Þetta geri ég allt á sama tíma. Ég kalla þetta kyrrðarstund, en samt er ég að gera margt í einu. Ég elska líka að hlusta á tónlist, þannig að ég geri það á morgnana líka, á meðan ég horfi á fréttir í sjónvarpinu og stunda líkamsrækt.“ Svona lýsti blessaður maðurinn í fullri alvöru sinni svokölluðu kyrrðarstund á morgnana.Kallarðu þetta snemma? Lengi vel taldi ég að erfitt væri að toppa þessa lýsingu. En það breyttist fyrir skemmstu þegar ég frétti af daglegri rútínu leikarans og mógúlsins Mark Wahlberg. Hann lætur það ekki spyrjast út að hann sofi út til hálf fimm á morgnana. Nei, hann lætur ekki daginn renna sér úr greipum heldur fer á fætur klukkan 2.30. Þá biður hann bænir fram að fyrri morgunmat sem hefst kl. 3.15. Eftir morgunmat, nánar tiltekið klukkan 3.40 að morgni, þá skellir hann sér í líkamsræktina og tekur hressilega á því til korter yfir fimm. Þá slappar hann af í fimmtán mínútur áður en hann fær sér annan morgunmat—klukkan hálf sex. Svo skellir hann sér í sturtu klukkan sex og virðist ekkert gera af viti fyrr en klukkan hálf-átta þegar hann bregður sér í golf í hálftíma. Það kemur reyndar ekki fram hversu margar holur hann spilar á þessum þrjátíu mínútum; en miðað við tempóið á manninum þá virðist óhætt að gera ráð fyrir að minnsta kosti átján. Svo fær hann sér bita klukkan átta. Klukkan hálf-tíu dýfir hann sér ofan í einhvers konar ísbað, og fær sér svo annað snarl klukkan hálf-ellefu. Það er líklegast til þess að öðlast orku til þess að takast á við þríþættan álagstíma milli 11 og 13 þegar hann sinnir fundum, fjölskyldu og símtölum. Hádegismatur er svo klukkan eitt en á milli klukkan tvö og þrjú er Mark Wahlberg á fundum eða í símanum. Svo sækir hann börnin í skólann klukkan þrjú síðdegis. Þá er hann búinn að vera vakandi í hálfan sólarhring, búinn að borða fimm máltíðir, fara í leikfimi og golf og sinna alls konar vinnuerindum. Það er þess vegna upplagt fyrir hann að hressa sig við milli klukkan fjögur og fimm síðdegis með því að skella sér aftur í líkamsrækt, og svo aftur í sturtu klukkan fimm. Þá er Mark snyrtur og strokinn fyrir kvöldmat með fjölskyldunni og slakar svo á fram að háttatíma.Leyndarmálið gegn þreytu En venjulegt fólk ræður tæpast við þetta tempó. Allir virðast kannast við síðdegisþreytuna; ekki síst snjallt markaðsfólk. Alls staðar eru í boði óteljandi lausnir fyrir þá sem eru þreyttir seinni partinn; ýmiss konar koffínsprengjur og efnablöndur sem eiga að hjálpa fólki að halda árvekni sinni þegar líður á daginn. Í gamla daga kunnu flest samfélög frumlegt ráð við þreytu, sem nú er að mestu gleymt. Það kallaðist „hvíld“ og tók fólk sér gjarnan lúr um miðjan dag án þess að skammast sín. Jafnvel uppteknustu menn á erfiðustu tímum töldu tíma sínum vel varið í drjúgan miðdegislúr. Winston Churchill lét sér það ekki til hugar koma að fara í gegnum heilan vinnudag án þess að leggja sig, jafnvel þegar annríki og stress heillar heimsstyrjaldar var í hámarki. Það er nú aldeilis annað en í dag þegar leiðtogi hins frjálsa heims, Donald Trump, segist láta sér fjögurra tíma nætursvefn duga—vaknar eldsnemma á morgnana en keyrir sig svo í gegnum daginn með því að láta stanslausan straum af koffínríku Diet kóki flæða gegnum líkamann. Kannski hefði hann betra af því að leggja sig í smástund. Hver veit?
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun