Segja Facebook hafa farið leynt með ýktar áhorfstölur Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. október 2018 13:49 Facebook viðurkenndi árið 2016 að áhorfstölur á myndbönd hefðu verið ýktar. vísir/getty Facebook er sagt hafa vitað að það væri að afvegaleiða auglýsendur árið 2015 þegar áhorfstölur á myndbönd á miðlinum voru ýktar, en þessu er haldið fram í málsókn sem markaðsskrifstofan Crowd Siren hefur höfðað gegn Facebook. Facebook viðurkenndi árið 2016 að áhorfstölur á myndbönd hefðu verið ýktar. Sagði fyrirtækið þetta vera vegna galla í það hvernig hvert áhorf var talið en gallinn gerði það að verkum áhorfstölur voru 60 til 80 prósent hærri að meðaltali en reyndist rétt. Talningarnar gáfu auglýsendum til kynna að Facebook væri mun líflegri vettvangur fyrir myndbönd en raunin var. Crowd Siren heldur því nú fram að Facebook hafi vitað af gallanum við talninguna árið 2015 en ekki gert neitt í málinu. Fer fyrirtækið fram á skaðabætur frá samfélagsmiðlinum og segir Facebook hafa beitt blekkingum í málinu. Þessu hafnar Facebook algjörlega og segir engan grundvöll fyrir málsókninni. Fyrirtækið hafi látið viðskiptavini sína vita af gallanum um leið og hann fannst. Crowd Siren heldur því hins vegar fram að þetta sé ekki rétt. Í stað þess að leiðrétta gallann hóf Facebook herferð til þess að beina athyglinni frá málinu, að sögn Crowd Siren sem vísar til innanhússskjala frá miðlinum og tölvupóstsamskipta. „Ef að Facebook hefði lagað þennan galla strax á heiðarlegan hátt þá hefðu auglýsendur strax séð mun lægri áhorfstölur. Auglýsendur hefðu þannig verið ólíklegri til að halda áfram að kaupa myndbönd til að auglýsa á Facebook.“ Facebook Mest lesið „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Fleiri fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Facebook er sagt hafa vitað að það væri að afvegaleiða auglýsendur árið 2015 þegar áhorfstölur á myndbönd á miðlinum voru ýktar, en þessu er haldið fram í málsókn sem markaðsskrifstofan Crowd Siren hefur höfðað gegn Facebook. Facebook viðurkenndi árið 2016 að áhorfstölur á myndbönd hefðu verið ýktar. Sagði fyrirtækið þetta vera vegna galla í það hvernig hvert áhorf var talið en gallinn gerði það að verkum áhorfstölur voru 60 til 80 prósent hærri að meðaltali en reyndist rétt. Talningarnar gáfu auglýsendum til kynna að Facebook væri mun líflegri vettvangur fyrir myndbönd en raunin var. Crowd Siren heldur því nú fram að Facebook hafi vitað af gallanum við talninguna árið 2015 en ekki gert neitt í málinu. Fer fyrirtækið fram á skaðabætur frá samfélagsmiðlinum og segir Facebook hafa beitt blekkingum í málinu. Þessu hafnar Facebook algjörlega og segir engan grundvöll fyrir málsókninni. Fyrirtækið hafi látið viðskiptavini sína vita af gallanum um leið og hann fannst. Crowd Siren heldur því hins vegar fram að þetta sé ekki rétt. Í stað þess að leiðrétta gallann hóf Facebook herferð til þess að beina athyglinni frá málinu, að sögn Crowd Siren sem vísar til innanhússskjala frá miðlinum og tölvupóstsamskipta. „Ef að Facebook hefði lagað þennan galla strax á heiðarlegan hátt þá hefðu auglýsendur strax séð mun lægri áhorfstölur. Auglýsendur hefðu þannig verið ólíklegri til að halda áfram að kaupa myndbönd til að auglýsa á Facebook.“
Facebook Mest lesið „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Fleiri fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira